Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 16. október 2003
Þeir sem búa að landi Lundarhafa ávallt reiknað með að
uppbygging á Lundarsvæðinu
yrði sátt við umhverfið. Hug-
myndir sem hingað
til hafa verið
kynntar hafa snúist
um byggð frá Ný-
býlavegi niður í dal
þar sem nýtingar-
hlutfall yrði í sam-
ræmi við aðliggj-
andi byggð. Þá að
F o s s v o g s d a l u r
gegndi áfram mik-
ilvægu hlutverki í
að vera eðlilegur
liður í útivistarvef höfuðborgar-
svæðisins frá fjöru til fjalla. Nú
eru til kynningar hugmyndir að
uppbyggingu á Lundarsvæðinu
sem eru ekki á nokkurn hátt í sátt
við nánasta umhverfi. Byggðin í
Grundunum verður í skjóli átta
háhýsa milli 45-50 metra á hæð.
Umræða um framtíðarskipu-
lag fer oftast fram á forsendum
landeigenda (bæjaryfirvalda) og
byggingariðnaðarins (fasteigna-
salans). Sjónarhorn fyrirhugaðra
íbúa er líka búið til af þessum
góðu aðilum út frá eigin vænting-
um um hagnað. Íbúðarhverfi eiga
að standa lengur en þann tíma
sem verktakar eru viðloðandi
svæðin. Spyrja má hvort ekki
hefði mátt leggja meira tíma og fé
í undirbúningsvinnu og efna til
meira samráðs við íbúa nærliggj-
andi svæða. Lundarsvæðið var
sett í auglýsingu í september og
það var ekki fyrr en rúmlega 100
nágrannar svæðisins höfðu ritað
bæjarráði bréf og óskað eftir
kynningarfundi að til hans var
boðað.
Skipulagsfræðilegar ástæð-
ur til að andmæla
Tólf til fimmtán hæða turnhá-
hýsi til íbúðar fyrir barnafólk eru
tímaskekkja. Þau samræmast
ekki kröfum um heilbrigði, öryggi
og eðlilegt uppeldi barna. Úr-
skurðir þess efnis hafa verið
kveðnir í hinum vestræna heimi
og turnhýsi rifin. Í samantekt á
vef Kópavogsbæjar koma fram
verulegar áhyggjur um fram-
kvæmd skipulagsins vegna auk-
innar bílaumferðar inn og út af
svæðinu, allt að 5.000 bílar á sól-
arhring. Auk þess liggur byggðin
að fjölförnustu götu á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem fara um allt að
60-70 þúsund bílar á sólarhring.
Íbúafjöldi á hinu skipulagða
svæði er áætlaður 1.300-1.500
manns, sem er svipað og íbúa-
fjöldi í stærri sveitarfélögum á
landsbyggðinni. Til þess að mæta
þörf fyrir skólagöngu er talið að
byggja þurfi verulega við Snæ-
landsskóla, eða rými fyrir allt að
250 nemendur. Engin umræða um
slíkar breytingu hefur farið fram.
Til að þessar hugmyndir fái
ekki fram að ganga og krafa um
betra umhverfi verði að veruleika
þurfa Kópavogsbúar að sameina
krafta sína. Eru allir hvattir til að
mæta á kynningarfund sem hald-
inn verður í kvöld, fimmtudags-
kvöld. Enn er tími til stefnu að
koma sjónarmiðum okkar á fram-
færi. Sá tími rennur út 10. nóvem-
ber. ■
Verður
Síminn
að Sunda-
braut?
Það styttist í að Landssíminnverði seldur ef marka má orð
ráðamanna. Hvort sem okkur lík-
ar það betur eða verr að þetta
mikilvæga fyrirtæki fari úr hönd-
um almannavaldsins er ljóst að
miklir peningar munu streyma í
ríkiskassann í kjölfar sölunnar.
Síðast þegar ég athugaði mark-
aðsvirði Símans á tilboðsmark-
aðnum var það rúmir 42 milljarð-
ar króna.
Þá vaknar spurningin: Hvað
eigum við að gera við allt þetta
fé? Svar mitt er auðvitað, eins og
vonandi flestra
annarra, að stærst-
ur hluti þess eigi að
renna til niður-
greiðslu skulda.
En þegar lokið
var við sölu ríkis-
bankanna fyrir fá-
einum misserum
var ákveðið að
hluti andvirðis
þeirra rynni í
ákveðin stórverk-
efni sem ella hefði
vart verið hægt að
fjármagna með góðu móti. Þessi
stórverkefni voru jarðgöng úti á
landi.
Í ljósi þessa segi ég: Við eigum
að verja hluta af söluvirði Símans
í stórframkvæmdir sem gagnast
bæði höfuðborg og landsbyggð.
Fyrst og fremst hef ég byggingu
Sundabrautarinnar í huga. Sunda-
brautin verður ný aðkomuleið inn
í Reykjavík og styttir leiðina
norður og vestur umtalsvert. Að
auki er lagning hennar forsenda
umfangsmikillar uppbyggingar á
norðursvæðum Reykjavíkur.
Leggjum Sundabraut!
Það er því von mín að Sunda-
brautin geti fullklárast á næstu 5-
10 árum – án þess að skuldir auk-
ist eða skattar hækki – og án þess
að þeir sem aka munu um braut-
ina verði skattlagðir sérstaklega
með greiðslu veggjalds. Það er
allt í senn: skynsamlegt, eðlilegt
og sanngjarnt. ■
Skipulagsslysi afstýrt í Lundi
Umræðan
EINAR E. SÆMUNDSEN
■ landslagsarkitekt FÍLA skrifar fyrir hönd
nágranna Lundarsvæðisins um byggingu
háhýsa.■
Tólf til fimmtán
hæða turnhá-
hýsi til íbúðar
fyrir barnafólk
eru tíma-
skekkja. Þau
samræmast
ekki kröfum um
heilbrigði, ör-
yggi og eðlilegt
uppeldi barna.
■
Við eigum að
verja hluta af
söluvirði Sím-
ans í stórfram-
kvæmdir sem
gagnast bæði
höfuðborg og
landsbyggð.
Fyrst og fremst
hef ég bygg-
ingu Sunda-
brautarinnar í
huga.
Umræðan
SVERRIR TEITSSON
■ Nýkjörinn formaður Ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík skrifar
um sölu á Landsímanum.