Fréttablaðið - 17.10.2003, Page 11

Fréttablaðið - 17.10.2003, Page 11
■ Leiðrétting 11FÖSTUDAGUR 17. október 2003 Lífræn helgi á Græna torginu í Sigtúni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 25 34 1 /2 3 haustlaukaútsala kynningar og tilb oð 1.999 kr. 2 rósir, ca. 5 sm Pottaplöntur með 5 % afslættiRýmum! Nóvemberkaktus Tilboð 499 kr. 699 kr. 1.499 kr. 2 -5 % afsláttur af haustlaukum STJÓRNSÝSLA Um 85% íslenskra ríkisstofnana hafa engar siðareglur, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um siðareglur í opinberri stjórn- sýslu. Skýrslan er unnin vegna mik- illar umræðu um siðferði í opin- berri stjórnsýslu á síðustu árum, ekki síst í tengslum við ýmiss konar siðferðisleg álitamál eða spillingu. Í könnun Ríkisendurskoðunar frá því í sumar kemur fram að 15% ríkisstofnana hafi sett sér siðareglur og að forstöðumenn 40% annarra stofnana séu að íhuga að setja slíkar reglur. Hins vegar hafa um 45% forstöðu- manna ekki í hyggju að setja siðareglur. Af þeim sem hafa siðareglur telur um 41% að vinnulag hafi breyst eftir að reglurnar hafi verið settar, en 46% segja ekkert hafa breyst. Í könnuninni var spurt hvernig brugðist væri við ef brotið væri gegn settum siðar- reglum. Um 63% þeirra sem hafa siðareglur bregðast við með því að tala við viðkomandi starfs- mann. Enginn af þeim hefur hins vegar þurft að áminna starfs- mann formlega eða beita brott- rekstri. Þeir sem ekki ætla að setja siðareglur voru spurðir um ástæðu þess og svöruðu um 55% þeirri spurningu. Um 59% nefna tímaskort og um 28% telja enga þörf fyrir slíkar reglur. ■ Vegna fréttar á miðvikudagum þróun í umfangi í Öræ- fum skal tekið fram að rangt er að Skaftárjökull hafi hopað um 82 metra frá í fyrra. Það var Skaftafellsjökull sem það gerði. Skaftafellsjökull er í Skaftafelli. Skaftárjökull gengur hins vegar vestur úr Vatnajökli og er á milli Tungnárjökuls og Síðujökuls. Sjálfstæðismenn í ÍTR: Vilja aukna samvinnu ÍÞRÓTTIR Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu þess efnis að ÍTR hefji viðræður við íþróttafélögin Ármann, Þrótt og Íþróttabandalag Reykjavíkur um aukið samstarf félaganna, samnýtingu íþrótta- mannvirkja og flutnings Ármanns í Laugardal. Í greinargerð með tillögu sjálf- stæðismanna kemur fram að nú þegar sé mikið samstarf á milli Ármanns og Þróttar og að vilji sé til aukins samstarfs meðal for- ystumanna félaganna. Stjórn ÍTR frestaði umræðu um tillöguna á fundi sínum á miðvikudag. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Hinn dæmdi ógnaði starfsfólki lyfjaverslun- arinnar með járnstöng. Lyfjaræningi: Dæmdur í fangelsi DÓMUR Maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir rán í lyfjaverslun. Maðurinn ógnaði starfsfólki lyfjaverslunarinnar með járn- stöng og hrifsaði með sér nokkra lyfjapakka áður en hann hvarf á brott. Hann var einnig dæmdur fyrir þjófnað. Áður hefur hann hlotið skilorðsbundna dóma fyrir þjófnað, umferðarlagbrot og nytjastuldir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að rán væri hættulegt brot þó svo að bareflinu hafi ekki verið beitt. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um siðareglur í opinberri stjórnsýslu: Um 85% stofnana hafa engar reglur STJÓRNARRÁÐIÐ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að enginn af forstöðumönnum þeirra stofnana ríkisins sem hafa siðareglur hefur þurft að áminna starfsmann formlega eða beita brottrekstri vegna brots á reglum. Fjármálaráðuneytið: Segir aðhald nægjanlegt EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneytið telur gagnrýni um að ónógs aðhalds sé gætt í ríkisfjármálum ekki eiga við rök að styðjast. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytis- ins frá í gær. Í vefritinu segir að mikilvægt sé að líta til þess að nú hafi í fyrsta sinn verið lögð fram sundurliðuð áætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum til nokkurra ára í senn. Þá er bent á að misjafnt sé hvort matsaðilar telji peningamálastefnuna, sem er á valdi Seðlabankans, eða rík- isfjármálin vega þyngra í hagstjórninni. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.