Fréttablaðið - 09.10.2003, Page 17

Fréttablaðið - 09.10.2003, Page 17
er 56 ára gamall austurrískur innflytjandi. Hann er fæddur í bænum Thal í suðurhluta Austur- ríkis og ólst þar upp. Faðir hans Gustav, var lögreglumaður í Thal og félagi í Nasistahreyfingunni. Schwarsenegger mátti fyrir nokkrum árum glíma við ásakan- ir um að faðir hans hefði framið stríðsglæpi. Til að taka af allan vafa í þeim efnum gaf Schwarzenegger nokkur hundruð þúsund dollara til stofnunar Simons Wiesenthal sem að lok- inni rannsókn gaf út þá yfir- lýsignu að faðir leikarans hefði enga stríðsglæpi framið. Schwarzenegger var atvinnu- maður í vaxtarrækt á sínum yngri árum og margfaldur heimsmeistari í þeirri grein, en snéri sér síðan að kvikmyndaleik. Hann er giftur sjónvarpskonunni Mariu Shriver, sem er systur- dóttir Johns F. Kennedys fyrrum Bandaríkjaforseta. Schwarzenegger fetar nú í fót- spor annars kvikmyndaleikara, Ronalds Regans. Sá munur er þó á að Schwarzenegger er innflytj- andi og talaði varla stakt orð í ensku þegar hann kom til Banda- ríkjanna með tvær hendur tómar. Víða um heim hafa menn lýst undrun og ánægju með sigur kvikmyndastjörnunnar Arnolds Schwarzeneggers í ríkisstjóra- kosningunum í Kalíforníu í nótt. Hvergi var fögnuðurinn þó meiri en í Tal í Austurríki þar sem Schwarzenegger fæddist. Margir fylgdust með sjónvarpi fram undir morgun og fögnuðu þegar sigurræða Schwarzeneggers var sýnd í sjónvarpi með þýsku tali. „Hann er úr okkar hópi. Þetta mun koma okkur framar á sviði alþjóðamála,“ sagði Waltraud Klasnic, fylkisstjóri Styria, fæð- ingarfylkis Schwarzeneggers. ■ FIMMTUDAGUR 9. október 2003 Arnold Schwarzenegger 47,6% Cruz M. Bustamante 32,7% Tom McClintock 13,2% Hvort sem flú ert me› A, B, C e›a D fiá finnur›u fiér best fia› sem passar hjá Okkur S M Á R A L I N D Ævint†ralegt úrval, bæ›i litir og sni›. Brjóstahaldarar frá 1.690 kr. 500 kr. af hverjum seldum brjóstahaldara 6.-16. okt. renna til Samhjálpar kvenna. debenhams Komdu í ókeypis mælingu og rá›gjöf. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 24 64 10 /2 00 3 Peter Miguel Camejo 2,8% Aðrir 3,7% Á Gray Davis að víkja úr embætti? NEI 45,8% JÁ 54,2% GRAY DAVIS Fráfarandi ríkisstjóra virtist brugðið þegar niðurstaða kosninganna blasti við. Hann þurfti nokkra stund til að jafna sig áður en hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. Nóbelsverðlaun í efnafræði: Til Bandaríkjanna STOKKHÓLMUR Bandarísku vísinda- mennirnir Peter Agre og Roder- ick MacKinnon deila Nóbelsverð- laununum í efnafræði í ár. Verð- launin fá þeir fyrir að uppgötva og rannsaka rásir í frumuhimn- um. Agre starfar hjá Johns Hopk- ins háskólanum í Baltimore en MacKinnon stundar rannsóknir hjá Howard Hughes Medical Institute í Rockefeller-háskólan- um í New York. Uppgötvanir Agre og MacKinnon hafa meðal annars þýðingu fyrir rannsóknir á krabbameini, að því er fram kem- ur á fréttavef BBC. Vísindamennirnir tveir deila með sér verðlaunafénu sem nem- ur tæpum 100 milljónum ís- lenskra króna. ■ NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Bandaríkjamaðurinn Roderick MacKinnon deilir Nóbelsverðlaununum í efnafræði með landa sínum Peter Agre.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.