Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 21
Um helgina, nánar tiltekið ásunnudag á milli 10-16 verður haldin á vegum Al-Anon samtak- anna á Íslandi sporamessa í hús- næði Domus Vox, Skúlagötu 30 annari hæð. „Við stöndum fyrir þessari sporamessu vegna þess að það eru svo margir innan samtakanna sem sótt hafa fundi í áraraðir en aldrei farið í sporin og unnið þau,“ segir nafnlaus Al - Anon maður sem eðli málsins samkvæmt getur ekki tal- að undir nafni enda nafnleyndin þeim ákaflega mikilvæg. Hann segir að á þessum fundi tali svokallaðir spekerar um reynslu sína en inn á milli sé orðið gefið laust. „Sporin eru tólf og þeir sem tala eru einnig tólf. Það er mjög mikilvægt í þessari vinnu að fara vel í sporin og vinna þau,“ seg- ir hann og bætir við að mjög hafi fjölgað innan Al-Anon samtakanna á síðustu árum. „Það hefur orðið al- gjör sprenging og til marks um það fór ég á fund um daginn sem fyrir ári síðan sóttu um það bil 20 manns en á núna mættu hátt í hundrað manns, bæði karlar og konur.“ Talsmaðurinn bendir á að nú séu starfandi deildir sem eingöngu eru fyrir karla en það taldist til tíðinda ef karl sást á Al-Anon fundi fyrir um það bil tíu árum. Síminn hjá samtökunum er 5519282 og þar er hægt að leita upplýsinga. ■ 21FIMMTUDAGUR 9. október 2003 ■ Afmæli ■ Nýjar bækur ■ Tilkynningar Fundir AL-ANON ■ Aðstandendasamtök alkahólista á Ís- landi standa fyrir sporamessu fyrir þá sem vilja kynna sér sporin. Körlum fjölgar mikið í Al-Anon Ódýri Sportmarkaðurinn Opið virka daga kl. 14.00 til 20.00 Opið um helgina kl. 13.00 til 18.00 Lagersala! Öll helstu merkin á frábæru verði! Gríptu tækifærið - gerðu góð kaup í sportfatnaði. Fellsmúla Skór Sundfatna ður Sportfatna ður Hversdags fatnaður Vetrarfatn aður Eróbikfatn aður Nýjar vörur! Dæmi: Flíspeysur 2.990 kr. Síðasta helgin Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður er sextug í dag. Hún ætlar að hafa opið hús og gleðjast í hópi vina og ættingja að Salar- vegi 2, Kópavogi, á milli 17-21 í dag. Steinar S. Waage fyrrverandi skókaupmaður, 71 árs. Lára Margrét Ragnarsdóttir fyrrum alþingis- maður, 56 ára. JPV útgáfa hefursent frá sér hina vinsælu sjálfsræktar- bók Dale Carnagie, Lífsgleði njóttu. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýðir bókina en hún fjallar um áhyggjur sem snerta líf okkar allra, eins og segir í tilkynn- ingu frá útgefanda. Í bókinni er að finna gagnlegar leiðbeiningar um hvernig megi sigrast á áhyggjun- um áður en þær sigra þig. Einnig hefur JPV sent frá sérbókina Betra sjálfsmat eftir Nathaniel Branden og er hún sömuleiðis í þýðingu Þóru Sigríðar. Þar er að finna traustar að- ferðir til að efla sjálfsvirðinguna og styrkja sjálfstraust- ið. En samkvæmt Nathaniel hefur sjálfsmyndin af- gerandi áhrif á lífshlaup okkar, vinnu, ástamál, foreldrahlutverk og árangur í lífinu. ■ Fréttablaðið býður lesendumað senda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðarfarir, af- mæli eða aðra stórviðburði. Tek- ið er á móti tilkynningum á tövu- póstfangið tilkynning- ar@frettabladid.is. Ef óskað er eftir jarðarfarar- eða andlát- sauglýsingu má senda texta í slíkar auglýsingar á auglysin- gar@frettabladid.is. ■ EDDY OG HENRY Frank Stallone afgreiðir hér fyllibyttuna Mickey Rourke en myndin er úr kvikmyndinni Barfly sem fjallar um alkahólisma og áhrif hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.