Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 30
30 9. október 2003 FIMMTUDAGUR MÆTTUR TIL LEIKS Sol Campbell varnarmaðurinn snjalli hjá Arsenal æfir nú með enska landsliðinu. Hann hefur ekki leikið með Arsenal í síð- ustu leikjum þar sem faðir hans lést fyrir skömmu. Fótbolti Rudi Völler um leikinn: Leika ekki upp á jafntefli FÓTBOLTI Rudi Völler landsliðsþjálf- ari Þýskalands segir lið sitt eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins á laugardag þegar Þjóðverjar mæta Íslendingum á AOL-vellinum í Hamborg. Þjóðverjar eru með fimmtán stig í 5. riðli undankeppn- innar og nægir jafntefli til að tryg- gja þeim sæti. Völler varar þó við því að leika upp á jafntefli. „Íslendingar eiga enn mögu- leika og vita af því. Við verðum að eiga frumkvæðið strax frá byrj- un,“ sagði þýski landsliðsþjálfar- inn á blaðamannafundi í gær. „Ís- lendingar eru mjög þéttir og spila sterka vörn. Við þurfum að reyna að brjóta vörn þeirra aftur án þess að gleyma okkur í vörninni.“ Völler segir þýsku leikmennina hafa náð að spila vel úr þeirri pres- su sem þeir lentu í eftir marka- laust jafntefli við Ísland í fyrri leik þjóðanna. Þjóðverjar hefðu unnið Skota 2-1 og hann vonast til að end- urtaka leikinn gegn Íslendingum í Hamborg. Þrír leikmenn Þjóð- verja gátu ekki tekið þátt í æfingu liðsins í gær, þeir Michael Ballack, Carsten Ramelov og Bernd Schneider. Þeir verða þó væntan- lega klárir í slaginn á laugardag. ■ Langþráður draumur sem rættist KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stef- ánsson skoraði tvö stig í sínum fyrsta leik með Dallas Mavericks sem sigr- aði Orlando Magic 99-89 í æfingaleik í fyrrinótt. „Þetta var frábært og mikil upplifun. Langþráður draumur sem rættist - að fá að sprikla með þessum stjörnum,“ sagði Jón Arnór þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Jón Arnór segir leikinn þó ekki hafa verið jafn erfiðan og hann bjóst við: „Þetta var körfu- bolti eins og hann er - bara betri spilarar. En þetta var rosalega gaman.“ Jón Arnór kom inn á fyr- ir Steve Nash þegar um fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og lék í átján mínútur, þar af allan fjórða leikhluta. Körfu- boltakappinn ungi skoraði tvö stig úr átta skottilraun- um, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hann fékk einnig dæmdar á sig þrjá villur. Don Nelson, þjálfari Dallas, var ánægður með nýliðana í liði Dallas í lok leiks. Spurður um Jón Arn- ór sagði Nelson: „Hann gerði góða hluti en er samt ekki tilbúinn. Hann veit það og við líka. Mér líst vel á hann. Hann er duglegur, sterkur og á eftir að verða góður leikstjórn- andi.“ Jón Arnór er sáttur við sinn hlut í leiknum gegn Orlando. „Ég var hrikalega stressaður þegar ég kom inn á en kom vel frá þessu. Áhorfendur tóku mér líka vel þannig ég er ánægður.“ Næsti leikur Dallas verður gegn New Orleans Hornett á laugardag. Jón Arnór býst við að fá að spreyta sig á ný. „Fyrir fyrsta leikinn sagði Don að við nýliðarnir myndum ekki fá að spreyta okkur heldur ættum að fylgjast með. Við áttum að fá séns í næsta leik sem við fengum og stóðum okkur vel þannig að við fáum að spila næstu leiki.“ Sextán leikmenn eru eftir í æfingabúðum hjá Dallas en að- eins fimmtán leika með liðinu í vetur. „Það þarf einn að fjúka í viðbót,“ sagði Jón Arnór hlæj- andi og telur möguleika sína á áframhaldandi samningi við Dallas góða. „Ég er jákvæður á framhaldið og þarf að halda áfram að gera það sem ég er að gera og ætla mér að komast í lið- ið.“ kristjan@frettabladid.is Hermann og Rúnar: Tóku ekki þátt í æfingu FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson og Hermann Hreiðarsson tóku ekki þátt í æfingu íslenska landsliðsins í gær. Pétur Hafliði Marteinsson var hins vegar með og komst klakklaust í gegnum æfinguna. „Við ákváðum að hvíla Rúnar og Hermann en þeir taka væntan- lega þátt í næstu æfingu,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær en næsta æfing verð- ur í dag. Logi segir mikinn hug í íslenska landsliðshópnum enda leikurinn við Þjóðverja einstakt tækifæri fyrir íslensku leikmennina. ■ Jón Arnór Stefánsson fékk eldskírn sína með Dallas Mavericks í fyrri nótt. Skoraði tvö stig og þótti standa sig vel. Draumur sem rættist segir Jón Arnór og er bjartsýnn á framhaldið. HART BARIST Tyronne Lue leikmaður Orlando Magic reyn- ir hér að komast að körfu Dallas Mavericks en Dirk Nowitzki reynir að stöðva hann JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Skoraði tvö stig fyrir Dallas úr átta skottilraun- um í fyrsta leik sínum með Dallas Mavericks. Gæti endað í NBA-deildinni. FÓTBOLTI Bryan Robson, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, hefur tekið við þjálfun nígeríska lands- liðsins í knattspyrnu. Robson samdi til sex mánaða og mun stjórna Nígeríu fram yfir Afríku keppnina sem fram fer í Túnis í janúar. Samningurinn verður end- urskoðaður eftir keppnina . Robson hefur átt í viðræðum við nígeríska knattspyrnusam- bandið frá því í ágúst. Hann þjálf- aði Middlesbrough í ensku úrvals- deildinni með slökum árangri og var sagt upp störfum í júní árið 2001. Hann hefur verið atvinnu- laus síðan. Robson tók þátt í þremur heimsmeistaramótum, árin 1982, 1986 og 1990. ■ Bryan Robson: Þjálfar Nígeríu hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 OKTÓBER Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 KFÍ og Haukar leika á Ísafirði í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 KR mætir Breiðabliki í DHL- höllinni í INTERSPORT-deildinni í körfu- bolta.  19.15 Tindastóll og Snæfell keppa á Sauðárkróki í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Þór fær ÍR í heimsókn til Þor- lákshafnar í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Keflavík og Grindavík keppa í Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn. 16-LIÐA ÚRSLIT BIKARKEPPNI KVENNA: Úrslit: FH - Valur 19-18 Grótta/KR - Víkingur 27-21 Fylkir/íR - KA/Þór 31-28 RUDI VÖLLER Ætlar ekki að leika upp á jafntefli gegn Ís- lendingum á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.