Fréttablaðið - 09.10.2003, Page 1

Fréttablaðið - 09.10.2003, Page 1
Þingholt: Bætur vegna gangstéttar SVEITARSTJÓRNIR Borgarráð hefur samþykkt að greiða eigendum fjögurra húsa við Lokastíg og Baldursgötu samtals tæpar tvær milljónir króna vegna breytinga á lóðamörkum. Lóðirnar fjórar ná allar út á gangstétt sem borgin hefur lagt. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun lóðin undir gangstéttinni til- heyra borginni. Yfirleitt ná lóðirn- ar um tvo metra út á gangstéttina. Samtals eru það 83 fermetrar sem borgin hyggst greiða 1.917.000 krónur fyrir samkvæmt sam- komulagi við eigendur lóðanna. Þeir munu að sjálfsögðu njóta að- gangs að gangstéttunum áfram. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 FIMMTUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudögum 80% 53% 23% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V MÁLSÓKN HÆPIN Stjórn Rithöfundasam- bandsins fjallaði í gær um beiðni Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar um stuðning vegna lokunar bréfa- safns Halldórs Laxness. Samkvæmt heimildum eru forsendur fyrir mál- sókn taldar hæpnar. Sjá síðu 2 SKÓLARNIR SAMEINAÐIR Bæjar- stjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að sameina báða skóla bæjarins undir stjórn eins skólastjóra. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal starfsmanna og foreldra nem- enda. Sjá síðu 2 KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Fjöl- menni fagnaði Friðriki, krónprinsi Dan- merkur, og Mary Elizabeth, unnustu hans, eftir að formlega var tilkynnt um trúlofun þeirra. Þau ganga í það heilaga í maí á næsta ári. Sjá síðu 4 SAUMAÐ AÐ RÁÐHERRA Stjórnar- andstæðingar gerðu harða hríð að Árna Magnússyni félagsmálaráðherra fyrir að skerða kjör atvinnulausra. Hann svaraði því til að heildarendurskoðun stæði fyrir dyrum og gæti orðið til þess að bæta kjör þeirra sem missa vinnuna. Sjá síðu 6 SÖGULEGUR FUNDUR Hluthafa- fundur verður haldinn í Eimskipafélagi Ís- lands í dag klukkan 18 í Súlnasal Hótel Sögu. Fyrir fundinum liggja ýmis mál tengd stórum eignabreytingum í Íslensku viðskiptalífi. Þá liggur fyrir að skipt verður um alla stjórn félagsins, en það hefur ekki gerst áður í 90 ára sögu þess. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HVASST Í HÖFUÐBORGINNI Nokk- uð snarpur vindur verður á vestanverðu landinu. Hitatölur á uppleið. Rofar til í borginni síðdegis. Sjá síðu 6 ● draugagangur Klaustur og veru- leiki mannsins ferðir o.fl. Uppáhaldsborgirnar: ▲ SÍÐUR 24 & 25 notað verður nýtt ● módel.is Sjúk í köflótt tíska o.fl. Hera Hjartardóttir: ▲ SÍÐUR 22 & 23 9. október 2003 – 246. tölublað – 3. árgangur Ríkið þarf að safna kjarki og skera niður Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir vaxandi út- þenslu ríkisins alls ekki óhjákvæmilega. Hann vill sjá uppstokkun á landbúnaðarkerfinu og afnám sjómannaafsláttar. EFNAHAGSMÁL Í áætlun fjármála- ráðuneytisins um ríkisbúskapinn til ársins 2007 er gert ráð fyrir því að heildartekjur ríkisins aukist um 40 milljarða frá fjárlögum næsta árs og verði tæpum 100 milljörðum hærri en árið 2000. Samkvæmt spánni verða skatt- tekjur ríkisins 34 milljörðum hærri árið 2007 en gert er ráð fyr- ir á næsta ári. Samt sem áður er gert ráð fyrir því í spánni að skattar verði lækkaðir um 20 milljarða króna á árunum 2005- 2007. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rek- inn með halla árið 2007 þar sem spáð er 7,4 milljarða króna halla á lánsfjárafgangi. Þetta þýðir að gert er ráð fyrir því að útgjöld ríkisins eigi eftir að vaxa mikið til ársins 2007. Tryggvi Þór Herbertsson for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands segir að það sé alls ekki óhjákvæmilegt að útgjöld rík- isins haldi áfram að vaxa. „Ríkið þarf að safna í sig kjar- ki og skera nið- ur og taka til í ríkisrekstrin- um,“ segir hann. Honum þyk- ir allt of mikill þungi vera settur á peningamála- stefnuna í þeirri viðleitni að halda hagkerfinu í jafnvægi sem gæti aukið hættu á verðbólgu. Tryggvi segir að hið opinbera hafi næg tækifæri til að skera nið- ur ríkisútgjöld án þess að það komi niður á velferðarkerfinu. „Það er kominn tími til að um- turna landbúnaðarkerfinu þar sem menn fá vesældarlaun þrátt fyrir að innflutningshöft og ríkis- stuðningur kosti skattgreiðendur mikið.“ Þá segir hann að sjó- mannaafslátturinn sé barn síns tíma og að hann beri að afnema. Tryggvi vekur athygli á vexti í heilbrigðiskerfinu og að brýnt sé að skoða hvort ekki sé hægt að finna leiðir til að hefta þann vöxt og skera niður. „Það er eitthvað verulega mik- ið að í kerfi sem kostar þetta mik- ið á sama tíma og aldurssamsetn- ing þjóðarinnar er mun hagstæð- ari fyrir kerfið en í öðrum OECD löndum,“ segir Tryggvi. kgb@frettabladid.is FJÖLMENNI Í HÁSKÓLABÍÓI Troðfullt var í Háskólabíói í gærkvöldi þar sem SÁÁ efndi til fundar í tilefni af 26 ára afmæli sínu. Dag- skráin var bæði á alvarlegum og léttum nótum, Þórarinn Tyrfingsson ávarpaði gesti og Örn Árnason kynnti atriði á gamansaman hátt. Fjöldi listamanna kom fram og skemmti gestum á fundinum. Auk KK sem hér spilar komu þeir Magnús Eiríksson, Bubbi Morthens, Einar Ágúst, Gunnar Óla og Hljómar fram. ● hefur ekki farið síðan sjónvarpið kom Friðfinnur Sigurðsson: ▲ SÍÐA 38 Fyrsta sinn í bíó í 33 ár SJÁVARÚTVEGUR Sendinefndir Ís- lands, Færeyja, Noregs, Rúss- lands og Evrópusambandsins hitt- ust á fundi í gær til þess að ræða um stjórnun veiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum. Í frétta- tilkynningu frá utanríkis- og sjáv- arútvegsráðuneytisins segir að fundi hafi lokið án samkomulags og að ekki hefði nýr fundur verið boðaður. Sátt var meðal fundar- manna um að heildarveiði yrði 825 þúsund tonn á árinu 2004. Að sögn Gunnars Snorra Gunn- arssonar, ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins, hafa Norð- menn sett fram kröfu um að veiða allt að 70% af heildaraflanum en samkomulag hefur ríkt um að þeir veiði tæplega 60%. Gunnar Snorri segir að svo virðist sem breytingar séu að verða á hegðun stofnsins og hann sæki meira inn í íslenska lögsögu nú en áður. Þetta gæti haft í för með sér að málstaður Íslands styrkist í við- ræðum um skiptingu aflans. „Það er vonandi að síldin hafi vit fyrir Norðmönnum,“ segir Gunnar Snorri. ■ Ekkert samkomulag um norsk-íslenska síldarstofninn: Norðmenn vilja meiri síld FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Smámynt í gosbrunni: Enginn á peningana RÓM, AP Hart er nú deilt um pening- ana sem kastað hefur verið í Trevi- gosbrunninn í Róm eftir að ítalskur dómari vísaði frá ákærum á hendur fátækri konu sem veiddi mynt upp úr gosbrunninum. Sett hefur verið upp skilti við gosbrunninn þar sem skýrt er gefið til kynna að það sé ólöglegt að fara ofan í hann. Konan notaði heimatil- búna veiðistöng til að ná smápen- ingunum upp úr vatninu og hafði því ekki brotið nein lög. Þó pening- arnir hafi hingað til runnið til hjálp- arstarfs kaþólsku kirkjunnar komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að þeir tilheyrðu engum. ■ EIMSKIPAFÉLAGSHÚSIÐ Myndi henta Kvennaskólanum vel. Miðbærinn: Kvennaskól- inn í Eimskip SKÓLAR Hugmyndir eru uppi um að Kvennaskólinn fái inni í Eimskipa- félagshúsinu við Pósthússtræti. Starfsemi Kvennaskólans er nú dreifð víðs vegar um miðbæinn og þörf á nýju skólahúsi brýn: „Við erum opnir fyrir öllum hugmyndum sem blásið geta lífi í miðbæinn,“ segir Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformaður Landsbankans og hæstráðandi í Eimskipafélaginu. Sjá nánar bls. 38. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Segir þörf á að um- turna landbúnaðar- kerfinu og afnema sjómannaafslátt. VINSÆLL STAÐUR Trevi-gosbrunnur- inn hefur verið vinsæll áfanga- staður ferða- manna síðan sæn- ska leikkonan Anita Ekberg bað- aði sig í honum í kvikmynd Fellinis „Hið ljúfa líf“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.