Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2003, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.10.2003, Qupperneq 10
10 9. október 2003 FIMMTUDAGUR ALÞINGI „Engin könnun hefur verið gerð á áhrifum hvalveiða á ferða- þjónustu á undanförnum vikum,“ svaraði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þing- manns Samfylkingar. Hann sagði að næsta ár yrðu gerðar almennar kannanir þar sem fram komi upp- lýsingar um fjölmarga áhrifavalda á val ferðamanna. „Fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu okkur heim í ágúst og september eru verulega fleiri en undanfarin ár,“ sagði Sturla og bætti við að af því mætti ráða að hrefnuveiðar hefðu ekki dregið úr straumi ferðamanna hingað til lands. Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, sagði reynsluna frá Noregi þá að veiðarnar hefðu ekki áhrif að ráði. Hann sagði þó of snemmt að segja til um það hér. Ef áhrifin væru ein- hver, sem hann efaðist um, kæmu þau fyrst fram á næsta ári. „Ég verð að segja að það er ámælisvert að ferðamálaráðherra hafi ekki gert neina könnun og virð- ist ekki ætla að gera neina könnun á því,“ sagði Ásta Ragnheiður og ít- rekaði að ekkert væri vitað um hver áhrifin væru. ■ Framkvæmdaráðið í Írak: Vill ekki tyrkneskan her ANKARA, AP Tyrkneska þingið sam- þykkti að verða við beiðni Banda- ríkjamanna um að senda allt að 10.000 manna herlið til friðar- gæslu í Írak. Alls samþykktu 358 þingmenn að veita heimildina en 183 voru andvígir. Flokkur Erdog- ans, forsætisráðherra Tyrklands hefur 367 sæti af 550 í tyrkneska þinginu. Trúlega hefur vegið þungt að bandaríkjastjórn hefur boðið Tyrkjum fjárhagsaðstoð upp á 8,5 milljarða dollara eða rúmlega 650 milljarða íslenskra króna en aðstoðin er háð því að Tyrkir taki þátt í uppbyggingar- starfinu í Írak. Almenningur í Tyrklandi hefur mótmælt ákvörðun ríkisstjórnar landsins og voru mótmælastöður víða. Framkvæmdaráð Íraks hefur lýst efasemdum vegna samþykkt- ar Tyrklands. Fulltrúi Kúrda í ráð- inu segir framkvæmdaráðið hafa hafnað því samhljóða að Tyrkir sendu herlið til friðargæslu í Írak. „Þetta er rangt og mun alls ekki bæta ástandið í Írak,“ sagði Mahmoud Othman, fulltrúi Kúrda í framkvæmdaráðinu. Óvíst er hver áhrif samþykkt framkvæmdaráðsins hefur en Pual Bremer, landsstjóri hefur síð- asta orðið í þeim efnum. ■ Innkalla áfenga drykki: Brotna í höndunum AMSTERDAM, AP Bacardi Martini verksmiðjurnar í Hollandi hafa innkallað hátt á annað hundrað þúsund flöskur af drykknum Breezer vegna galla í flöskunum. Drykkurinn var nýlega markaðs- settur í nokkrum löndum í 70 sen- tilítra flöskum en mörg dæmi eru um að flöskurnar hafi brotnað í höndum neytenda við litla hrifningu þeirra. Að minnsta kosti 35.000 flöskur með drykknum voru innkallaðar í Belgíu og 50.000 til 100.000 flösk- ur í Hollandi. Ekki er gefið upp hve margar flöskur voru innkall- aðar í Englandi. Verslanir hafa verið hvattar til að fjarlægja drykkinn þar til vandamálið sem veldur því að flöskurnar brotna svo auðveldle- ga hefur verið leyst og flöskurnar gerðar öruggari. ■ Matur í skólum: Innheimta má hærra verð MENNTAMÁL Fræðsluráði Reykja- víkurborgar er heimilt innheimta hærra gjald fyrir matarskammt barna í fimmta bekk en innheimt er fyrir matarskammta fjórða bekkjar nema þrátt fyrir að mat- arskammtarnir séu jafn stórir. Fé- lagsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa kveðið upp úr um kæru frá for- ráðamönnum Ingunnarskóla. Matur nemenda í 1. - 4. bekk er niðurgreiddur af borgaryfirvöld- um en foreldrar barna í 5. - 7. bekk greiða fullt gjald. Félags- málaráðuneytið segir þetta í lagi þar sem byrjað hafi verið að bjóða heitan mat fyrir yngstu börnin en matur fyrir eldri börnin tekinn upp til að koma til móts við þau og foreldra þeirra. ■ STÖÐVUM ÍRAKSSTRÍÐIÐ Innrásarstríðið gegn Írak mætir mikilli andstöðu meðal Tyrkja. Ákvörðun Erdogans, forsæt- isráðherra landsins um að senda allt að 10.000 manna herlið til Íraks olli miklu uppnámi heima fyrir. Fertugur maður Eins árs fangelsi DÓMUR Síbrotamaður á fertugs- aldri var dæmdur í eins árs fang- elsi fyrir innbrot, þjófnað, skjala- fals, eignarspjöll og ölvunarakst- ur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maður á þrítugsaldri sem átti þátt í hluta málanna var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þá var tvítug stúlka dæmd í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir ávísanafals. Síbrotamaðurinn hefur hlotið alls nítján refsidóma frá árinu 1983 meðal annars fyrir, brennu, líkamsárás, þjófnað, fjárdrátt og fíkniefnabrot. Dómurinn tók fyrri brot til hegningarauka við. ■ Þingmenn ræddu áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu: Áhrifin ekki skoðuð STURLA BÖÐVARSSON Gerir almenna könnun á næsta ári en ekki sérstaka könnun um áhrif hvalveiða. Svonaerum við NÝ FYRIRTÆKI Í LANDBÚNAÐI 1995 10 1996 21 1997 27 1998 22 1999 24 2000 40 2001 32 2002 81 Heimild: Hagstofan

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.