Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 16
16 16. október 2003 FIMMTUDAGUR KOSSAR Á KARDINÁLAÞINGI Ítalski kardinálinn Salvatore De Giorgi faðmar pólskan starfsbróður sinn, Jozef Glemp, við upphaf kardinálaþings í Vatík- aninu í Róm. Tilefnið er 25 ára seta Jó- hannesar Páls páfa II á páfastóli. 40 ára húsbréfin dýr: Hægt að stytta lánin HÚSNÆÐISKAUP Greiðslubyrði þeirra sem greiða af 25 ára hús- bréfaláni er einungis rúmum þús- und krónum hærri af hverri millj- ón en þeirra sem greiða sama lán á 40 árum. Sá sem er með 40 ára lánið greiðir hins vegar 1.340 þús- und krónur í vexti af upphæðinni meðan sá sem er með lánið til 25 ára greiðir 765 þúsund krónur. Íbúðalánasjóður hyggst gefa viðskiptavinum sínum kost á því að breyta 40 ára lánum í 25 ára lán. Hallur Magnússon hjá Íbúðalána- sjóði segir margoft hafa verið bent á staðreyndir um mun á greiðslu- byrði og heildarvaxtabyrði milli 25 ára lána og 40 ára lána. „Við erum búin að vera að koma því að við bankana að við greiðslumat verði fólki bent á þetta. Við höfum einnig beint því til fasteignasala að þeir bendi fólki á þetta.“ Hann seg- ir að þrátt fyrir þessar ábendingar hafi Íbúðalánasjóður ekki orðið var við breytingu á hugarfari við- skiptavina fyrr en síðastliðið sum- ar. Hallur segir að stjórnin hafi ákveðið að opna á þennan mögu- leika fyrir nokkru. Síðan þá hafi verið unnið að málinu. „Það er verið að leggja síðustu hönd á til- lögur þar sem þessar hugmyndir eru útfærðar og verður hún lögð fyrir stjórn sjóðsins á fundi í næstu viku,“ segir Hallur. ■ Ótti heimamanna á Skaga-strönd, Akureyri og Akranesi um að stórfyrirtæki þeirra verði seld til annarra á sér þær rætur að þekkt er í gegnum tíðina að slíkt hefur gerst. Sporin hræða því í þessum efn- um og nú skelfast þeir mest sem áður töluðu ákafast fyr- ir hagræðingu og töldu að eitt lítið þorp skipti ekki máli þegar litið væri til þeirrar hagræðingar sem kvótakerfið hefur í för með sér á landsvísu. En margir hafa bent á að þegar þorpi hefur verið fórnað í þágu þjóðarhags með því að færa í burtu veiðiheimildir hefur jafn- framt gleymst að huga að örlög- um fólksins. Þegar Suðureyri við Súgandafjörð var í kvótakreppu í upphafi níunda áratugarins gaf Davíð Oddsson, þá nýorðinn for- sætisráðherra, til kynna að hugs- anlega væri heppilegast að hætta við jarðgöng undir Botnsheiði en bjóða þess í stað íbúum Suður- eyrar að kaupa upp hús þeirra. Þetta þótti mörgum skynsamleg afstaða forsætisráðherra. Þor- steinn Pálsson, flokksbróðir Dav- íðs sem enn var í sárum eftir að hafa verið steypt af formanns- stóli, sagði af þessu tilefni háðs- lega í hópi manna að Davíð ætlaði að „flytja Súgfirðingana á fæti“. Davíð þagnaði og umræðan um bætur handa því fólki sem á um sárt að binda vegna þess að veiði- heimildir og atvinna hverfa úr byggðum þeirra þagnaði. Togarar hverfa Nokkru áður en Súgandafjörð- ur lenti í sinni kvótakreppu voru togarar í hverju byggðarlagi allt frá Patreksfirði í vestri að Hólma- vík í austri. Á sumum stöðunum voru fleiri en eitt skip. Þannig voru á tímabili tveir togarar á Pat- reksfirði. Nú er þar enginn togari, Bílddælingar og Tálknfirðingar áttu sinn hvorn togarann, Sölva Bjarnason BA og Tálknfirðing BA. Frá Þingeyri voru gerðir út tveir togarar, Framnes ÍS og Sléttanes ÍS. Bæði þau skip eru farin. Flateyringar áttu togarann Gylli ÍS sem hefur verið seldur. Á Suðureyri voru um tíma tveir tog- arar, Elín Þorbjarnardóttir ÍS og Trausti ÍS. Þeir hafa báðir verið seldir. Í Bolungarvík voru lengi tveir togarar, Heiðrún ÍS og Dag- rún ÍS. Þeir hurfu báðir í kjölfar gjaldþrots Einars Guðfinnssonar hf. Frá Súðavík var aflaskipið Bessi gert út um árabil en það hefur verið selt. Súðvíkingar njóta þó góðs af því að stærsta fyrirtæki þeirra, Frosti hf., sam- einaðist Hraðfrystihúsinu í Hnífs- dal undir merki þess síðarnefnda. Rækjuverksmiðja fyrirtækisins er á staðnum og þar er mikil at- vinna. En flaggskip Súðvíkinga, Bessi ÍS, hefur verið selt úr landi. Á Hólmavík er hið sama uppi á teningnum. Frystitogarinn Hólmadrangur ST er farinn eftir að sameining við Útgerðarfélag Akureyringa varð að veruleika í ársbyrjun 2000. Ári síðar var stolt Hólmvíkinga, frystitogarinn sem gaf 30 hálaunastörf, seldur til Afr- íku. Stoltið til Akureyrar Eina byggðarlagið á Vestfjörð- um sem hefur yfir að ráða togara er Ísafjörður, sem þó hefur svo sannarlega þurft að þola blóðtöku. Þekktasta og sárasta dæmi Ísfirð- inga var þegar hið fornfræga fyr- irtæki Hrönn hf. sameinaðist Samherja hf. og innan tíðar sigldi stolt Vestfirðinga, Guðbjörg ÍS, í seinasta sinn frá Ísafirði til þjón- ustu við Akureyringa. Ísfirðing- um hefur þó tekist að verja tog- araflota sinn að einhverju leyti en það er gjarnan á kostnað litlu ná- grannabyggðanna sem nú tilheyra sama sveitarfélagi eftir að Ísa- fjarðarbær varð að veruleika með sameiningu Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar við Ísafjörð. Frá Ísafirði eru nú gerðir út togararn- ir Gyllir frá Flateyri, nú Stefnir, og Framnes frá Þingeyri. Þessi skip eru eftirhreytur frá því stór- fyrirtækið Básafell hf. var stofn- að á Vestfjörðum í því skyni að standa vörð um skip og veiðiheim- ildir í fjórðungnum. Básafell lifði á hungurmörkum í nokkur ár en liðaðist í sundur þegar útgerðar- maður á Snæfellsnesi náði undir- tökunum og eignaðist fyrirtækið. Í dag er staðan sú á Vestfjörðum að einungis er togara að finna í einu byggðarlagi, Ísafirði. Á móti kemur að í gamla Ísafjarðarbæ hefur tveimur stórum frystihús- um Norðurtangans og Íshússfé- lags Ísfirðinga verið lokað. Aðeins Hraðfrystihúsið í Hnífsdal er enn með hráefni frá eina ísfisktogar- anum sem enn er á Vestfjörðum. Það er gjarnan fylgni á milli tog- araeignar og kvóta þótt auðvitað hafi aðrir þættir komið til hjálpar svo sem stóraukinn afli smábáta. Burðarásar bogna Það hefur jafnan sætt tíðindum þegar burðarásar þorpa eða bæja hafa gefið sig. Þannig var það þegar Hraðfrystihús Patreks- fjarðar missti togarann Sigurey BA á uppboð árið 1989. Allt fór á Sony Center - það fyrsta á Íslandi Nú getur þú verslað Sony hjá Sony því að við opnum nýja verslun í Kringlunni í október. Gæði, þekking og fagmennska alla leið. Kringlan í október SONY CENTER Kringlunni 4 - 12 103 Reykjavík You make it a Sony Breyting húsbréfalána: Eykur óvissu á markaði HÚSBRÉF Íslandsbanki telur að heimili Íbúðalánasjóður breyt- ingu á 40 ára lánum í 25 ára lán muni það auka óvissu á skulda- bréfamarkaði. Bankinn telur að til skamms tíma muni áhugi fjár- festa á lengri bréfum dvína. Í morgunkorni bankans er þeirri spurningu velt upp hvort slík breyting kalli ekki á nýtt greiðslu- mat. Hallur Magnússon hjá Íbúða- lánasjóði segir að strangt til tekið kalli breytingin á nýtt greiðslu- mat. Hann segir hins vegar að ör- yggismörk eigi að vera í greiðslu- matinu. Hins vegar hafi það brunnið við að fólk hafi reiknað greiðslugetu sína út frá lágmarks- framfærslu í stað þess að miða við raunverulega neyslu. Það væri bankanna að vara fólk við slíku við greiðslumatið. ■ EIN MILLJÓN Í HÚSBRÉFUM 25 ára lán 40 ára lán Greiðslubyrði 5.924 4.895 Heildar vaxtagr. 765 þ. 1.340 þ. HALLUR MAGNÚSSON Hallur segir Íbúðalánasjóð margoft hafa bent á hæga eignamyndun og miklar vaxtagreiðslur á 40 ára húsbréfalánum. ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Lofaði að Guðbjörg ÍS yrði áfram á Ísafirði. Saga kvótakerfisins er stráð sviknum loforðum. Logandi átök um skip og ásakanir um svik. Tíu af ellefu byggðarlögum á Vestfjörðum hafa misst togara sína. Yfirlýst landsbyggðarstefna fer ekki saman við áhrif kvótakerfisins. Guggan verður áfram FRÁ SANDGERÐI Miðnes hf. sameinaðist Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Skömmu síðar voru skip og kvóti Skagstrendinga farin af staðnum og frystihúsinu lokað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Veðurstofa Íslands: Skjálftahrina JARÐSKJÁLFTAR Jarðskjálfti sem mældist 3,6 á Richter varð á Tjör- neshrygg um 14 kílómetra norður af Grímsey rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Yfir tugir eftirskjálfta undir tveimur á Richter mældust á eftir. Að sögn Gunnars Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki vitað til þess að fólk hafi orðið skjálftans vart. Hann seg- ir skjálftahrinuna svipa til þeirrar sem varð austur af Grímsey á mánudaginn en þá mældist stærsti skjálftinn 3,5 á Richter. ■ ■ Ári síðar var stolt Hólmvík- inga, frystitog- arinn sem gaf 30 hálauna- störf, seldur til Afríku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.