Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 16
16 17. október 2003 FÖSTUDAGUR
GEIMSKOT Á MORGUN
Rússar skjóta á morgun á loft Sojús-geim-
flug sinni. Þriggja manna áhöfn verður um
borð. Þetta verður annað geimskotið á
fjórum dögum en Kínverjar skutu fyrsta
mannaða geimfari sínu á loft á miðvikudag.
Bandaríkjamenn herða leitina að stríðsglæpamönnum frá Balkanskaga:
Setja fé til höfuðs foringjunum
ZAGREB, AP Bandaríska
sendiráðið í Króatíu hefur
sett fé til höfuðs króatíska
hershöfðinganum Ante
Gotovina, eftirlýstum
stríðsglæpamanni. Sendi-
ráðið heitir hverjum þeim
sem veitt getur uplýsingar
sem leiða til handtöku
Gotovinas jafnvirði tæp-
lega 400 milljóna íslenskra
króna. Jafnframt hefur
verið opnuð sérstök síma-
lína til að taka við upplýs-
ingum um Gotovina.
Gotovina er á flótta und-
an stríðsglæpadómstóli
Sameinuðu þjóðanna en
ákæra á hendur honum var
birt árið 2001. Gotovina er
ákærður fyrir ódæðisverk
í stríðinu á Balkanskaga en
hann er sagður hafa myrt
að minnsta kosti 150
manns og borið ábyrgð á
brottrekstri allt að 150.000
einstaklinga.
Verðlaun eru einnig
sett til höfuðs fyrrum
leiðtogum Bosníu-Serba,
þeim Ratko Mladic og
Radovan Karadzic, en
báðir eru ákærðir fyrir
stríðsglæpi og þjóðernis-
hreinsanir í Bosníu árið
1995. ■
Tíu látnir eftir
ferjuslys í New York
Rannsókn er hafin á orsökum ferjuslyssins í New York. Skipstjórinn stakk af frá slysstað
og reyndi að fyrirfara sér.
NEW YORK, AP Rannsókn er hafin á
orsökum alvarlegs ferjuslyss á
Staten Island í New York á mið-
vikudagskvöld. Rannsóknin bein-
ist meðal annars að því hvort skip-
stjóri ferjunnar, Richard Smith,
hafi sofnað við stýr-
ið. Að minnsta kosti
10 manns, níu karl-
ar og ein kona, lét-
ust og 42 slösuðust
þegar ferjan skall
harkalega utan í
bryggjuna á Staten
Island. Margir hinna slösuðu
misstu útlimi.
Sjónarvottar sögðu að ferjan
hefði komið að bryggjunni á
óvenju miklum hraða. Svo harður
var áreksturinn að hluti ferjunnar
rifnaði af og bryggjukanturinn
skar bakborðssíðu ferjunnar eins
og niðursuðudós.
Um 1500
manns voru um
borð í ferjunni en
hún tekur allt að
6.000 farþega.
Lýsingar sjónar-
votta voru ófagr-
ar. Fólk hljóp um
allt og reyndi að
forða sér undan
brakinu. Margir
stukku í 17 gráðu
heitan sjóinn, aðr-
ir stukku í land og
forðuðu sér undan
braki sem flaug
um allt. Flestir hinna látnu voru
aldrað fólk sem náði ekki að bjarga
sér á hlaupum. Allmargir festust
inni í ferjunni og greip mikil skelf-
ing um sig. Þeir sem létust sátu við
glugga á bakborðssíðu Andrew J.
Barberi-ferjunnar. Eitt lík fannst í
sjónum skammt frá slysstaðnum.
Ferjan var á leið frá Manhattan
til Staten Island.
Þegar ferjan,
sem er 93 metra
löng og 20 metra
breið, lenti á
bryggjunni kom
stórt gat á aðra
hið hennar. Far-
þegar segja að svo virðist sem
ferjan hafi aukið hraðann þegar
hún nálgaðist land.
Eftir að hafa yfirheyrt aðra í
áhöfninni hóf lögregla rannsókn á
því hvort skipstjórinn kunni að
hafa verið sofandi við stýrið þegar
ferjan nálgaðist land.
Skipstjórinn flúði af slysstað
strax eftir slysið. Honum lá svo á
að hann gleymdi lyklum sínum og
þurfti að brjótast inn. Þar skar
hann sig á púls og skaut sig í höf-
uðið með loftriffli. Skipstjóranum
tókst þó ekki ætlunarverk sitt og
var hann fluttur á St. Vincent-
sjúkrahúsið en þangað voru fórn-
arlömb slyssins einnig flutt. Flest-
ir þeirra sem slösuðust fengu
minni háttar áverka en nokkrir
misstu útlimi.
Þetta er mesta slys í sögu al-
menningssamgangna í borginni í
rúman mannsaldur.
„Þetta er hörmulegt slys. Það
bendir ekkert til annars. Engar
vísbendingar eru um hryðjuverk,“
sagði Michael Bloomberg, borgar-
stjóri New York, en hann kom
mjög fljótt á slysstað.
Bloomberg sagði enn fremur að
áhöfn ferjunnar yrði yfirheyrð og
mundi að auki gangast undir lyfja-
próf.
Slysið varð um klukkan 19 að ís-
lenskum tíma. Mjög hvasst var
þegar slysið varð en þó var ekki
talin ástæða til að hætta áætlunar-
ferðum ferjanna.
Reglubundnar siglingar hafa
verið milli Manhattan og Staten Is-
land frá árinu 1713. Borgaryfir-
völd reka nú ferjurnar en alls eru
sjö ferjur í förum milli Manhattan
og Staten Island. Það tekur um 25
mínútur að sigla þessa 8 kílómetra
leið.
Ferjurnar flytja um 70 þúsund
manns á dag í rúmlega 100 ferðum.
Leiðin er vinsæl meðal ferða-
manna en ferjurnar sigla meðal
annars framhjá Frelsisstyttunni
og Ellis-eyju.
Ferjusiglingum milli Manhatt-
an og Staten Island var aflýst strax
í kjölfar slyssins og neyddust þús-
undir borgarbúa til að nota stræt-
isvagna og leigubíla. Ferjusigling-
arnar hófust að nýju í gærmorgun
en farþegar voru mjög óttaslegnir.
„Vitskuld hugsar maður að
fyrst þetta gat á annað borð gerst
einu sinni, þá geti það gerst aftur,“
sagði Greg Ellis, 48 ára, en hann
var einn þeirra sem tóku sér far
með fyrstu ferjunni yfir til Man-
hattan í gærmorgun.
the@frettabladid.is
Ársskýrsla KHÍ:
Konur
yfir 83%
nemenda
MENNTAMÁL Í ársskýrslu Kennara-
háskóla Íslands kemur fram að 84%
nemenda í grunndeild skólans og
83% nemenda í framhaldsdeild eru
konur. Þó er jafnræði meðal kynj-
anna í doktorsnámi.
Tæpur helmingur nemenda í
grunnnámi er í fjarnámi en flestir
af þeim eru búsettir á höfuðborgar-
svæðinu. Í skýrslunni kemur einnig
fram að meðalaldur nemenda á síð-
asta ári var 34,2 ár en hann er nokk-
uð hærri í framhaldsdeild en í
grunndeildinni. ■
■
Þetta er mesta
slys í sögu al-
menningssam-
gangna í borg-
inni í rúman
mannsaldur.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Maður neytti veitinga án þess að eiga fyrir
þeim.
Sjö mánaða fangelsi fyrir
mörg brot:
Beit í
kótilettu
DÓMUR Rúmlega þrítugur maður
var dæmdur í sjö mánaða fangelsi
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
fyrir mörg brot. Auk þess var
hann sviptur ökuréttindum ævi-
langt.
Maðurinn var dæmdur fyrir að
panta veitingar tvisvar á matsölu-
stöðum án þess að eiga fyrir þeim.
Maturinn og það sem við átti kost-
aði samtals um tíu þúsund krón-
urf. Hann var einnig dæmdur fyr-
ir að stela mat fyrir tvö þúsund
krónur úr matvöruverslun, fyrir
að stela bol að verðmæti tvö þús-
und krónur og fyrir að hafa bitið í
kótilettu í hitaborði matvöru-
verslunar og sett hana aftur á sinn
stað. Hann var einnig dæmdur
fyrir að keyra fullur og að hafa
eignað sér peningaveski sem hann
fann á götuhorni.
Ákærði játaði brot sín skil-
merkilega en hann á nokkurn
sakaferil að baki. ■
Nefndakóngur:
Situr í 18
nefndum
SVEITARSTJÓRNIR Sá einstaklingur
sem situr í flestum nefndum á
vegum sveitarstjórna á Akureyri,
í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar-
firði situr í 18 nefndum. Sá býr og
starfar á Akureyri. Þar er líka
einn sem á sæti í 13 nefndum,
annar í tólf og sá þriðji í ellefu
nefndum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í rannsóknum Bryndísar Ís-
foldar Hlöðversdóttur á setu
manna í nefndum á vegum ríkis
og borga auk stjórna fyrirtækja.
Hún rannsakaði líka nefndaskip-
an í Reykjavík aftur til ársins
1974. Þar kom fram að sá sem hef-
ur setið í flestum nefndum sem
aðalmaður hefur verið skipaður í
49 nefndir. Sú kona sem skipuð
hefur verið í flestar nefndir hefur
setið í 22 nefndum sem aðalmað-
ur. ■
EFTIRLÝSTIR
Radovan Karadzic og Ratko Mladic eru meðal eftirlýstra stríðs-
glæpamanna. Bandarísk stjórnvöld hafa sett fé til höfuðs þeim
og Ante Gotovina. Allir eru ákærðir fyrir glæpi í stríðinu á
Balkanskaga.
FJÖLDI NEFNDA
Akureyri 82
Hafnarfjörður 35
Kópavogur 23
Reykjavík 63
SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR
Björgunarmenn skoða vegsummerki eftir áreksturinn. Ferjan skall mjög harkalega á
bryggjunni og segja sjónarvottar að útlimir nokkurra fórnarlamba hafi hreinlega rifnað af
við áreksturinn.
FARÞEGASALURINN
Gífurlegar skemdir urðu á ferjunni og er
brak um allt skip, gler, timbur og stál.
TUGA METRA RIFA Á SÍÐUNNI
Að minnsta kosti 10 létust og 42 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega, þegar farþegaferja skall á bryggjunni við Stat-
en Island á miðvikudagskvöld. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins og beinist hún meðal annars að því hvort
skipstjóri ferjunnar hafi verið sofandi þegar slysið varð.
BRYGGJUSPORÐURINN
Stórt stykki brotnaði úr bryggjunni þegar
90 metra löng ferjan með rúmlega 1.500
manns innanborðs skall á bryggjusporðin-
um og risti upp bakborðssíðu ferjunnar.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT