Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003 Svona bók hefur ekki verið til ogmér fannst ástæða til að bæta úr því,“ segir Þórður Víkingur Frið- geirsson verkfræðingur en nýlega kom út eftir hann bók um stjórnun sem ber heitið „Stjórnun á tímum hraða og breytinga“. Þórður Víkingur vonast til að bókin sé á mannamáli og öllum auð- skilin en hún er ætluð stjórnendum, frumkvöðlum og athafnamönnum. „Bókin er kaflaskipt, meðal annars er talað er um stjórnun, hvernig viðskiptaáætlanir eru gerðar og hvernig á að leiða hóp til árangurs. Hluti hennar er hins vegar meira fræðilegur eins og gerist um kennslubækur,“ segir hann og bendir á að til skamms tíma hafi t.d. verkefnastjórar tæpast þekkst innan íslenskra fyrirtækja. „Verkefnastjórnun er ekkert annað en birtingarform nýrra tíma. Fyrirtæki hafa verið að losa um það sem við köllum starfaskipulag sem gekk út á sérhæfingu starfanna. Nú eru fyrirtæki skipulögð þannig að miklu meira er lagt upp úr þekk- ingu starfsfólks en tækja á tækja- gólfi. Þessi nýja hugsun í rekstri fyrirtækja kallar á að í stað þess að menn séu alltaf bundnir á sínum bás að gera sama hlutinn taki þeir þátt í verkefnum sem hafa upphaf og endi,“ segir Þórður Víkingur. Hann segir bókina byggða á þrettán ára þekkingu og reynslu sem stjórnandi og fræðimaður á sviði stjórnunar. Þórður rekur sitt eigið fyrirtæki, Verkfræðistofuna Stefni. Hann hefur gaman af flugu- veiði og er mikill áhugamaður um lífsnautnir, ekki síst matargerð. „Það er afar misjafnt hvað ég elda en sérstaklega hef ég gaman af að prófa mig áfram í grænmetisrétt- um. En vegna þess að ég er lífs- nautnamaður verð ég að hreyfa mig og hleyp talsvert,“ segir Þórð- ur Víkingur, sem er miðbæjarrotta og skokkar um miðbæinn þrisvar í viku. ■ ??? Hver? Atli Rafn Björnsson. B.S. í viðskiptafræði og starfsmaður í Greiningardeild Ís- landsbanka. ??? Hvar? Er í útsýnisturninum á Kirkjusandi og horfi yfir borgina. ??? Hvaðan? Kem frá Eskifirði og flutti í bæinn þegar ég byrjaði í Verzló. ??? Hvað? Er í framboði til formanns Heimdallar og svo er ég á leiðinni til Þýskalands á landsleikinn. ??? Hvernig? Í máli og riti, í samstarfi við áhugasama stjórn og þá þingmenn sem tilbúnir eru til að veita okkur lið. ??? Hvers vegna? Mig langar að vinna þeim hugsjónum brautargengi sem Heimdellingar hafa. Ég tel mikilvægt að afnema einkasölu ríkisins á áfengi og halda áfram að einkavæða. Einnig er ég fylgjandi að- skilnaði ríkis og kirkju. ??? Hver? Bolli Thoroddsen. Stúdent frá MR og er á 2. ári í véla- og iðnaðarverkfræði. ??? Hvar? Er í kosningamiðstöðinni okkar í Skip- holtinu. ??? Hvaðan? Ég kem úr 101 Reykjavík en var skiptinemi í Japan og stefni á nám og búsetu þar í framtíðinni. ??? Hvað? Ég býð mig fram sem formann Heimdallar. ??? Hvernig? Við lítum á okkur sem lið og ætlum að byggja upp styrkleika heildarinnar. Við höfum mikla reynslu af félagsstarfi og viljum nýta krafta okkar í þágu ungliða- hreyfingarinnar. ??? Hvers vegna? Við erum að bjóða okkur fram vegna þess að okkur langar að gera Heimdall að öflugustu ungliðahreyfingu landsins. Það þarf að opna og efla Heimdall, gera félagið skemmtilegra og ná betur til ungs fólks. JARÐSKJÁLFTAÆFING Börn í sjötta bekk í Langholtsskóla í Reykjavík komu á Rannsóknarmiðstöð Há- skóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Sel- fossi á mánudaginn til þess að læra um jarðskjálfta og fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbrögð í slíkum hamförum. Hér eru tvö þeirra komin undir borð en það eru rétt viðbrögð við skjálfta. skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum Bækur ÞÓRÐUR VÍKINGUR ■ Þórður er verkfræðingur en hefur nú skrifað bók um verkefnastjórnun. Hann er mikill lífsnautnamaður og verður því að hlaupa af sér hóglífið. Miðbæjarrotta á skokki ÞÓRÐUR VÍKINGUR FRIÐGEIRSSON Hann segir að innan íslenskra fyrirtækja sé mun meira lagt upp úr þekkingu starfs- fólks en áður. Sunnudagurinn næsti verðurGuðmundi Ólafssyni leikara erf- iður, en líklegast afskaplega ánægjulegur. Þannig er mál með vexti að hann mun leika í þremur sýningum sama daginn. Fyrst á tveimur sýningum Línu Langsokk, þar sem hann leikur lögregluþjón, fyrst klukkan tvö og svo aftur klukkan fimm. Eftir það brunar hann niður í Iðnó þar sem hann frumsýnir leikritið Tenórinn klukk- an níu. Það verður eftirminnileg reynsla fyrir hann, sama hvernig fer, því auk þess að leika aðalhlut- verkið er hann einnig höfundur leikritsins. „Ég vona bara að ég verði heill á húfi eftir þann eltingarleik, svo ég nái að frumsýna um kvöldið,“ segir Guðmundur og vísar þar í eltingar- leik löggunnar og Línu í leikritinu. „Tenórinn er leikrit sem ég skrifaði sjálfur. Mig langaði til þess að sýna hvað ég gæti gert. Ég leik í þessu ásamt Sigursveini Magnússyni sem er þekktur sem skólastjóri Tón- skóla Sigursveins. Hann leikur und- irspilara tenórsöngvara sem er að undirbúa sig fyrir tónleika. Leikrit- ið gerist á einum og hálfum tíma áður en hann fer á svið. Tenórinn er svona týpískur listamaður með of- sóknarbrjálæði sem heldur að allir fái betri tækifæri en hann.“ Leikstjóri er Oddur Bjarni Þor- kelsson, hæfileikaríkur piltur sem Guðmundur kynntist í Borgarleik- húsinu og hefur tröllatrú á. Guðmundur segist hafa mikinn áhuga á söng og syngur í leikritinu allt frá Villiöndinni upp í óperu- aríur. Hann segist einnig rappa smávegis. „Ég er með svona 96% af text- anum,“ segir Guðmundur og segir hlutverkið sitt stærsta til þessa. „En Sigursveinn er með mér inni á sviðinu meira og minna. Við vor- um með forsýningu á þessu á Ólafsfirði, mínum heimabæ, í ágúst. Þar var haldin lítil listahá- tíð og við vorum með tvær sýning- ar sem gengu mjög vel. Okkur langaði því að hamra járnið og komumst inn í Iðnó.“ ■ NÁMSKEIÐ Í TRÉSKURÐI Í tilefni af sýningu á tréstyttum Sæmundar Valdimarssonar býður Listasafn Reykjavíkur til námskeiðs í tréskurði á Kjarvalsstöðum næstkomandi sunnudag. Skráning fer fram á Kjarvalsstöðum eða í síma 590 1200. Kennarar eru Ólafur Oddsson, fræðslufull- trúi Skógræktar ríkisins, og Guðmundur Magnússon en öll verkfæri eru til staðar. Þáttakendur samt beðnir að taka með sér vasahníf, eigi þeir hann. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Sýningin Tenórinn er hans barn frá upp- hafi til enda. Frumsýnt verður á sunnudag en hér er Guðmundur að vinna að leik- myndinni. Tímamót GUÐMUNDUR ÓLAFSSON ■ stendur í ströngu þessa dagana. Auk þess að leika í Línu Langsokki leikur hann aðalhlutverkið í sýningunni Tenór- inn í Iðnó eftir eigin handriti. Þrjár sýningar á einum degi ■ Formannsslagur ATLI RAFN BJÖRNSSON OG BOLLI THORODDSEN Eru í framboði til formanns Heimdalls en kosið verður í Valhöll á miðvikudaginn kl. 17. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.