Fréttablaðið - 17.10.2003, Síða 10

Fréttablaðið - 17.10.2003, Síða 10
w w w . p a r k e t . i s Krókhálsi 4 • 11 Reykjavík Sími 567 1 1 H A R Ð V I Ð A R V A L Gengið inn að ofanverðu Parket, plastparket, listar, hurðir og flísar hæð2. 9 % ALLT AÐ AFSLÁTTUR ei n n t v ei r o g r ír 2 8 7. 0 18 AFGANGASALA Í HARÐVIÐARVALI ! 10 17. október 2003 FÖSTUDAGUR Þingmenn úr öllum flokkum sameinast um frumvarp: Áfengiskaupaaldur rýmkaður STJÓRNMÁL 18 og 19 ára einstak- lingar geta keypt léttvín og bjór ef lagabreytingartillaga 16 þing- manna úr öllum flokkum nær fram að ganga. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir tilganginn með frumvarpinu fyrst og fremst þann að samræma réttindi og skyldur ungmenna. „Þau hafa fengið öll réttindi nema þessi við 18 ára aldurinn. Þau ráða sjálf öllum sínum persónulegu högum. Þau hafa sjálfræði og fjárræði, þau geta tekið bankalán og orðið ábyrgðarmenn að skuld- bindingum. Þeim er treyst fyrir greiðslukortum og þeirri ábyrgð sem fylgir giftingu og uppeldi barna. Unga fólkið má fara inn á staði sem selja áfengi, má af- greiða áfengi á slíkum stöðum en það má ekki neyta þess sjálft eða kaupa það.“ „Það er sérkennilegt að áfeng- isvandamál eru óvíða meiri en hér þó það sé miðað við áfengiskaupa- aldur 20 ára,“ segir Jóhanna og telur að breytingin hafi ekki nei- kvæð áhrif. „Við erum að beina neyslunni frá sterku áfengi að veikara, sem getur átt þátt í því að breyta neysluvenjum unga fólks- ins.“ Meðal þeirra sem flytja frum- varpið með Jóhönnu eru tveir yngstu þingmennirnir, Birkir J. Jónsson og Ágúst Ólafur Ágústs- son. ■ STÓRIÐJA Efasemdir eru uppi meðal Bílddælinga um frammistöðu At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða í kalkþörungamálinu, sem nú er aft- ur komið á byrjunarreit fimm árum eftir að rannsóknir hófust. Helsta gagnrýnin felst í því að for- svarsmenn At- vinnuþróunarfé- lagsins skyldu ákveða að halda sig eingöngu við írska fyrirtækið Celtic í stað þess að hleypa öðrum að verkefninu. Þá segja heimildarmenn Fréttablaðs- ins vafa leika á því hvort Atvinnu- þróunarfélagið hafi haft umboð frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga til þess að ganga til samninga við ein- staka aðila. Atvinnuþróunarfélagið hafi eingöngu átt að hafa forgöngu um að láta rannsaka hafsbotninn á Arnarfirði en ekki ákveða hverjir fengju að vinna auðlindina. Tekið er fram í þessu samhengi að At- vinnuþróunarfélagið hafi staðið að rannsóknum á kalkþörungunum með miklum sóma. Rúmlega fimm ár eru síðan Atvinnuþróunarfélaginu var falið málið. Fljótlega eftir það fór sendinefnd fulltrúa þess til Írlands til að skoða kalkþör- ungaverksmiðju Celtic Sea Minerals. Í þeirri ferð gerðu forsvarsmenn Atvinnuþróunar- félagsins samkomulag við Írana um að þeir fengju að sitja að kalknámi á botni Arnarfjarðar. Stofnað var Íslenska kalkþör- ungafélagið með aðild Björgun- ar ehf. og Celtic til að vinna að stofnun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. Verksmiðjan átti að gefa um 15 störf á staðnum en alls var talið að íbúum á Bíldu- dal gæti fjölgað um rúmlega 30 manns vegna kalkþörunga- vinnslunnar. Á þeim rúmu fimm árum sem liðin eru hafa engar fram- kvæmdir orðið á Bíldudal vegna kalkþörungaverksmiðju Íranna. Forseti bæjarstjórnar Vestur- byggðar, Jón B. G. Jónsson, taldi sig hafa yfirlýsingar Íranna fyr- ir því að verksmiðjan yrði risin um þetta leyti. En nú er staðan sú að Írarnir og íslenska fyrir- tækið Björgun hafa frestað áformum um ótiltekinn tíma og bera við markaðsástæðum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að síðasta vor hafi ís- lenskir fjárfestar farið fram á það við Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða að fá upplýsingar um stöðu kalkþörunganna á botni Arnar- fjarðar. Fjárfestunum var neitað um þær upplýsingar vegna þess að Írarnir væru að undirbúa kalkverksmiðjuna. rt@frettabladid.is ÞINGIÐ MEÐ RÁÐGJÖF Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa flutt þingsályktun- artillögu þess efnis að Alþingi kjósi nefnd, skipaða fulltrúum allra þingflokka, sem verði stjórnvöldum og Bændasamtök- unum til samstarfs og ráðuneytis við mótun nýs grundvallar fyrir búvöruframleiðslu og treystingu byggðar í sveitum. EKKERT SVAR Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, Samfylkingu, kvað sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær og gagnrýndi að svar utan- ríkisráðherra við spurningu sinni um hvers vegna kostnaður við friðargæslu væri felldur undir friðargæslu væri rýrt og illa rök- stutt. Sagðist hún ætla að endur- taka spurninguna. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Flutti frumvarp um lægri áfengiskaupaald- ur 1995. Þá náði það ekki fram að ganga en hún er bjartsýn nú. ■ Alþingi BÍLDUDALUR Vonir um kalkþörungaverksmiðju fara dvínandi. ■ Rúmlega fimm ár eru síðan At- vinnuþróunar- félaginu var falið málið. Svonaerum við VINNUTÍMI Í ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI Vinnutímar á viku Höfuðborgarsvæðið Karlar 45,7 Konur 37,3 Landsbyggðin Karlar 50,5 Konur 38,0 Heimild: Hagstofan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Fjárfestum haldið frá Kalkþörungavinnsla í Arnarfirði er á byrjunar- reit eftir fimm ára vinnu. Efasemdir eru um frammistöðu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Forstöðumaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða: Írarnir koma í nóvember IÐNAÐUR „Írarnir eru enn inni í myndinni,“ segir Aðalsteinn Ósk- arsson, forstöðumaður Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða, vegna þeirrar frestunar sem orðið hef- ur á áformum um að reisa kalk- þörungaverksmiðju á Bíldudal sem ætlað er að framleiða kalk sem meðal annars á að nota í hús- dýrafóður. Aðalsteinn segist vissulega hafa heyrt gagnrýni vegna þess að eingöngu var samið við Írana. Hann segir að á þeim tíma sem undirrituð var viljayfirlýsing um samstarf hafi menn talið að slíkt myndi flýta framgangi málsins. Hann segir að einungis fjórir að- ilar í Evrópu vinni að vinnslu á kalkþörungum af sjávarbotni og því ekki um marga að velja en auðvitað sé auðvelt að vera vitur eftir á. Aðalsteinn staðfestir að íslenskir fjárfestar hafi viljað skoða möguleika á að koma að kalkþörungunum en á grundvelli viljayfirlýsingarinnar verði samstarfið að halda áfram. „Írarnir koma í nóvember og þá munum við fara yfir allt mál- ið og taka stöðumat,“ segir hann. Aðalsteinn segir að þótt svo fari að Írarnir hverfi frá áform- um sínum um að reisa verk- smiðjuna hafi þegar fengist dýr- mæt þekking sem nýtast muni öðrum sem vilji fara í þessa framleiðslu. ■ Hellisgerði í Hafnarfirði: Dvergtré eru í vetrar- dvala SÝNINGAR Dvergtrjánum í Bonsai- garðinum í Hellisgerði í Hafnar- firði hefur verið komið fyrir í vetrargeymslu. Að því er kemur fram á hafn- arfjordur.is er Bonsai-garðurinn sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Garðurinn er sagður njóta mik- illa og vaxandi vinsælda eftir fimm starfsár. Í sumar var bætt við plöntum og fjölbreytni í uppsetningu þeirra aukin með því að nota hraunið í Hellisgerði meira. Gestir í sumar voru 2.796 talsins og er garðyrkjustjóri bæjarins, Björn Bögeskov Hilmarsson, sagður mjög ánægður með að- sóknina. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.