Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 18
heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi og verkjastillandi lyf. Lyfið er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig má nota það sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða er með skerta lifrarstarfsemi má ekki nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja (annarra en barkstera) ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. ofnæmi (útbrot) og meltingaróþægindum. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 01.09.01. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Öflugur bakhjarl! FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Alda Jónsdóttir, formaður Ís-lenska fjallahjólaklúbbsins, heldur sér í formi með því að hjóla út um allar trissur. Á hverj- um degi hjólar hún í vinnuna frá svæðinu við sundlaugarnar í Laugardal alla leið upp á Fossháls, sem gerir um 6,5 km. „Ég er í um það bil 25 mínútur uppeftir en svo er ég fljótari heim. Ég lít bara á Ártúnsbrekkuna sem mína æf- ingu.“ Alda segir að margir vina hennar séu undrandi á ferðum hennar upp brekkuna og telji hana jafnvel ekki með öllum mjalla. Hún kærir sig hins vegar kollótta um það og segir hjólreiðatúrinn gera sér mjög gott: „Ég hef séð heilmikinn mun á mér síðan ég byrjaði í þessari vinnu og vöðvar sem hafa lítið verið notaðir áður hafa styrkst.“ Auk hjólreiðanna segist Alda hafa voðalega gaman af því að vera úti og ganga, sérstaklega þó á sumrin. Hún segist hafa byrjað að stunda hjólreiðar árið 1988 þegar hún keypti sér fjallahjól: „Fyrst notaði ég hjólið aðallega til ferðalaga en núna finnst mér líka þægilegt að nota það til sam- gangna. Þetta sparar annan bílinn á okkar heimili,“ segir Alda, sem á mann sem þarf nauðsynlega á bíl að halda vegna vinnu sinnar. „Maður gerir í staðinn eitthvað skemmtilegt fyrir peningana sem annars færu í bílakaup.“ Aðspurð segir Alda að mikið sé búið að gera fyrir hjólreiðamenn undanfarin ár. Betur megi hins vegar ef duga skuli. „Ég vildi gjarnan sjá sérstaka hjólreiða- vegi meðfram helstu stöðum. Ég vil líta á hjól sem samgöngu- tæki. Ef Sundabrautin verður lögð verður von- andi hugsað um hjólandi fólk líka. Vandamálið er að Vegagerðin hugsar um uppbyggingu þjóð- vega og sveitarfélögin eiga að sjá um gangandi og hjólandi. Það eru smá árekstrar þarna á milli.“ Um 500 manns eru meðlimir í Ís- lenska fjalla- hjólaklúbbnum. Að sögn Öldu hefur klúbbur- inn gert tölu- vert að því að standa fyrir kvöldferðum. Einnig var farið í eftirminnilega ferð til Noregs í fyrra þar sem hjólað var um fjöll og firnindi. „Þetta er ekki eins svakalegt núna og þegar maður hjólaði Kjöl fyrir ellefu árum síðan með barn. Þá taldi fólk mann klikkað. Núna þykir þetta ekkert tiltöku- mál og fólk er farið að drífa sig í alls konar ferðir.“ freyr@frettabladid.is Hvernig heldur þú þér í formi? Hjólar upp Ártúnsbrekkuna ALDA JÓNSDÓTTIR Fékk hjólreiða- bakteríuna eft- ir að hún keypti sér fjallahjól árið 1988. Stúlkur þurfa á næringarríkarimorgunverði að halda en piltar ef þær vilja ná hámarksárangri í skólastofunni. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gerð af heilsu- sérfræðingi við háskólann í Ulster á Norður-Írlandi. Samkvæmt rannsókninni stóðu stúlkur sig betur í prófum sem reyndu mikið á minnið ef þær höfðu borðað góðan morgunverð. Aftur á móti stóðu piltarnir sig bet- ur í prófunum ef þeir höfðu borðað minna og voru örlítið hungraðir. Þess má geta að morgunverður nemendanna sem notaður var í rannsókninni samanstóð af ristuðu brauði og bökuðum baunum. ■ Breskar skólastúlkur: Þurfa góðan morgunverð SKÓLASTÚLKUR Vonandi snæddu þessar afgönsku skóla- stúlkur næringarríkan morgunverð áður en þær lögðu af stað að heiman. HÁIR HÆLAR Þessi sýningarstúlka er ekki í áhættuhópi hvað varðar gigt í hnjám samkvæmt rann- sókninni. Bresk rannsókn: Háir hælar valda ekki gigt Engar sannanir hafa fundistfyrir því að háhælaðir skór geti valdið gigt í hnjáliðum. Aftur á móti geta of mikil þyngd, reyk- ingar og gömul hnémeiðsli aukið hættuna á gigt, að því er kemur fram í nýlegri rannsókn við Ox- ford Brookes-háskólann. Rúmlega 100 konur á aldrinum 50 og 70 ára sem voru á leið í að- gerð vegna hnémeiðsla tóku þátt í rannsókninni. Samkvæmt rann- sókninni hafði skóval þeirra engin áhrif á meiðslin. ■ AP /M YN D SÓL Sólin sendir frá sér útfjólubláa geisla sem eru hættulegir fyrir húðina. Bresk rannsókn: Sólar- áburður gagnslaus? Sólaráburður veitir hugsanlegaekki þá vörn gegn húðkrabba- meini sem hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram í skýrslu breskra lækna. Samkvæmt skýrslunni virka nokkrar af helstu tegundum sólar- áburðar ekki til að vernda húðina gegn útfjólubláum geislum sólar- innar. Telja læknarnir að fleiri rann- sóknir þurfi til að komast að því hvort og þá hvaða sólaráburður virki að einhverju marki gegn sól- inni, að því er sagði á fréttavef BBC. Í skýrslunni er fólki sem vill vernda húðina ráðlagt að forðast sólarljósið eða skýla sér á ein- hvern annan máta frá sólinni þeg- ar það fer út úr húsi. Talmaður snyrtivöruframleið- andans Boots sem selur eigin sól- aráburð, segir að fólk eigi ávallt að fara varlega þegar það er úti í sól- inni. „Þú mátt ekki halda að þú sért fullkomlega varinn fyrir sólinni ef þú notar sólaráburð. En samt sem áður er betra að nota sólaráburð en ekki neitt.“ ■ HOLLT OG GOTT Gulrætur eru hollar og góðar og eru eins og annað grænmeti á góðum kjörum í búðum þessa dagana. Gulrætur eru ríkar af a-vítamíni. Gott er að borða þær hráar í millimál, sérstaklega þær sem eru lífrænt ræktaðar. Ein góð aðferð við að matreiða þær sem meðlæti er að léttsjóða þær og smjörsteikja þær svo. Salta svo og pipra og bera fram til dæmis með lambakjöti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.