Fréttablaðið - 09.10.2003, Page 25
25FIMMTUDAGUR 9. október 2003
■ Út í heimGistiheimili Halldóru:
Upplýsingar
á netinu
Það láðist að segja frá því í fréttum Gistiheimili Halldóru sem
birtist á ferðasíðum í síðustu viku
hvernig hægt væri að leita nánari
upplýsinga um
gistingu þar.
Heimasíða gisti-
heimilisins, sem
er rekið af ís-
lenskum mægð-
um, er www.gistiheimilid.dk. Þar
er hægt að lesa um gistiheimilið og
skoða myndir af því.
Símanúmerið er 0045 3677 8886,
faxið er 0045 3677 5806, og farsím-
ar eru 0045 2460 9552 og 0045 4083
0047. ■
Það eru nokkrar borgir sem égheld mikið upp á en þær eru
mjög ólíkar svo það fer eftir skapi
hvers dags hvað kemur fyrst í
hugann. Ég er líklega oftast í
skapi fyrir einhverja af borgum
Ítalíu en í dag eru það þó borgir
lengra í burtu sem mig langar til,
Kyoto í Japan og Jerúsalem í
Palestínu,“ segir Jón Ormur Hall-
dórsson dósent við Háskólann í
Reykjavík.
„Kyoto er mestan partinn
ósköp venjuleg japönsk borg en
þar eru hins vegar nokkur klaust-
ur í Zen búddískum sið og við þrjú
þeirra eru garðar sem eru galdri
líkastir. Þegar ég sá einn þeirra í
fyrsta sinn fékk ég hreinlega tár í
augun og kökk í hálsinn. Sumir
lesa skýrari svör við spurningum
tilverunnar út úr þessum görðu-
m en hægt er að orða í bókum. Í
gömlu borginni í Jerúsalem
vakna líka stóru spurningarn-
ar en þar eru hins vegar fleiri
svör. Það þekkja allir hvað
þessi borg hefur að
geyma en göngutúr frá
hvelfingunni yfir klettin-
um á musterishæðinni,
um Via Dolorosa að
Golgata getur varla
gleymst.
Tvær aðrar borgir
sem alltaf toga í mig eru
Bombay á Indlandi og
Jakarta í Indónesíu.
Mannlífið í þessum risa-
borgum er svo yfir-
þ y r m a n d i
og svo óhugnanlegt,
stórkostlegt og
margbreytilegt í
senn að vilji menn
skilja veruleika
mannsins á okkar
tíma geta þeir
óvíða lært jafn-
hratt og þar.
Þ æ g i l e g a s t a
borgin sem ég hef
búið í er hins vegar
Haag í Hollandi. Þar
virkar allt svo vel að
bíllinn rykfellur hjá
manni.“ ■
Nú þegar skuggsýnt er orðið ákvöldin, hefur Guðmundur
Tyrfingsson ehf á Selfossi opnað
sérstakt Draugasetur á Stokks-
eyri.
Þar er hægt að ferðast eftir
draugaslóð í myrkum vistarver-
um, hitta ýmsa drauga
og hlýða á frásagnir af
þeim. Þarna er líka að
finna sérstakan drauga-
bar og veitingaaðstöðu.
G.Tyrfingsson hóf að
bjóða upp á rútuferðir
með leiðsögn um
draugaslóðir í Flóanum fyrir um
þremur árum síðan og hefur farið
í yfir 130 draugaskoðunarferðir
við miklar vinsældir.
Draugasetrið verður fyrst um
sinn opið fyrir hópa eftir pöntun-
um, en almennir opnunartímar eru
ráðgerðir síðar. ■
BEINAGRIND
Býður þess að hrella gesti
Draugaseturs.
HÓLMRASTARHÚSIÐ
Þar búa draugar í sambýli við ýmis önnur
fyrirtæki.
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
Margar ólíkar borgir í uppáhaldi.
Stokkseyri:
Draugasetur opnar
Uppáhaldsborgirnar:
Klaustur og veruleiki mannsins
NETTILBOÐ TIL BÚDAPEST Úrval
Útsýn bjóða nettilboð til Búdapest
10. október í þrjár nætur frá
39.840 kr. Síðustu sætin til sölu
með 10.000 kr. afslætti á mann.
Miðað við gistingu á Hótel Novotel
Centrum. Verð 45.400 - 10.000 kr. +
4.220 kr. skattar = 39.840 kr. á
mann í tvíbýli með morgunverði.
Innifalið er flug, flugvallaskattar,
gisting með morgunverði og ís-
lensk fararstjórn.
HELGARFERÐ TIL PORTÚGAL
Terra Nova-Sól bjóða síðustu
sætin í helgarferð í sólina á
Portúgal 17. október. Tilvalið
tækifæri til að slappa af og
framlengja sumarið um eina
helgi. Verð fyrir 2-4 saman í
íbúð í fjórar nætur 32.900.
Innifalið er flug, gisting, ferð-
ir til og frá flugvelli, íslensk
fararstjórn og flugvallaskatt-
ar.