Fréttablaðið - 09.10.2003, Side 6

Fréttablaðið - 09.10.2003, Side 6
6 9. október 2003 FIMMTUDAGUR ■ Leiðrétting GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75.95 -0.39% Sterlingspund 126.15 -1.18% Dönsk króna 12.06 -0.19% Evra 89.6 -0.20% Gengisvístala krónu 125,94 -0,18% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 257 Velta 5.169 m ICEX-15 1.841 0,51% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 249.200.017 Fjárfestingarf. Straumur hf. 175.644.104 Grandi hf. 110.445.000 Mesta hækkun Landssími Íslands hf. 4,31% Tryggingamiðstöðin hf. 2,11% Vinnslustöðin hf. 1,41% Mesta lækkun Vátryggingafélag Íslands hf. -1,59% Grandi hf. -1,43% SÍF hf. -1,11% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.606,8 -0,5% Nasdaq* 1.890,1 -0,9% FTSE 4.268,6 -0,1% DAX 3.395,3 1,2% NK50 1.326,4 0,1% S&P* 1.034,8 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða breyting hefur orðið á hlutfalliframlaga Íslands til þróunarmála síð- ustu ár? 2Hvað heitir fráfarandi fylkisstjóriKaliforníu? 3Hverjum er spáð sigri í Íslandsmótumkarla og kvenna í körfubolta? Svörin eru á bls. 39 SVÍÞJÓÐ Saksóknari í Stokkhólmi hefur farið fram á það að gæslu- varðhald yfir Mijailo Mijailovic sem grunaður er um að hafa myrt utanríkisráðherrann Önnu Lindh, verði framlengt til 24. október. Mijailovic neitar enn sök og krefst verjandi hans þess að hann verði látinn laus. Sænska lögreglan hefur fengið í hendurnar niðurstöður úr DNA- rannsókn á lífsýnum sem fundust á morðvopninu. Niðurstöðurnar hafa ekki verið gerðar opinberar en tals- maður lögreglunnar segir að þær styrki málið gegn Mijailovic. Sænskir fjölmiðlar túlka þessa yfir- lýsingu á þann veg að sýnin á hnífn- um hafi komið heim og saman við DNA Mijailovics. Lögreglan hefur ekki lokið rann- sókn málsins og því er ekki hægt að gefa út ákæru á hendur Mijailovic að svo stöddu. Að ósk verjanda Mijailovics, Peter Althin, verður hann dreginn fyrir dómara að nýju í dag og farið yfir þau sönnunar- gögn sem lögreglan hefur í hönd- unum. Althin heldur því fram að ekki séu forsendur fyrir því að framlengja gæsluvarðhaldið. ■ Enginn ofsæll af atvinnuleysisbótum Stjórnarandstæðingar deildu hart á félagsmálaráðherra fyrir að skerða rétt til bóta við upphaf atvinnuleysis. Hann sagði til greina koma að hækka bætur og jafnvel að tengja þær fyrri launum fólks. ALÞINGI „Vissulega er enginn of- sæll á þeim atvinnuleysisbótum sem við bjóðum upp á. Það er þess vegna sem við ætlum að endur- skoða kerfið,“ sagði Árni Magnússon fé- l a g s m á l a r á ð - herra í lok um- ræðu um at- vinnuleysisbæt- ur í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar höfðu sótt hart að honum fyrir að minn- ka rétt atvinnulausra. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, hóf um- ræðuna og furðaði sig á því að fólk sem missti vinnuna fengi engar atvinnuleysisbætur fyrstu þrjá dagana. Hann rifjaði upp stefnumótun á landsþingi Fram- sóknarmanna síðasta vor um að hækka ætti atvinnuleysisbætur. „Á dauða mínum átti ég von, en ekki því sem síðar birtist í fjár- lagafrumvarpinu að það yrði skerðing á atvinnuleysisbótum.“ Félagsmálaráðherra svaraði ræðu Steingríms og sagði að á næstu vikum myndi hann setja í gang formlega vinnu við endur- skoðun atvinnuleysisbóta. „Þar kemur meðal annars til álita að hækka bæturnar, að taka tillit til launa einstaklings sem verður at- vinnulaus og fleira.“ Stjórnarandstæðingar tóku til máls hver á fætur öðrum. Sigur- jón Þórðarson, Frjálslynda flokkinum, sagði félagsmálaráð- herra byrja störf sín undarlega með því að ráðast að kjörum at- vinnulausra. Kolbrún Halldórs- dóttir, Vinstri-grænum, sagði fyrirhugaðar breytingar sorgar- tíðindi og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, sagði kjör atvinnulausra svo slæm að þeir þyrftu að leita til hjálparstofnana og félagsþjónust- unnar. „Veit hæstvirtur ráðherra ekki að kjör atvinnulausra á Norð- urlöndum eru snöggtum betri en hér á landi?“ spurði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- ar, í kjölfar orða ráðherra um að með upptöku biðtíma við upphaf greiðslu atvinnuleysisbóta væri verið að færa kerfið til samræmis við atvinnuleysisbótakerfin á Norðurlöndum. Lítið fór fyrir nærveru stjórn- arþingmanna og varð það Magn- úsi Þór Hafsteinssyni, varafor- manni Frjálslyndra, að umræðu- efni. „Hvers vegna flýja stjórnar- þingmenn alltaf þegar koma upp erfið mál.“ Einn stjórnarþingmað- ur var eftir í salnum. Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, og þótti honum lítið til málflutnings stjórnarandstæðinga koma. brynjolfur@frettabladid.is Borgarleikhús: Ópera kostar 843 milljónir SVEITARSTJÓRNIR Kostnaður við að breyta Borgarleikhúsinu í 850 sæta óperuhús nemur 843 milljónum króna. Þetta er niðurstaða Verk- fræðistofunnar VSÓ sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. VSÓ leggur til þrjár leiðir sem eiga það sameiginlegt að minnka hallann á salargólfinu og bæta við svölum. Kostnaðurinn við að breyta salnum þannig að hann taki 693 gesti er 367 milljónir króna en 422 milljónir fyrir 746 gesti. VSÓ segir að viðbótarstofnkostnaður við fyrir- hugað tónlistar- og ráðstefnuhús yrði 1.700 milljónir ef gera ætti það hæft til óperuflutnings. ■ 41.560 kr.* Sta›greitt á mann í tvíb‡li í 2 nætur á Hotel Mount Royal. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 24 51 10 /2 00 3 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Njóttu Edinborgar undir lei›sögn Kjartans Trausta, hann er mættur á sta›inn. Edinborg - fegursta borgin - ekki spurning. Flogi› í beinu flugi til Glasgow og eki› til Edinborgar. *Innifali›: Flug, skattar,akstur til og frá flugvelli, gisting m/morgunv. og íslensk fararstjórn. Ver› frá Fyrir mistök var sagt frá því í frétt í blaðinu í gær að lækka ætti stöðumælasektir úr 1.500 krónum í 950. Hið rétta er að samgöngunefnd Reykjavíkur hef- ur ákveðið að beina þeim tilmæl- um til borgarráðs að veita á ný afslátt þeim sem greiða innan þriggja daga frá útgáfu sektar. GATNAMÓT VIÐ HVASSAHRAUN Tvöföldun rúmlega 12 kílómetra kafla er á áætlun. Reykjanesbraut: Tvöföldun á áætlun SAMGÖNGUR Jóhann Bergmann, deildarstjóri yfir framkvæmdum Vegagerðarinnar í Reykjanesum- dæmi, segir vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar ganga eftir áætl- un. Upphaflega var boðinn út 8,6 kílómetra kafli suður frá Hvassa- hrauni í Hafnarfirði. Gerður var viðbótarsamningur um 3,5 kíló- metra. Þessum 12,1 kílómetra áfan- ga að Strandarheiði á að vera lokið 1. desember á næsta ári. Jóhann segir vinnuna um það bil hálfnaða. Hönnun á framhaldi tvöföldunar- innar allt til Reykjanesbæjar, um 12 kílómetra leið, er að verða lokið. Að sögn Jóhann verður sú götulýsing sem þegar er fyrir hendi við norð- anverða Reykjanesbraut látin duga fyrst um sinn fyrir hinn nýja tvö- falda veg. Þó verði lýsing aukin í kring um mislæg gatnamót. „Það eru aðrir möguleikar í skoðun fyrir framtíðina ef þetta reynist ekki nóg,“ segir Jóhann. ■ SVÍAR SYRGJA Þjóðarsorg ríkti í Svíþjóð í kjölfar morðsins á utanríkis- ráðherranum Önnu Lindh. Ákæruvaldið óskar eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi: Málið gegn Mijailovic styrkist ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Hér er um að ræða þriggja daga skerðingu einu sinni á fimm árum sagði félagsmálaráð- herra og fannst sem þingmenn misskildu breytinguna. „Á dauða mínum átti ég von. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.