Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 9. október 2003
Íslenski dansflokkurinn kynnir nýtt verk eftir hollenska danshöfundinn
Lonneke van Leth, frumsamið fyrir Íslenska dansflokkinn.
„The Match“ er landsleikur í knattspyrnu milli Íslands og Hollands
með rífandi stemmingu og grípandi tónlist. Á efnisskránni er einnig
verðlaunaverk Guðmundar Helgasonar, „Party“, og „Symbiosis“
eftir Itzik Galili.
Sýningar: 9. (frumsýning), 12., 18. og 30. október, 2., 7. og 16 nóvember.
Miðasala í Borgarleikhúsinu. Sími: 588 0900.
Ísland – Holland í Borgarleikhúsinu
BORGARMÁL Borgaryfirvöld neita
að fjarlægja fimmtíu ára gamalt
tré sem féll við íbúðarhúsnæði í
Sigtúni í hvassviðrinu á þriðju-
dagskvöldið.
Anna Heiða Guðrúnardóttir
garðyrkjufræðingur og íbúi í
húsinu þar sem tréð féll segir að
tréð vegi líklega um fjögur tonn.
Það hafi fallið í bakgarði húss-
ins og eyðilagt girðingu sem þar
sé. Hún segist hafa hringt í
garðyrkjustjóra Reykjavíkur-
borgar og spurt hvort borgin
gæti hjálpað til við að flytja
tréð, en fengið þau svör að það
gerði hún ekki þar sem tréð
hefði staðið á einkalóð. Það sé í
umsjá íbúa að sjá um umhirðu
eigin lóða.
Anna Heiða segist hafa orðið
undrandi á þessu svari garð-
yrkjustjóra því varla sé hægt að
líta svo á að um almenna um-
hirðu sé að ræða þegar tré falli í
hvassviðri. Hún segist ekki vita
hver kostnaðurinn sé við að
fjarlægja tréð, en líklega sé
hann þó nokkur. Ljóst sé að bæði
þurfi krana og vörubíl við fram-
kvæmdina, sem og töluverðan
mannskap.
„Við erum tvær sem búum í
þessu húsi og svo virðist sem við
verðum að borga þetta allt sjálf-
ar,“ segir Anna Heiða. „Reyndar
stendur borgin árlega fyrir vor-
hreinsun og það er náttúrlega
spurning hvort við neyðumst til
að láta tréð liggja hérna í vetur
og láta borgaryfirvöld síðan fjar-
lægja tréð í vor.“ ■
FJÖGURRA TONNA GLJÁVÍÐIR
FÉLL Í HVASSVIÐRI
Anna Heiða Guðrúnardóttir og
Fríða Kristín Gísladóttir, íbúar í Sig-
túni, þurfa sjálfar að standa straum
af kostnaði við að fjarlægja tréð.
Borgin neitar gera það.
Borgin fjarlægir ekki fjögurra tonna tré:
Risagljávíðir féll í hvassviðri
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
MIÐAR VEL
Gæslan æfir fallbyssuskot.
Landhelgisgæslan:
Halda sér
í æfingu
VARNARMÁL Skipverjar á varðskip-
inu Ægi æfðu sig nýlega í að skjó-
ta af fallbyssum skipsins. Byssur
skipsins eru nokkuð gamlar en
nothæfar. Í frétt frá Landhelgis-
gæslunni segir að skipverjar hafi
æft sig með því að skjóta á dunk
sem komið var fyrir í hæfilegri
fjarlægð.
Í tilkynningunni segir að vel
hafi gengið að hitta skotmarkið
þótt skipverjar fái aðeins tvisvar
á ári tækifæri til þess að þjálfa
skothæfnina. ■
Ung móðir:
Rænd við
leikskóla
RÁN Handtösku ungrar móður var
rænt í gær er hún sótti barn sitt á
leikskólann Grænuborg á Skóla-
vörðuholti. Í töskunni voru ýmis
verðmæti, lyklar og fleira. Alvar-
legasta tjónið er þó að í töskunni
var afsal af íbúð sem móðirin
hafði fengið afhenta deginum
áður.
Að sögn föður konunnar var
það unglingspiltur sem rændi
töskunni en í vitorði með honum
var ung stúlka. Móðirin hljóp
stúlkuna uppi og tók lögregla
hana til yfirheyrslu. Stúlkan veitti
mikla mótspyrnu þegar hún var
hlaupin uppi, sló frá sér og beit
ungu móðurina.
Faðir fórnarlambsins óskar
eftir því að íbúar í grennd við
Grænuborg fylgist með því hvort
taska hafi verið skilin eftir ein-
hvers staðar, svo sem milli garða
eða í ruslageymslum. ■
Kringlan:
Metaðsókn
VERSLUN Um 450 þúsund manns
lögðu leið sína í Kringluna í sept-
ember, það er um 50 þúsund fleiri
viðskiptavinir en á sama tíma í
fyrra. Er þetta mesta aðsókn í
septembermánuði frá opnun
Kringlunnar árið 1987. Fjöldi við-
skiptavina það sem af er árinu
hefur aukist um 2% frá fyrra ári.
Nýjar verslanir hafa opnað þar
að undanförnu. ■