Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 26
Birkibrauð
3 dl volg ab mjólk
1 msk. brætt smjör
1 tsk. sítrónubörkur
1 msk. appelsínumarmelaði
2 tsk. salt
2 dl amaranthmjöl
7 dl hveiti
2 msk birkifræ
1 msk þurrger
Aðferð
Setjið volga mjólk í hnoðunarskálina
Setjið smjör, sítrónubörk, appelsínu-
marmelaði og salt út í
Setjið að síðustu þurrgerið út í
Veljið það kerfi á vélinni sem við á
Bakað í ofni
Stillið á hnoðunar-
prógrammið og
hnoðið deigið
Takið deigið úr vélinni,
hnoðið það léttilega,
setjið í smurt formköku-
form og látið lyfta sér í
30 mínútur.
Bakið við 180 gráður
á celsíus næstneðst
í ofni í 40 mínútur.
Kælið brauðið á
bökunarrist.
Ef þú sérð ekki lengur gegnumgluggann á ofnhurðinni fyrir
óhreinindum sem virðast gróin
föst er tilvalið að nota matarsóda
til að hreinsa hana. Best er að
búa til þykkt mauk úr vatni og
matarsóda og smyrja á glerið.
Skiljið eftir í tíu mínútur og þríf-
ið svo af með vatni.
Ef þú vilt ná hýðinu utan afhvítlauksrifi á fljótlegan hátt
er hægt að stinga því inn í ör-
bylgjuofn í 15 sekúndur. Þá flett-
ist það auðveldlega af. Einnig er
hægt að slá ofan á rifið með flöt-
um hníf og sprengja þannig efsta
hlutann í sundur. Eftir það er
auðvelt að fjarlægja hýðið.
Ef þú vilt reyna að láta brauðiðþitt endast lengur geturðu
prófað að stinga sellerístilk í
brauðpokann og loka aftur.
Það geta flestir eldsteikt, eðaflamberað. Samt er langt í frá
sama hvernig það er gert,“ segir
Hendrik Hermannsson, veitinga-
stjóri í Grillinu á Radisson SAS,
eða Hótel Sögu eins og hótelið er
oftast kallað.
Hendrik segir eldsteikingar
alltaf eiga vel við, en ekki síst
þegar dimmt er úti og fólk vill
eiga rómantíska stund. Hann
segir að gott sé að flambera
nautasteikur en áður en það sé
gert verði samt að bregða steik-
inni á pönnu og matreiða hana að
mestu þar. Til dæmis verður
steikin að lokast við venjulega
steikingu. „Auk þess að steikin er
flamberuð gerum við sósuna við
borð gestanna og það er mikið
atriði. Í hana notum við alltaf
soðið af steikingunni, koníak og
rjóma. Auðvitað þarf að leggja
alúð í matargerðina en flestir geta
þetta, þó það kannski takist ekki
fullkomlega í fyrstu tilraunum.“
Hendrik segir einnig gott að
flambera eftirrétti. Hann mælir
með nánast hvers kyns ávöxtum.
„Þá er gott að flambera í líkjörum.
Flestir góðir líkjörar koma til
greina.“
„Það er virkilega gaman að
flambera mat. Við framreiðslu-
menn sjáum strax á andlitum
gesta okkar hvernig þeim líkar
það sem við erum að gera. Í raun
eigum við aðeins eitt takmark.
Það er að gestum okkar líði vel og
þess vegna er gaman að sjá
viðbrögðin. Við fáum í raun
einkunnina strax. Ég hef enn ekki
fallið,“ segir Hendrik brosandi.
Hendrik hefur verið fram-
reiðslumaður í um áratug og þar
af veitingastjóri í Grillinu í fimm
ár. „Við erum eini veitinga-
staðurinn á landinu sem býður
eldsteikingu og fyrirskurð við
borð gesta.“ ■
■ Húsráð
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Eldsteikingar:
Ljós í myrkri
Dagur Kári Pétursson ogTómas Lemarquis hafa verið
tilnefndir til Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna árið 2003. Al-
menningur kýs um verðlaunin á
Netinu, á heimasíðu Jameson-
vískífyrirtækisins sem er helsti
stuðningsaðili verðlaunana. Við
skorum á alla velunnara íslenskra
kvikmynda að kjósa strákana fyr-
ir þá fínu mynd Nóa Albínóa. Slóð-
in er www.jameson.ie/peoples-
choice/ en einnig má komast inn á
síðuna á mbl.is.
Íslendingar hafa verið dugleg-
ir að kjósa á Netinu og kemur það
forsvarsmönnum Jameson varla
mikið á óvart enda Ísland einn
sterkasti markaður Jameson og
viskíið það vinsælasta hér á landi
um árabil.
Viskí frænda
okkar Íra virð-
ist falla Íslend-
ingum afar vel,
það er hreint,
þægilegt og
milt með létt
sætum vanillu-
keim. ■
Kjósum Ísland á Jameson.ie!
Bakstur í brauðvél:
Girnilegt
brauð og
meðlæti
Komin er út ný íslensk bók meðuppskriftum að brauðum og
kökum sem bökuð eru í brauðvél.
Höfundurinn er Fríða Sophia
Böðvarsdóttir, sem einnig hefur
skrifað bókina Bakað úr spelti
sem notið hefur mikilla vinsælda
á Íslandi, í Noregi og í Danmörku.
Uppskriftirnar eru tvískiptar
þannig að þær má nota þó að
brauðvél sé ekki fyrir hendi.
Í bókinni er einnig að finna upp-
skrifir að sultum, súpum og græn-
metiskæfum sem tilvalið er að
bera fram með nýbökuðu brauði.
Í formála bókarinnar gefur
Fríða Sophia hollráð varðandi
brauðvélar og bakstur.
HENDRIK FLAMBERAR
Hann segir flesta geta eldsteikt en samt sé langt í frá sama hvernig það er gert.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ET
Mangó
Mangótréð er ættað frá Malasíu. Ávöxturinn er egglaga og
yfirleitt grænleitur en fer yfir í gult, rautt og jafn-
vel fjólublátt. Kjötið er sterkappelsínugult, mjög
sætt en með súru eftirbragði. Í miðju ávaxtarins
er stór steinn. Mangó er járnríkt. Það inni-
heldur mikið A-vítamín og einnig nokkuð
af B- og C-vítamíni. Mangó má nota með
ýmsum hætti. Flestir hafa bragðað
mangó-chutney en ferskt mangó má
bæði nota á margan hátt í matargerð,
svo sem meðlæti bæði með kjöti og fiski.
Villibráðarkvöld
Villibráðarkvöld verður þann 25. október
á Hótel Stykkishólmi og dansleikur með
Milljónamæringunum, Bjarna Ara og Páli Óskari.
Verð með gistingu í tveggja manna herbergi
kr. 8.500 á mann.
Pantanir í síma 430 2100