Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 4
4 9. október 2003 FIMMTUDAGUR Heldurðu að Ásmundur Stefánsson muni standa sig vel sem sáttasemjari? Spurning dagsins í dag: Hvenær selst Landssíminn? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 29% 51% Nei 20%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir BOGOTA, AP Að minnsta kosti sex létust og á annan tug slösuðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bogota, höfuðborg Kólumbíu í gær- morgun. Tveir hinna látnu voru lögreglumenn. Sprengjan sprakk í versl- unarhverfi á háannatíma, þegar fólk var að tínast til vinnu sinnar. Íbúar hverfis- ins höfðu látið lögreglu vita af grunsamlegum bíl sem stóð kyrrstæður í hverfinu og sprakk sprengjan þegar lög- reglan gætti að bílnum. Enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér. Ódæðisverk sem þessi hafa verið nokkuð tíð í Kól- umbíu að undanförnu. Vinstrisinnaðir skæru- liðar hafa barist gegn stjórnvöldum í þrjátíu og níu ára borgarastyrjöld og hafa að undanförnu fært sig upp á skaftið. Mann- skæðustu árásirnar voru í febrúar. Þá fórust 36 og 160 særðust í sprengjutilræði skæruliða byltingarhers Kólumbíu í næturklúbbi í Bogota. Talið er að allt að 3.500 manns hafi farist á hverju ári af völdum borgarastyrjaldarinnar í landinu. ■ DANMÖRK Þúsundir manna söfnuð- ust saman fyrir utan Amalien- borg, aðsetur dönsku konungsfjöl- skyldunnar í Kaupmannahöfn, til að fagna Friðrik krónprins og Mary heitkonu hans eftir að gefin hafði verið út opinber tilkynning um trúlofun þeirra. Friðrik og hin ástralska Mary Elizabeth Donald- son verða gefin saman í Frúar- kirkjunni í Kaupmannahöfn 14. maí næst komandi. Margrét Þórhildur Dana- drottning lagði blessun sína yfir trúlofun sonarins á ríkisstjórnar- fundi í Amalienborg í gærmorg- un. Á hádegi gengu Friðrik og Mary út á svalir hallarinnar til að veifa til að taka við hamingjuósk- um frá um 20.000 borgurum sem safnast höfðu saman á hallartorg- inu. Parið kom fjórum sinnum út á svalirnar en þrátt fyrir ítrekaðar óskir viðstaddra um „alvöru trú- lofunarkoss“ lét prinsinn það nægja að kyssa unnustu sína á höndina. Friðrik og Mary veifuðu í kveðjuskyni áður en þau héldu til Fredensborg-hallar þar sem þau tóku á móti blaðamönnum. Mary Donaldson, sem er 31 árs, er fædd og uppalin á áströl- sku eynni Tasmaníu. Hún og Frið- rik kynntust á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 en formleg til- kynning um samband þeirra var ekki gefin út fyrr en í febrúar á síðasta ári. Um svipað leyti flutti Mary til Kaupmannahafnar, fékk vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Microsoft og hóf að sækja einka- tíma í dönsku. Mary er með ástr- alskt og breskt ríkisfang og til- heyrir söfnuði öldungakirkjunnar en hún verður nú að sækja um danskan ríkisborgararétt og ganga í evangelísku kirkjuna. Friðrik prins er liðsforingi í danska hernum og flotaforingi í sjóhernum. Hann nam alþjóða- samskipti í Harvard-háskóla og útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnmálafræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1995. Friðrik hefur meðal annars starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og danska sendiráðinu í París. ■ Bretar veðja á frama Schwarzeneggers: Næst í Hvíta húsið LONDON, AP Bretar veðja um ólík- legustu hluti. Aðeins fáum klukkustundum eftir að Arnold Schwarzenegger sigraði í ríkis- stjórakosningunum í Kaliforníu tóku breskir veðbankar á móti veð- málum um hugsanlegt forseta- dæmi kvikmyndaleikarans. Breskur karlmaður hefur veðj- að 200 pundum eða 25.000 krónum á að Schwarzenegger verði forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt gildandi stjórnar- skrá Bandaríkjanna getur Schwarzenegger ekki orðið forseti landsins þar sem hann er af er- lendum uppruna. Bretinn bjart- sýni er því að veðja á að Banda- ríkjaþing breyti stjórnarskrá landsins þannig að uppruni manna hindri ekki forsetaframboð. Ef svo fer vinnur Bretinn 100.000 pund eða tæpar 13 milljónir króna. ■ Gengi deCODE: Stöðugt við fimm dali VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í DeCode Genetics, móðurfélagi Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur nú verið yfir fimm dölum á hlut í nokkra daga. Gengið hækkaði mjög í kjölfar tíðinda um uppgötv- anir félagsins í tengslum við erfða- valda offitu og heilablóðfalls. Sérfræðingar á mörkuðum segja að mikilvægt sé fyrir félög að komast yfir fimm dala markið því við það gengi verður hluthöf- um kleift að fá veð gegn hluta- bréfaeign í viðkomandi félagi. Gengi DeCode endaði yfir fimm dölum 23. september sl. í fyrsta sinn síðan í lok maí árið 2002. ■ Bílsprengja í Bogota: Sex létust og tólf særðust ENN EITT TILRÆÐIÐ Sérfræðingar kanna verksummerki eftir bíl- sprengju í Bogota í gær. Árlega láta 3.500 manns lífið af völdum borgarastyrjaldar sem geysar í Kólumbíu. ALÞINGI Þegar heilbrigðisráðuneyt- ið spurðist fyrir um það hjá sam- tökum tannréttingarsérfræðinga hvort einhver þeirra gæti tekið til starfa á Austurlandi var svarið nei. Þetta kom fram í svari Jóns Krist- jánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um stöðu tannréttinga. Þuríður spurði hvort tekist hefði að ráða tannréttingarsér- fræðinga um land allt. Jón svaraði því til að sérfræðingarnir störfuðu sjálfstætt. „Það er því alfarið und- ir þeim sjálfum komið hvar þeir starfa,“ sagði Jón og bætti því við að einungis níu tannréttingarsér- fræðingar væru starfandi hérlend- is, allir á höfuðborgarsvæðinu. Í ræðu sinni lagði Þuríður áher- slu á að ferðakostnaður foreldra barna og unglinga sem þyrftu að leita langa leið til að fara í tann- réttingar væri mikill og spurði hvort ráðherra myndi fara þess á leit við tryggingaráð að það endur- skoðaði reglur sínar um ferða- kostnað til að taka þátt í þessum kostnaði. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa gert þetta og væri reiðubúinn að leita aukafjár- veitingar ef svar tryggingaráðs yrði jákvætt. ■ Tannréttingarsérfræðingar starfa allir á höfuðborgarsvæðinu: Treysta sér ekki austur JÓN KRISTJÁNSSON Fékk á sig þrjár af átta fyrirspurnum þingmanna í gær. TRÚLOFUNARKOSSINN Friðrik krónprins lét nægja að smella kossi á hönd unnustu sinnar þrátt fyrir að augljóst væri að viðstaddir vonuðust eftir meiru. Konunglegt brúðkaup í maí Friðrik krónprins ætlar að ganga að eiga unnustu sína Mary Elizabeth Donaldson í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn 14.maí. Margrét drottn- ing og danska ríkisstjórnin hafa lagt blessun sína yfir trúlofunina. NÝ FJÖLSKYLDUTENGSL John Dalgleish Donaldson, faðir Mary, og eiginkona hans Susan Moody, stóðu með parinu á svölunum ásamt Friðrik prins og Margréti Þórhildi drottningu. Fjárfestingarfélagið Kaldbakur: Samherji með 25% VIÐSKIPTI Samherji hefur eignast 25% hlut í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki. Fyrir átti Samherji tæp 13%, Aukningin kemur að stærst- um hluta frá eignarhaldsfélagi í eigu aðaleigenda Samherja. Eignarhald Kaldbaks verður skýrara eftir þessi viðskipti. Kaupfélag Eyfirðinga á 27% í fé- laginu og er talið líklegt að hlutur þess muni fara minnkandi á næst- unni. Minni hluthafar í Kaldbaki svo sem lífeyrissjóðir munu sam- kvæmt heimildum fylgjast með þróuninni og telja óheppilegt að Samherji eignist of stóran hlut í Kaldbaki. ■ TVÆR BÍLVELTUR Tveir bílar lentu utanvegar og ultu við Héraðs- vatnabrú á milli klukkan sex og sjö á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki slup- pu ökumennirnir ómeiddir en bíl- arnir er báðir taldir ónýtir. VÖRUFLUTNINGABÍLL LENTI ÚT AF Ökumaður missti stjórn á vöru- flutningabíl í beygju við Norður- árbrú í Skagafirði í fyrrinótt og lenti utan vegar. Hann slasaðist ekki en bíllinn er mikið skemmd- ur. Unnið var að því fram á morg- un að flytja vörur úr bílnum. Læknavaktin: Læknar komu ekki að máli HEILBRIGÐISMÁL Í tilefni af umræðu um veikindi og andlát barns úr sjaldgæfri tegund heilahimnu- bólgu í vor og frumskýrslu land- læknis um málið, hefur Lækna- vaktin sent frá sér tilkynningu. Læknavaktin vill koma því á framfæri að læknar vaktarinnar komu hvergi að þessu alvarlega og afdrifaríka máli og harmar umfjöllun um drögin sem hún tel- ur ótímabæra. ■ BJÖRGUN BÚKOLLU 180 tonna grafa var sótt til að ná búkollu upp. Vopnafjörður: Búkolla fór í sjóinn SLYS Vörubíll, svokölluð búkolla lenti út í sjó þegar kantur á brim- varnargarði í Vopnafjarðarhöfn gaf sig í gær. Bílstjórinn komst af sjálfsdáðum úr bílnum og upp á þurrt land. Hann sakaði ekki. Að sögn lögreglunnar á Vopna- firði varð óhappið þegar bílstjórinn var að snúa bílnum til að geta sturt- að af pallinum. Kanturinn á brim- varnargarðinum gaf sig undan 50 tonna þungum bílnum sem rann í sjóinn án þess að bílstjórinn fengi neitt við ráðið. Bíllinn lenti á grynn- ingu og stóð því hús bílsins og helmingur pallsins upp úr sjónum. Til að ná vörubílnum úr sjónum var náð í 180 tonna gröfu í grjótnámu í nágrenni Vopnafjarðar. ■ M YN D /B JAR KI Fíkniefni: Fundust við húsleit FÍKNIEFNI Þrír menn á aldrinum 20 til 24 ára eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði eftir að fíkniefni, neysluá- höld og peningar fundust í tveimur húsleitum á þriðjudagskvöld. Húsleitirnar voru framkvæmd- ar að fengnum úrskurði Héraðs- dóms Vestfjarða. Fjórir voru hand- teknir en einum hefur verið sleppt eftir að hafa viðurkennt að hafa keypt fíkniefni af einum þeirra sem eru í haldi. Málið er rannsakað sem fíkni- efnadreifingarmál og gefur lög- regla hvorki upp tegund né magn fíkniefnanna né hversu miklir pen- ingar fundust í húsleitunum. ■ HVÍTA HÚSIÐ NÆST? Breskir veð- bankar eru farnir að taka við veðmál- um þeirra sem telja að Schwarzeneg ger eigi eftir að enda í embætti for- seta Banda- ríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.