Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 4
4 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Telur þú að góðæri sé fram
undan?
Spurning dagsins í dag:
Hefurðu farið á leik í Remax-deild
karla eða kvenna í handbolta?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
42%
34%
Nei
24%Veit ekki
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
VIÐSKIPTI Hreiðar Már Sigurðsson,
forstjóri Kaupþings Búnaðar-
banka, tekur vel í hugmyndir
Björgólfs Guðmundssonar, stjórn-
arformanns Landsbankans, um að
íslenskir bankar taki saman hönd-
um í útrás á alþjóðlega markaði.
Björgólfur sagðist í ræðu sinni
í Lúxemborg á föstudag hafa þá
sýn að íslenskir bankar tækju
höndum saman og ynnu sameigin-
lega að verkefnum í Evrópu og
jafnvel víðar og legðust saman á
árar með íslenskum fyrirtækjum
sem vilja starfa í útlöndum.
Hreiðar Már segir að smæð ís-
lenskra banka sé oft hindrun í út-
rás þeirra og þess vegna geti vel
verið eðlilegt að bankar vinni
saman að einstökum verkefnum.
Aðspurður hvort slík samvinna
gæti orðið á Rússlandsmarkaði
þar sem Landsbankinn ætlar að
byggja upp starfsemi segir
Hreiðar Már að Kaupþing Búnað-
arbanki hafi hingað til ekki litið
til Rússlands. „Við höfum ekki
leynt því að við erum tækifæris-
sinnar í viðskiptum og höfum
augun opin fyrir hvers kyns
tækifærum, hvar sem þau gef-
ast,“ segir Hreiðar. ■
SAGNARITUN „Samningurinn rann
út þann 31. ágúst og ekki stóð til
að framlengja hann,“ segir Hall-
dór Árnason, skrif-
stofustjóri í for-
sætisráðuneytinu,
um ástæður þess
að Guðnýju Hall-
dórsdóttur, dóttur
nóbelsskáldsins á
Gljúfrasteini, var
gert að hætta störf-
um sem gæslumaður Gljúfra-
steins um miðjan september.
Daginn eftir að ekkja og börn
Halldórs Laxness
ákváðu að loka
bréfasafni skálds-
ins fyrir óviðkom-
andi næstu þrjú
árin tilkynnti
skrifstofustjórinn
Guðnýju í eigin
persónu að hún
ætti ekki lengur
að vakta Gljúfra-
stein. Þá hafði hún
annast vörslu
hússins frá því
forsætisráðuneyt-
ið tók við því sem gjöf frá afkom-
endum Halldórs Laxness. Gerður
var skriflegur samningur við
Guðnýju til árs.
Eigi að síður hélt
hún áfram að
vakta húsið fyrstu
tvær vikurnar í
september. Guðný
H a l l d ó r s d ó t t i r
staðfesti að hún
væri hætt en vildi
ekki að öðru leyti
tjá sig um málið.
Aðspurð um það
hvers vegna
ákveðið hefði ver-
ið að loka bréfa-
safni föður henn-
ar sagði hún að það hefði verið
vegna þess að óskir þeirra hefðu
ekki verið virtar.
„Hannes Hólmsteinn var í
handritadeildinni með heila ljós-
ritunarsveit. Við fórum fram á
það við Halldór Guðmundsson, út-
gefanda pabba, að þetta yrði
stöðvað en það var ekki virt. Þess
vegna fórum við fram á að bréfa-
safninu yrði lokað,“ segir Guðný.
Aðspurður um það hvernig
gæslu Gljúfrasteins væri háttað í
dag vildi Halldór Árnason ekkert
segja.
„Öryggisins vegna vil ég ekk-
ert um þetta segja,“ segir Halldór.
Deilurnar um bréfasafn Hall-
dórs Laxness tóku á sig nýja
mynd þegar skrifstofustjóri for-
sætisráðuneytisins fylgdi Sigrúnu
Klöru Hannesdóttur landsbóka-
verði á Gljúfrastein. Þar tóku þau
bréf og fluttu í handritadeild
Þjóðarbókhlöðu. Þarna reyndist
að stórum hluta vera um að ræða
einkabréf Auðar Laxness, ekkju
skáldsins, frá því hún var ung
stúlka. Ættingjarnir gerðu at-
hugasemdir við þetta framferði
enda hafi þessi bréf ekki fylgt
með í kaupunum þegar Gljúfra-
steinn var seldur. Niðurstaðan
varð sú að landsbókaverði var
gert að skila bréfunum.
„Ég vildi ekki sortera þetta
sjálfur heldur láta gera það í
Landsbókasafninu. Síðan var því
skilað sem átti að skila,“ segir
Halldór.
Sjá nánar bls. 10
rt@frettabladid.is
KRAFTAVERK
Nítján ára Breti slapp með undraverðum
hætti úr haldi kólumbísku mannræningj-
anna.
Þjóðfrelsisher Kólumbíu:
Rændi
átta ferða-
mönnum
KÓLUMBÍA, AP Þjóðfrelsisher Kól-
umbíu segist hafa rænt átta er-
lendum ferðamönnum við fornar
rústir í norðurhluta landsins 12.
september síðastliðinn.
Kólumbíski herinn hefur leitað
gíslanna í fjallendi í Sierra
Nevada. Í síðustu viku slapp
nítján ára gamall Breti úr haldi
mannræningjanna en landa hans
er enn saknað auk fjögurra Ísra-
ela, Þjóðverja og Spánverja.
Þjóðfrelsisherinn sendi yfir-
lýsingu til fjölmiðla þar sem hann
lýsti ábyrgð á mannránunum á
hendur sér. Uppreisnarmennirnir
settu ekki fram kröfur um lausn-
argjald en sögðust vera reiðubún-
ir að ganga til samninga við yfir-
völd. ■
VIÐSKIPTI Bjarni Ármannsson, for-
stjóri Íslandsbanka, tekur að hluta
undir ummæli Björgólfs Guð-
mundssonar um samvinnu ís-
lenskra banka í útlöndum. Hann
segir að á undanförnum árum hafi
íslenskir bankar verið að byggja
upp starfsemi á mismunandi svið-
um og á ólíkum mörkuðum erlend-
is. Það sé ekki nýtt að bankar vinni
saman, „Þeir hafa unnið sameigin-
lega að einstökum verkefnum á
erlendri grundu þar sem dreifing
áhættu er mikilvæg, svo sem í
sambankalánum,“ segir Bjarni.
Hann segir æskilegt fyrir
bankana og íslenskt þjóðfélag að
bankarnir þróist og vaxi áfram er-
lendis hver með sínum hætti en
njóti jafnframt stuðnings hver af
öðrum í stærri verkefnum, eins og
verið hefur. ■
BJARNI ÁRMANNSSON
Æskilegt að bankar þróist hver með sínum hætti en styðji jafnframt hvern annan.
Íslandsbanki:
Bankar þróist hver
með sínum hætti
Guðný látin hætta
gæslu Gljúfrasteins
Forsætisráðuneytið tilkynnti dóttur Laxness að samningur um húsvörslu væri útrunninn daginn
eftir að bréfasafninu var lokað. Landsbókavörður gerður afturreka með bréf frá Gljúfrasteini.
■
Hannes Hólm-
steinn var í
handritadeild-
inni með heilan
her af ljósritun-
arfólki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Með her af ljósrit-
unarfólki í Þjóðar-
bókhlöðunni.
AÐ GLJÚFRASTEINI
Samningi um vörslu hússins var sagt upp daginn eftir að bréfasafni nóbelsskáldsins í Þjóðarbókhlöðunni var lokað.
GUÐNÝ HALL-
DÓRSDÓTTIR
Sagt að hætta
vörslu á Gljúfra-
steini.
Forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka:
Líst vel á sam-
vinnu í útlöndum
HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON
OG SÓLON SIGURÐSSON
Erum opnir fyrir tækifærum, hvar sem
þau gefast.
SCOTT MCCLELLAN
Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að
Karl Rove, pólitískur ráðgjafi George W.
Bush Bandaríkjaforseta, hafi svipt hulunni
af Valerie Plame, njósnara CIA.
Hulunni svipt af
njósnara:
Málið rann-
sakað
WASHINGTON, AP Scott McClellan,
talsmaður Hvíta hússins, þvertek-
ur fyrir að Karl Rove, pólitískur
ráðgjafi George W. Bush Banda-
ríkjaforseta, hafi svipt hulunni af
Valerie Plame, njósnara CIA.
Joseph C. Wilson, fyrrum
sendiherra og eiginmaður Plame,
segir að Hvíta húsið standi á bak
við málið. Háttsettir menn innan
Hvíta hússins hafi verið ósáttir
við það þegar hann hafi upplýst að
ekkert væri til í því að Írak hefði
reynt að kaupa úraníum í Afríku,
eins og Bush hefði sagt.
Bandaríska dómsmálaráðu-
neytið mun rannsaka málið, sem
talið er mjög alvarlegt. Að svipta
hulunni af njósnara CIA stangast
á við bandarísk lög. ■
Frelsið dýru verði keypt:
Bera rafræn
ökklabönd
FLORIDA, AP Eitt hundrað ólöglegir
innflytjendur sem sátu í fangels-
um í Florida í Bandaríkjunum
hafa fengið frelsi gegn því að bera
á sér rafrænt ökklaband sem ger-
ir löggæslumönnum kleift að
fylgjast með ferðum þeirra öllum
stundum. Er þetta stærsta tilraun
þessa eðlis sem framkvæmd hef-
ur verið í Bandaríkjunum en hún
hefur verið reynd áður með ágæt-
um árangri á smærri hópa. Ein-
ungis verður þetta þó reynt á
þeim flóttamönnum sem teljast
ólíklegir til að fremja ofbeldis-
glæpi. ■