Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 20
20 9. október 2003 FIMMTUDAGUR ■ Andlát Þýski auðkýfingurinn ÓskarSchindler lést á þessum degi fyrir 29 árum, 66 ára gamall. Hon- um er talinn hafa bjargað um 1200 gyðingum frá útrýmingarbúðum Nasista. Sjálfur var hann í Nas- istaflokknum og rak í skjóli þeirra verksmiðju í Póllandi, eftir að Þjóðverjar hertóku landið, og réði að mestu til sín gyðinga úr gettó- unum svokölluðu. En svo ákváðu Nasistar að tæma gettóin og koma gyðingun- um fyrir kattarnef í útrýmingar- búðum. Schindler framdi þá hetjudáð sína og fékk yfirmenn þýska hersins til að flytja gyðinga sína í vinnubúðir sínar í Plaszov. Og með því bjargaði hann þeim frá útrýmingu en árið 1944 leit út fyrir að fokið væri í flest skjól fyrir Schindler og gyðingana hans því herinn ákvað að flytja skyldi alla gyðinga sem eftir voru í Pól- landi til Auschwitz. Schindler tók sig þá til og mútaði ýmsum máls- metandi mönnum innan hersins og fékk að lauma gyðingunum 1200 til Tékkóslóvakíu. Þar náði hann að halda þeim við vinnu þar til stríðinu lauk. En þá var hann orðinn gjaldþrota. Óskar Schindler var jarðaður með kaþólskum hætti í Ísrael. ■ JOHN LENNON Hefði orðið 63 ára í dag ef hann hefði lif- að en þessi goðsögn lést 1980. Hann deil- ir deginum með syni sínum, Sean Lennon, sem fæddist 1975 og var því 5 ára þegar pabbi hans dó. 9. október ■ Þetta gerðist 1813 Giuseppe Fortunino Frencesco Verdi fæðist. 1855 Isaac Singer fær einkaleyfi fyrir saumavélamótornum. 1963 2.000 manns farast í Norður Ítalíu þegar stíflan Vaiont gefur sig. 1967 Che Guevara er tekinn af lífi af bólívískum hersveitum. 1975 Andrei Sakharov fær friðarverðlaun Nóbels af því að hann hannaði vetnissprengju. Hann fékk ekki leyfi frá yfirvöldum í Sovétríkjun- um til að fara og taka við verð- laununum. 1940 Dómkirkja Sankti Páls í London er að hluta sprengd í loftárás þýska flughersins. 1965 Yesterday með Bítlunum er á toppi bandaríska listans. 1973 Priscilla Presley skilur við Elvis. ÓSKAR SCHINDLER Bjargaði 1200 gyð- ingum. LIAM NEESON Lék Óskar Schindler. Óskar Schindler deyr ÓSKAR SCHINDLER ■ Maðurinn sem bjargaði 1200 gyðing- um frá helför Nasista lést á þessum degi fyrir 29 árum. Hann var gerður ódauðleg- ur í kvikmynd Steven Spielberg, Listi Schindlers. 9. október 1974 Í lyftu í vinnuna Dagurinn í dag verður einshver annar dagur í vinnu en í kvöld fæ ég að velja mér mat að mínu skapi,“ segir Jóhannes Long ljósmyndari sem á tvö ár í sextugt í dag. Jóhannes hefur boðið börnum sínum þremur sem öll eru upp- komin, barnabörnum og ömmun- um tveimur í svínabóg með öllu sem tilheyrir. Hann á allt eins von á að fá eitthvað í afmælisgjöf því á hans heimili tíðkast að gefa gjaf- ir á af því tilefni. „Á mínu heimili fær enginn að velja sér afmælis- gjöf því við höldum sterkt í þá hefð að halda leyndu hvað pakk- arnir geyma og það kemur alltaf á óvart. Við höfum gaman af þeim sið og það sama gildir um jólin. Það er því alltaf spenningur sem fylgir því að taka upp pakka „ seg- ir Jóhannes hlæjandi. Jóhannes er ljósmyndari og rekur eigin stofu við Ásholtið. Hann býr í sama húsi og fer í vinnuna með lyftu ólíkt flestum öðrum. Hann segist átta sig á því hvað hann hafi það gott þegar hann þarf af einhverjum ástæðum út í umferðina á morgnanna. „Það er ótrúlega þæglegt að vinna í sama húsi en við hjónin seldu hús- ið okkar fyrir nokkrum árum og fluttum í íbúð. Þess í stað eigum við frístundahús undir Hestfjalli í Grímsnesinu sem við sækjum mikið. Ætli við séum ekki hundrað nætur á ári þar. Við höfum ræktað vel í kringum það og það kom okk- ur á óvart hvað við höfum gaman af að hokra í moldinni. Á þeim sextán árum sem við höfum verið þar höfum við náð upp miklum gróðri, erum farin að grisja og notum í eldinn.“ Á ljósmyndastofu Jóhannesar er nóg að gera. Hann segist ekki sérhæfa sig í neinu enda sé það hæpið í litlu fyrirtæki. „Ég tek að mér alls kyns verkefni, mynda hluti fólk og það sem ég er beðinn um hverju sinni,“ seg- ir hann og játar að það sé alltaf eitthvað um að fólk vilji fjöl- skyldumyndatökur. „Stórfjöl- skyldan lætur mynda sig saman og fólk hefur mjög gaman af að eiga þannig myndir. Sem betur fer er það ekki horfið þrátt fyrir tæknina sem gerir fólki kleift að mynda sjálft heima en gæðin verða aldrei þau sömu eins og eftir fagmann í myndveri“ segir Jóhannes Long ljósmyndari sem þarf að drífa sig í að mynda alt- aristöflu fyrir austan fjall. ■ Frá hugmynd að fullunnu verki Plötusmíði Hönnun: Gísli B. HAUSTDAGAR Í HÓLAGARÐI 9. 10. og 11. október. Tilboð, vörukynningar og uppákomu HÓLAGARÐUR Lóuhólum 2-6 Þ. Ragnar Jónasson fræðimaður og fyrr- um bæjargjaldkeri, Hlíðarvegi 27, Siglu- firði, andaðist mánudaginn 6. október. Baldur Einarsson Steinholti, Eskifirði, lést aðfaranótt þriðjudagsins 7. október. Helga Jóhanna Þorsteinsdóttir Reyni- hvammi, Garði, er látin. Finndís Guðmundsdóttir frá Smyrlahóli, Haukadal í Dalasýslu, lést laugardaginn 27. september. Útför hennar fór fram í kyrrþey 6. október. 15.00 Margrét Jónsdóttir Hrafnistu, Öldutúni 6, Hafnarfirði, verður jarðsung- in frá Hafnarfjarðarkirkju. HALLDÓR REYNISSON Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verða með opið hús í safnaðarheimili Háteigs- kirkju í kvöld. „Þetta er fyrir syrgjendur, sem fá þarna tækifæri til þess að tjá sig um líðan sína og geta átt samtal við aðra sem eru í svipuðum sporum,“ segir séra Hall- dór Reynisson, sem stýrir umræðunum. Hann segir þetta fyrirkomulag þó varla henta fólki strax eftir áföll heldur frekar þegar lengra er liðið. „Þá virkar þetta eins og stuðningshópur.“ ■ Jarðarfarir Afmæli JÓHANNES LONG ■ Hann nýtur þeirra forréttinda að þurfa ekki út úr húsi í vinnu. Hann einfaldelga stígur upp í lyftu og lætur hana færa sig á milli hæða til vinnu. JÓHANNES LONG LJÓSMYNDARI Hann fær að velja matinn í kvöld og býður til sín ömmunum tveimur, börnum og barnabörnum. REIÐSKÓLINN ÞYRILL Reiðnámskeið hefst 14/10 Byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir börn og fullorðna Innritun í síma 899 4600 Bjarni 588 7887 Freydís

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.