Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 1
ATVINNUMÁL Hópur portú-
galskra verkamanna við Kára-
hnjúka hyggst fara aftur í
verkfall næstu daga þar sem
þeir hafa enn ekki fengið
greidd laun fyrir vinnu sína.
„Það er betra að verða
reknir en að vinna frítt hér
við ömurlegar aðstæður,“
sagði einn viðmælenda
Fréttablaðsins. „Undir venjuleg-
um kringumstæðum eigum við að
fá greitt 12. hvers mánaðar en nú
er 16. og tugir manna hafa ekki
fengið neitt ennþá.“
„Ég vissi að laun höfðu ekki
verið greidd á réttum tíma en mér
skilst að það standi til bóta í dag,“
sagði Oddur Friðriksson, trúnað-
armaður samráðsnefndar
verkalýðsfélaganna.
Annar portúgalskur við-
mælandi sagði að enn hefði
hlífðarfatnaður ekki borist
fyrir alla starfsmenn þrátt
fyrir yfirlýsingar Impregilo
þess efnis. „Það eina sem við
getum gert er að fara aftur í
verkfall ef ekki er staðið við
gefin loforð.“
Í yfirlýsingu frá Impregilo seg-
ir að samkvæmt virkjunarsamn-
ingi beri verktaka að leggja
starfsmönnum til ytri hlífðarfatn-
að. Það hafi verið gert. ■
● er 71 árs í dag
Guðbergur Bergsson:
▲
SÍÐA 20
Vildi vera
ófæddur
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 30
Sjónvarp 36
FIMMTUDAGUR
Meðallestur fólks
á landinu öllu
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03
68%
50%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
23%
SPRENGING Á GAZA Mikil sprenging
átti sér stað þar sem bílalest Bandaríkja-
manna fór um í norðurhluta Gaza-svæðis-
ins í gærmorgun. Að minnsta kosti þrír
bandarískir stjórnarerindrekar létust í
árasinni. Sjá síðu 2.
BANDARÍKIN NEITA Bandaríkin
beittu í fyrrinótt neitunarvaldi í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna gegn tilllögu Sýrlands
um málefni Ísraels. Bandaríkin hafa sex
sinnum beitt neitunarvaldi sínu í Öryggis-
ráðinu síðustu þrjú ár, þar af tvisvar sinnum
síðasta mánuðinn. Sjá síðu 2.
SKOÐA BRIM Í NÆSTU VIKU Stjórn
Eimskipafélagsins fór yfir stöðuna á fyrsta
starfsfundi sínum. Sama stjórn verður yfir
móðurfélagi og öllum dótturfélögunum.
Fundað verður með stjórnendum sjávarút-
vegsstoðarinnar í næstu viku. Sjá síðu 4.
BÆTUR TIL FARÞEGA Evrópuþingið
mun á næstunni taka fyrir nýtt frumvarp
sem kveður á um bætur til flugfarþega sem
verða fyrir seinkunum. Gæti kostað flugfé-
lög milljarða á ári. Sjá síðu 6.
● arnarvatnsheiði
▲
SÍÐA 24-25
ferdir o.fl.
Bergen
yndislegust
Magnús Þór Hafsteinsson:
la senza ● hársýning
▲
SÍÐA 22-23
tíska o.fl.
Dískókjóll frá
New York
Svala Björgvinsdóttir:
EIVÖR Á NASA Eivör Pálsdóttir
kemur fram á Icelandic Airwaves í kvöld.
Hún verður með tónleika ásamt Leaves
og fleirum á NASA. Dagskráin hefst klukk-
an 20.15
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
SAMA VEÐUR ÁFRAM Það verður
víða notalega milt þó það fari kólnandi.
Rykfrakki og regnkápa eru ómissandi í dag.
Sjá síðu 6.
16. október 2003 – 253. tölublað – 3. árgangur
Hópur Portúgala við Kárahnjúka:
Annað verkfall yfirvofandi
Sakar undirmenn
um vinstrislagsíðu
FJÖLMIÐLUN Starfsmönnum Ríkis-
útvarpsins er brugðið eftir að
tölvupóstur Markúsar Arnar Ant-
onssonar útvarpsstjóra frá því í
síðustu viku, þar
sem hann fjallar
um útvarpsþáttinn
Spegilinn og fleiri
dagskrárliði, barst
út. Í tölvuskeytinu,
sem sent var
nokkrum stjórn-
endum Ríkisútvarpsins, kallar út-
varpsstjóri útvarpsþáttinn Spegil-
inn „Hljóðviljann“ og segir
„vinstrislagsíðu“ vera á umræðu í
þættinum: „Ég kalla Spegilinn
gjarnan Hljóðviljann við kunn-
ingja mína og nána samstarfs-
menn. Og nú er sennilega Jón Ás-
geir (Sigurðsson) kominn með
helgarútgáfu af „Hljóðviljanum“
með Svan Kristjánsson sem
„contributing“!“
Útvarpsstjóri vekur athygli á
því að í þættinum megi finna and-
bandarískan áróður. Um pistla
Spegilsins segir útvarpsstjóri að
þeir séu „afskaplega einslitir að
ekki sé talað um erlendu umfjöll-
unina sem einkennist fyrst og
fremst af króniskum pirringi út í
bandarísk stjórnvöld eða antípatí á
Bandaríkjunum“. Markús Örn til-
greinir sérstaklega tvo undirmenn
sína og umsjónarmenn Spegilsins,
þá Gunnar Gunnarsson fréttamann
og Hjálmar Sveinsson, sem hann
telur að hafi vinstri slagsíðu í um-
fjöllun sinni. Heimildarmaður
Fréttablaðsins sagði að innan RÚV
væri fólki mjög brugðið vegna
áfellisdóms útvarpsstjóra yfir
störfum undirmanna sinna.
Í niðurlagi bréfsins leggur út-
varpsstjóri út af þeirri hugmynd
að annar þáttur verði stofnaður til
mótvægis við Spegilinn en telur að
leita verði að umsjónarmönnum út
fyrir stofnunina. Markús Örn sagði
við Fréttablaðið að hann hefði með
bréfinu viljað skerpa á ritstjórnar-
legri ábyrgð á þættinum í stjórn-
kerfi RÚV og árétta hver væri þar
í forystu. „Ég sé ekki á göngum hér
þá glerhörðu hægrimenn sem
þyrfti til mótvægis,“ segir Markús
Örn um þennan þátt bréfsins.
Gagnrýni útvarpsstjóra kemur
í kjölfar þess að flokksbróðir
hans, Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra, gagnrýndi sama þátt á
heimasíðu sinni. „Raunar er sá
þáttur oft eins og kennslustund í
því, hvernig fréttir eru matreidd-
ar frá vinstrisinnuðum sjónar-
hóli,“ segir Björn um Spegilinn á
bjorn.is
„Við höfum frétt af þessum
pósti og að útvarpsstjóri uppnefni
okkur úti í bæ. Mér hefði þótt eðli-
legra að hann kallaði okkur á fund
ef hann er óánægður með þennan
þátt,“ segir Hjálmar Sveinsson,
einn umsjónarmanna Spegilsins.
Hann segir að útvarpsstjóri eigi
fullan rétt á að hafa skoðun en
„hreinskiptin samskipti séu happa-
drýgst“.
rt@frettabladid.is
SÓLGNIR Í SÆLGÆTI Bandarískir hermenn heimsóttu í gær Al-Fathilia skólann í Bagdad. Á meðan stríðið stóð sem hæst notaði Baath-
stjórnmálaflokkurinn hann undir starfsemi sína. Skólinn eyðilagðist mikið í stríðinu en hefur nú verið endurbyggður. Íraskir strákar tóku
vel á móti hermönnunum, sem komu færandi hendi og gáfu þeim sælgæti.
AP
/M
YN
D
Markús Örn Antonsson lýsir því í tölvupósti að umsjónarmenn Spegilsins reki andbandarískan
áróður. Uppnefnir Spegilinn Hljóðviljann og vill nýjan þátt sem mótvægi. Nafngreinir tvo
umsjónarmenn þáttarins. Markús vill skerpa á ritstjórnarlegri ábyrgð.
■
Ég sé ekki á
göngum hér þá
glerhörðu
hægrimenn
sem þyrfti til
mótvægis.
HÓPUR PORTÚGALA
Enn hafa ekki allir fengið hlífðarfatnað
sem þeim var lofað.
Nýtt kortatímabil
Kringlu
kast
...blaðið fylgir
í dag
Aðstoðarmaður Powells:
Gagnýnir
ráðherrann
BANDRÍKIN Greg Thielmann, sem
aðstoðaði Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, við að
meta hættuna sem stafaði af
Saddam Hussein, segir að Powell
hafi blekkt bandarísku þjóðina. Í
sjónvarpsþættinum 60 Minutes II,
sem sýndur var á CBS í gær, var
viðtal við Thielmann.
Í viðtalinu segir Thielmann að
Powell hafi farið með rangan vitn-
isburð í ræðu sinni í Sameinuðu
þjóðunum síðasta vetur. Hann
segir að engin ógn hafi stafað af
Hussein þegar ræðan var haldin
og að ræðan sé smánarblettur á
farsælum ferli Powells. ■