Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 22
22 17. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Tilkynningar Þennan dag árið 1961 hóf lög-reglan í París skothríð á þús- undir alsírskra múslima sem höfðu safnast saman á götum borgarinnar. Meira en 200 manns lágu í valnum. Stríð Frakka og Alsíringa var þá í hámarki en friðarviðræður voru komnar af stað. Mikil spenna ríkti einnig í Frakklandi vegna sprengjuárása alsírskra hryðju- verkamanna í París, sem beindust sérstaklega gegn frönsku lögregl- unni. Lögreglustjóri í París var þá Maurice Papon. Lögreglan hafði gert dauðaleit að hryðjuverka- mönnum í hverfum Alsíringa og beitti þar fullri hörku. Eitthvað af saklausu fólki týndi lífinu í þeim aðgerðum. Mannfjöldinn á götum Parísar þann 17. október var bæði að lýsa stuðningi sínum við friðarviðræð- ur og einnig að mótmæla útgöngu- banni, sem beindist eingöngu gegn alsírskum múslimum í borg- inni. Árið 1981 var upplýst að Maurice Papon hafði starfað með nasistum þegar Frakkland var hernumið í seinni heimsstyrjöld- inni. Árið 1998 var hann síðan dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja hundr- uð franskra gyðinga í útrýmingar- búðir nasista. ■ Fréttablaðið býður lesendum að senda inn tilkynningar um dánar- fregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tövupóstfangið tilkynningar@frettabladi.is. Ef óskað er eftir jarðarfarar- eða andlátsauglýsingu má senda texta í slíkar auglýsingar á auglysingar@frettabladid.is. Ég hlakka til að takast á viðkrefjandi og ögrandi starf, búin háleitum markmiðum,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir, nýráðinn forstjóri Lýðheilsu- stöðvar. Anna Elísabet er mennt- aður matvæla- og næringar- fræðingur. Hún tók MBA-gráðu frá Háskóla Íslands í viðskipta- fræði fyrir tveimur árum og hefur undanfarið starfað hjá Pharmaco. „Ég hef verið í skemmtilegu starfi sem ég á örugglega eftir að sakna en á móti kemur að það verður gaman að takast á við ný og ögrandi verkefni sem lúta að því að bæta heilsu þjóðarinnar,“ segir hún og bætir við að allt frá því hún kom frá námi árið 1991 og þar til hún hóf nám í viðskiptafræði hafi hún unnið við ráðgjöf á sviði manneldismála. „Ég hef rekið fyrirtæki í næringarráðgjöf sem meðal annars átti þátt í að breyta mataræði heillar skipshafnar. Í leiðinni fékk ég tækifæri til að skyggnast inn í áður óþekkt umhverfi þegar ég sigldi með þeim. Við breytinguna léttust menn um samtals fjörutíu kíló auk þess sem blóðþrýstingur og blóð- fita lækkaði svo um munaði. Þetta er lítið dæmi um það hverju hægt er að áorka með því að lifa heil- brigðu lífi, borða hollt, hreyfa sig og gæta sín á allri ofneyslu,“ segir hún. Anna Elísabet er fædd á Blönduósi. Hún bjó lengst af í Borgarnesi en fór að heiman 16 ára til að stunda nám í Menntaskólanum á Akureyri. Þaðan lá leiðin til Þýskalands, þar sem hún var við nám í 3 ár. Þá flutti hún til Íslands og lauk B.Sc- prófi í matvælafræði. „Ég fór síðan í framhaldsnám til Noregs og útskrifaðist sem Cand. Scient. í næringarfræði 1991.“ Anna Elísabet er gift Viðari Viðarssyni, framkvæmdastjóra hjá EJS, og eiga þau þrjá syni. „Það er líflegt á heimilinu meðal allra þessara karlmanna en þannig vil ég hafa það,“ segir Anna Elísabet, sem hefur gaman af að vera með karlastóðinu sínu. Í frítímum rennir hún sér m.a. á línuskautum um gangstíga borgarinnar. „Svo höfum við gaman af að ferðast, einkum á fjöllum. Fórum í sumar í fjög- urra daga gönguferð um hálendið um Strútsstíg,“ segir Anna Elísabet, sem á sér þau háleitu markmið að bæta heilsu þjóðarinnar þannig að Íslend- ingar geti orðið fremstir meðal jafninga í lýðheilsumálum. ■ Tímamót ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR ■ Hún á sér þau háleitu markmið að bæta heilsu þjóðarinnar í starfi forstjóra Lýðheilsustöðvar en fyrir nokkrum árum munstraði hún sig um borð í skip og breytti mataræði áhafnarinnar. Breytti mataræði heillar skipshafnar STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR Sannfæring hennar er að ekki sé hægt að vera í borgarstjórn sem vinnur gegn þeim hagsmunum sem hún berst fyrir. ??? Hver? Ég er píanóleikari og stjórnandi Reyk- holtshátíðar. ??? Hvar? Niðri í bæ. ??? Hvaðan? Víða að en aðallega úr Borgarfirði. ??? Hvað? Ég sagði mig úr borgarstjórn vegna óánægju með framgöngu borgarinnar í menningarmálum og túlkun hennar á kjarasamningi við tónlistarkennara. ??? Hvernig? Ármann Jakobsson verður varaformaður menningarmálanefndar í minn stað. ??? Hvers vegna? Vegna þess að ég sá mér ekki fært að sitja lengur í borgarstjórn sem vinnur gegn þessum hagsmunum. Þetta snýst um sannfæringu ??? Hvenær? Nú þegar. ■ Persónan Stærsta afmælispakkann er égbúinn að fá heim, hann fékk ég 29. september og því ætla ég að fagna með samstarfsfólki, vinum og vandamönnum í kvöld,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sem heldur upp á fertugsafmæli sitt í kvöld á Hótel Borg. Pakkinn sem Andra barst í fyrri mánuði er frumburðurinn hans, sonur sem nú er liðlega tveggja vikna. „Það slær öllu við að eignast barn og ég neita því ekki að þau voru þung sporin út á flugvöll þeg- ar ég þurfti að fara utan í fyrri viku,“ segir nýbakaður faðir. Í kvöld verður Andri með gleði að hætti Kúbverja en listamenn þaðan ætla að skemmta gestum. „Ég á von á 150 manns í kvöld og auk tónlistar verður ýmislegt ljúf- meti, jafn í föstu sem fljótandi formi. Svo verður auðvitað mikil gleði eins og er háttur gleði- manna,“ segir Andri Már, sem síð- ast fagnaði afmælisdegi fyrir tíu árum. „Þá tókst mér að troða öll- um heim til mín en síðan hefur bæst rækilega í hópinn og það þýðir ekki annað en hafa rúmt um gestina.“ Andri hefur lengi rekið eigið fyrirtæki og einhver gæti haldið hann eldri en fertugan. Hann sam- sinnir því og bendir á að hann hafi einfaldlega orðið gamall ungur. „Það er mikið að gera um þessar mundir. Við erum að undirbúa beinar ferðir til Jamaíka sem farnar verða eftir jól og nýlega komu heim farþegar frá Sorrento úr fyrsta flugi Íslendinga þangað. Kanaríeyjar eru alltaf vinsælar og áhugi á skíðaferðum er að aukast,“ segir Andri og bætir við að farþegum til Kanaríeyja hafi fjölgað um fimmtíu prósent. Þær voru vinsælar fyrir en Heims- ferðir flytja 35 þúsund farþega í frí á þessu ári. Starf Andra byggist að miklu leyti upp á ferðalögum og svo hefur það verið allt frá því hann hóf ungur að vinna hjá föður sín- um. Hann neitar því að hann sé orðinn þreyttur á eilífum ferða- lögum. Það komi vissulega fyrir að hann langi ekki en oftar hafi hann gaman af að ferðast. „Það er ýmist í ökkla eða eyra. Maður getur orðið fullsaddur á gæðun- um eins og þar stendur en eftir tilkomu sonarins á þetta kannski eftir að breytast,“ segir Andri Már, sem á milli þess að dást að syninum og ferðast hreyfir sig til að ná sér í súrefni. bergljot@frettabladid.is Afmæli ANDRI MÁR INGÓLFSSON ■ Hann ætlar að bjóða til kúbverskrar gleði á Hótel Borg og fagna stærstu af- mælisgjöfinni sem kom í heiminn fyrir rúmum tveimur vikum. EMINEM Rapparinn Eminem, öðru nafni Marshall Bruce Mathers hinn þriðji, verður 31 árs í dag. 17. október ■ Þetta gerðist 1906 Þýski skósmiðurinn og síbrota- maðurinn Wilhelm Voigt notfærir sér skilyrðislausa hlýðni þýskrar hersveitar, þykist vera herforingi og fær hermennina til að að- stoða sig við þjófnað í bænum Köpenik, skammt fyrir utan Berlín. 1931 Al Capone, glæpaforingi í Chicago, er dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir skattsvik. 1933 Albert Einstein kemur til Banda- ríkjanna. Hann flúði þangað undan nasistum í Þýskalandi. 1945 Juan Peron gerir stjórnarbyltingu í Argentínu. 1973 Arabaríki tilkynna um bann á olíusölu til Bandaríkjanna og fleiri landa sem veittu Ísrael að- stoð í Yom Kippur-stríðinu. Þetta var upphaf olíukreppunnar. MAURICE PAPON Hann var lögreglustjóri í París árið 1961 þegar Alsírstríðið var í hámarki. FJÖLDAMORÐ ■ Meira en tvö hundruð alsírskir múslimar lágu í valnum eftir að lögreglan í París hóf skothríð á mótmælendur. 17. október 1961 Kúbversk gleði á Hótel Borg               ! " #$ %  & '  ( ) ' ***+,- ./(  0 1 +-$,2   , -2 -3- -2    .$- ,- 4- ) ANDRI MÁR INGÓLFSSON Margir gætu haldið hann eldri en fertugan, svo lengi hefur hann verið í bransanum. Hann útskýrir það með því að hann hafi orðið snemma gamall. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Rennir sér á línuskautum í frítímanum og gengur á fjöll. Fjöldamorð framin í París Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.