Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 16. október 2003
Drög að náttúruverndaráætlun:
Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður
UMHVERFISMÁL Fjórtán svæði víðs
vegar um landið verða friðlýst á
næstu árum ef náttúruverndar-
áætlun til ársins 2008 sem Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hefur lagt fram verður að
veruleika. Áætlunin er byggð á út-
tekt Umhverfisstofnunar en í
upphaflegum tillögum komu 75
svæði til greina.
Meginverkefni næstu ára
verða stofnun Vatnajökulsþjóð-
garðs, stækkun tveggja annarra
þjóðgarða og að koma upp heil-
stæðu neti friðaðra svæða sem
taka til fuglabyggða. Er þar sér-
staklega um að ræða tvær tegund-
ir sjaldgæfra fuglategunda, flór-
goða og haförn og tvær tegundir
fargesta, margæs og rauðbryst-
ing, auk heiðagæsar.
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
mun stækka og ná yfir allan
Skeiðarársand til sjávar en það er
eitt mesta sandflæmi sem mynd-
að er af framburði jökuláa á jörð-
inni. Þjóðgarðurinn í Jökulsár-
gljúfrum verður einnig stækkað-
ur þannig að hann myndi sam-
fellda heild um gljúfrin.
Ef tillögurnar ganga eftir mun
21% af heildarflatarmáli lands-
ins verða friðlýst svæði í árslok
2008. ■
Menningarhús:
Lýst eftir
aðgerðum
ALÞINGI Vinna við menningarhús
er komin vel á veg, sagði Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra í
fyrirspurnartíma á Alþingi. Samn-
ingar hefðu verið gerðir við bæjar-
yfirvöld á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum og verkefni komin í
gang fyrir austan og á Ísafirði.
Svarið var við fyrirspurn
Steingríms J. Sigfússonar, for-
manns Vinstri grænna. Hann
sagðist spyrja enn einu sinni um
afdrif menningarhúsa því loforð-
in sem hefði þurft fjóra ráðherra
til að gefa 1999 væru orðin ansi
gömul en lítið hefði gerst og
seint. ■
Atvinnuverkefni:
Sótt um 88
styrki
SVEITARFÉLÖG Sótt var um 88 styrki
frá áramótum til ágústloka til at-
vinnuverkefna á vegum svæðis-
vinnumiðlana. Þetta kom fram í
ræðu Árna Magn-
ússonar félags-
málaráðherra í fyr-
irspurnatíma á Al-
þingi.
Margrét Frí-
mannsdóttir, vara-
formaður Samfylk-
ingar, spurði hvort
teknar hefðu verið
saman upplýsingar
um beinan og
óbeinan kostnað sveitarfélaga
vegna atvinnuleysis. Árni sagði það
hvorki hafa verið gert á vegum
ráðuneytisins né Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga en kvaðst
reiðubúinn að ráðast í það ef vilji
þingsins lægi til slíks. ■
annan endann þegar Stálskip í
Hafnarfirði buðu í skipið í sam-
keppni við heimamenn og fengu
það á 257 milljónir króna. Mikil
umræða varð í fjölmiðlum um
málið, sem talið var skólabókar-
dæmi um það hvernig kvótakerfið
gæti leikið hinar smærri byggðir.
„Þarna er heilt byggðarlag í
stórkostlegri hættu og það hlýtur
að verða gripið til mjög róttækra
aðgerða, ekki síst ef rétt er, sem
mjög er að minnsta kosti hvíslað
um, að erlent fjármagn sé á bak
við þessi miklu skipakaup,“ sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra þá í Morgunblað-
inu um kaup Stálskipa á Sigurey.
Nokkrum árum síðar stóð til
að selja togarann Gylli frá Flat-
eyri til Neskaupsstaðar. Undirrit-
aður hafði verið kaupsamningur
en óánægja heima fyrir varð til
þess að heimamenn neyttu for-
kaupsréttar samkvæmt lögum
með stuðningi Íshússfélags Ís-
firðinga á Ísafirði. Togarinn fór
frá Flateyri til Ísafjarðar. Sem
dæmi um þýðingu sem svona
skip hefur í sveitarfélagi má
nefna að á tímabili var um fjórð-
ungur útsvarstekna Flateyrar-
hrepps af sjómönnum á Gylli.
Þarna er ekki reiknað með óbein-
um tekjum af skipinu vegna fisk-
vinnslu og þjónustu. Síðan hefur
hvert skipið af öðru horfið frá
Vestfjörðum, sem nú byggja af-
komu sína að miklu leyti á veið-
um smábáta.
Mörg skipanna hurfu þaðan í
kyrrþey en þó varð mikið uppnám
þegar Guðbjörg ÍS fór undir flagg
Samherja. Þegar Hrönn hf. rann
inn í norðlenska fyrirtækið sagði
forstjóri Samherja að Guggan
yrði áfram gul og gerð út frá Ísa-
firði. Loforð Þorsteins Más Bald-
vinssonar um að Guggan yrði
áfram gul og gerð út frá Ísafirði
reyndust ekki pappírsins virði og
innan tíðar var skipið komið undir
þýskan fána. Guggan verður
áfram gul hefur þó orðið að eins
konar dæmi um það hve haldlítil
slík loforð eru, sem gefin eru í
hita leiksins. Seinna hafa sam-
bærileg loforð verið gefin í Sand-
gerði, á Raufarhöfn, á Seyðisfirði
og víðar um landið. Með því móti
hafa stórfyrirtæki komist yfir hin
smærri en augljóslega ekki getað
staðið við loforð sem gefin voru í
bríma þess sem vill umfram allt
komast yfir eitthvað, hvað sem
það kostar.
Vandinn kristallast í því að yf-
irlýst byggðastefna og þau
straumhvörf sem kvótakerfið
veldur á landsbyggðinni fara ekki
saman og engar ráðstafanir eru
gerðar til hjálpar þeim sem flýja
örvasa byggðarlög. Hugmynd
Davíðs Oddssonar um að kaupa
annars verðlausar eignir af þeim
sem búa í þorpum þar sem at-
vinnu er ekki lengur að fá hefur
aldrei komist á dagskrá.
Þess vegna eru Skagstrend-
ingar, Akurnesingar og Akureyr-
ingar áhyggjufullir. Þeir hafa séð
afleiðingar þess að kvóti fer úr
byggðarlögum og rústar í einni
andrá afkomu og eignastöðu íbú-
anna. ■
Látrabjarg - Rauðisandur
Álftanes - Akrar -
Löngufjörur
Skerjafjörður
Reykjanes - Eldvörp
- Hafnarberg
Vestmannaeyjar
Skeiðarársandur
(stækkun á
þjóðgarðinum í
Skaftafelli)
Njarðvík -
Loðmundarfjörður
Öxarfjörður
Þjóðgarðurinn í
Jökulsárgljúfrum
(stækkun)
Látraströnd -
Náttfaravík
Austara- Eylendið
Geysir
Vatnshornsskógur
Guðlaugstungur -
Álfgeirstungur
DAVÍÐ ODDSSON
Vildi tala um byggðastefnu en þagnaði.
Fréttaskýring
REYNIR TRAUSTASON
■ skrifar um örlög byggða
undir kvótakerfi.
gul
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
MARGRÉT FRÍ-
MANNSDÓTTIR
Beindi fyrirspurn
til ráðherra.
NÁTTÚRUVERND-
ARÁÆTLUN
2004-2008
Þau 14 svæði sem
ætlunin er að frið-
lýsa.