Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 12
12 9. október 2003 FIMMTUDAGUR ■ Hafnarfjörður RÚMENÍA, AP Yfirvöld í Rúmeníu hafa slátrað rúmlega 100 svínum og lokað fyrir viðskipti með svína- kjöt í norðvesturhluta landsins vegna skæðrar svínapestar sem herjar á skepnurnar. Pestin kom upp í síðasta mán- uði í nágrenni borgarinnar Turda en rúmlega 9.000 svín eru á svæð- inu. Óttast er að slátra þurfi enn fleiri skepnum. Svínabændum í nágrenninu hefur verið bannað að selja afurð- ir sínar og þá hefur útflutningur svínakjöts frá Rúmeníu verið stöðvaður í bili. Rúmenar flytja landbúnaðarafurðir einkum til ná- grannalanda sinna, Búlgaríu, Úkraínu og Ungverjalands. Svínapest berst ekki í menn en getur borist í aðrar skepnur, til dæmis nautgripi og fugla. Svínapest orsakar miklar inn- vortisblæðingar og dregur skepn- una til dauða á örfáum dögum. Ekkert aðildarlanda Evrópu- sambandsins flytur inn landbún- aðarafurðir frá Rúmeníu en á því kann að verða breyting eftir að Rúmenía verður aðili að ESB árið 2007. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Við vorum rúma mílu frá landi þegar gúmmí- barki af plógnum fór í skrúfuna. Það var ekkert hægt að gera nema henda út akkeri og bíða,“ segir Randver Sigurðsson, skip- stjóri á Fossá ÞH 362, en óhapp- ið varð um hálf sjö á þriðjudags- kvöld. Björg Jónsdóttir ÞH 321 frá Húsavík kom skipinu til hjálpar og tók það í tog til Seyð- isfjarðar Randver segir að upp úr klukkan hálf átta hafi verið kom- inn suðaustanátt, 12 til 15 metrar á sekúndu. „Sjórinn var slæmur og akkerið slitnaði upp. Okkur rak beint að landi, þannig að við hentum út öðru akkeri sem hélt.“ Um níuleytið var björgunar- sveitin á Þórshöfn komin í fjör- una og segir Randver að mjög gleðilegt hafi verið að sjá ljósin frá þeim. Á svipuðum tíma kom trillan Digranes frá Bakkafirði til að vera fjögurra manna áhöfninni á Fossá til halds og trausts. „Þeir biðu við hliðina á okkur þar til Björgvin var búinn að setja í okkur festar. Það var glæsilegt,“ segir Randver. Björg Jónsdóttir ÞH tók Fossá ÞH í tog um ellefuleytið og fóru með skipið til Seyðisfjarðar. Randver segir að það hafi verið svo vont í sjóinn að hvorki hafi verið þorandi að fara inn í Vopnafjörð né norður fyrir land- ið. „Við héldum undan veðrinu og ferðin austur gekk mjög vel.“ Fossá hélt heim til Þórshafnar síðdegis í gær eftir að kafari hafði losað barkann frá skrúf- unni. Skipverjar bjuggust við því að fara ekki aftur á veiðar fyrr en um helgina en á Þórshöfn þurfa þeir að fá nýjan gúmmí- barka við plóginn og nýtt akkeri í stað þess sem slitnaði frá. Fossá hafði farið frá Þórshöfn um klukkan ellefu á þriðjudags- morguninn og var búin að vera á veiðum í rétt rúma tvo tíma og var komið með 30 til 40 tonna afla þegar óhappið varð. hrs@frettabladid.is Geðræn vandamál í Hafnarfirði: Samráð ekki nægt HEILBRIGÐISMÁL Haukur Haralds- son sálfræðingur segir stofnanir í Hafnarfirði ekki vinna nægjan- lega vel saman að því að finna og nálgast börn og unglinga sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála. Haukur lýsti þessari skoðun sinni á fundi með forvarnarnefnd Hafnarfjarðarbæjar. Í fundargerð nefndarinnar segir að Haukur telji skorta á eftirfylgni og stuðningi eftir formlega meðferð. Vísir að slíku hafi verið að þróast en meira þurfi til. Samhæfingu og samráð vanti milli stofnana. Það bitni á börnunum. Ná þurfi til félagslega einangraðra unglinga áður en vandamál þeirra verði alvarleg. ■ Hokkaido skelfur enn: Þrír skjálftar yfir 6 á Richter TÓKÍÓ, AP Nokkrir snarpir jarð- skjálftar riðu yfir Hokkaido í Jap- an í gær. Sá sterkasti reið yfir klukkan rúmlega 9 að íslenskum tíma í gærmorgun og mældist hann 6.3 á Richter. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki og eignatjón er ekki sagt mikið. Vís- indamenn vara enn við stórum skjálfta, á borð við þann sem skók Hokkaido fyrir hálfum mánuði. Þá slösuðust 700 manns. ■ Leikskólar í Hafnarfirði: Fimm vikna sumarlokun SVEITARSTJÓRNIR Fræðsluráð Hafn- arfjarðar vill að leikskólar bæjar- ins verði lokaðir í fimm vikur á sumrin næstu þrjú ár. Gert er ráð fyrir tveimur fimm vikna tímabilum á hverjum sumri þannig að um helmingur skólanna loki hvort tímabil. Fulltrúi foreldra leikskólabarna á fundi fræðsluráðs lýsti sig andvígan áformunum: „Í ljósi könnunar sem gerð var í leik- skólum Hafnarfjarðar mótmæli ég lokun leikskólanna í fimm vikur og myndi heldur vilja hafa þær fjór- ar,“ bókaði fulltrúinn. Næsta sumar hefjast lokunartímabilin 21. júní og 12. júlí. ■ Skæð svínapest í Rúmeníu: Útflutningur stöðvaður SVÍNAPEST Svínastofninn í norðausturhluta Rúmeníu er í hættu vegna skæðrar svínapestar sem geysar þar. Búið er að slátra yfir 100 skepnum en yfirvöld óttast að nauðsynlegt geti reynst að slátra enn fleiri. Fossá ÞH 362 rak að landi í vondu veðri eftir að gúmmíbarki lenti í skrúfu skipsins. Björg Jónsdóttir ÞH 321 tók skipið í tog til Seyðisfjarðar þar sem losað var úr skrúfunni. RANDVER SIGURÐSSON SKIPSTJÓRI Randver segir að gleðilegt hafi verið að sjá ljós frá björgunarsveitinni í fjörunni á meðan beðið var hjálpar. M YN D /G U LL I LEIKFÉLAGIÐ FÆR LÆKJARSKÓLA Leikfélag Hafnarfjarðar fær inni í gamla Lækjarskóla eins og fé- lagið vildi. Þetta segir þjónustu- og þróunarráð Hafnarfjarðar í samræmi við nýtingu skólans sem mennta- og menningarset- urs. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks vill fá öll gögn varðandi samn- inga við leikfélagið. UNGLINGAR HEIMA Á KVÖLDIN Ekki mun vera mikið um að ung- lingar í Hafnarfirði séu á ferli ut- andyra eftir að útivistartíma lýk- ur. Slæmt veður og vel upplýstir foreldrar eru taldar vera líklegar skýringar að því er fram kom á fundi fornvarnarnefndar Hafnar- fjarðar. Fossá bjargað steinsnar frá landi EITURLYFJABÁL Fjöldi manna fylgdist með þegar íranska lögreglan brenndi 40 tonn af ólöglegum eiturlyfjum í Teheran. Um var að ræða hluta af þeim fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á í Íran undanfarna tólf mánuði. FOSSÁ Í SEYÐISFJARÐARHÖFN Fjögurra manna áhöfn Fossá komst heil og höldnu til Seyðisfjarðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.