Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 28
KVIKMYNDIR Söguþráður fjórðu
kvikmyndar Quentins Tarantinos,
Kill Bill, er ekki svo ýkja flókinn
og minnir um margt á gömlu
spaghettívestra ítalska leikstjór-
ans Sergio Leone þar sem Clint
Eastwood fór oftar en ekki með
aðalhlutverkið. Kill Bill er, eins og
titilinn gefur vísbendingu um,
saga hefndar. Eins og í myndum
Leones er aðalhetjan haldin óseðj-
andi réttlætiskennd og gífurleg-
um blóðþorsta.
Aðalpersónan í Kill Bill hefur
líka væna ástæðu til. Uma Thur-
man leikur stórhættulegan laun-
morðingja sem ákveður að snúa
baki við starfi sínu þegar hún
verður ófrísk og ástfangin. Hún
hefur starfað fyrir glæpakónginn
Bill (David Carradine) sem
stjórnar hópi af hættulegustu
launmorðingjum heims. Bill er
ekkert allt of sáttur við það að
missa einn besta starfskraftinn
sinn og ákveður að koma henni
fyrir kattarnef. Hann mætir þess
vegna í brúðkaup hennar með lið
sitt og skýtur alla gestina, tilvon-
andi eiginmann hennar og hana
sjálfa í höfuðið. Hann deyr sem og
allir gestirnir en hún fellur í
dauðadá í fimm ár.
Þið getið rétt ímyndað ykkur
hvað stúlkan, sem öðlast viður-
nefnið Brúðurinn eftir hina blóð-
ugu brúðkaupsveislu, er pirruð og
reið þegar hún vaknar aftur. Hún
sver þess eið að hefna sín á öllum
fyrrum félögum sínum og höfuð-
paurnum Bill.
Í hlutverki morðingja á
snærum Bills eru Lucy Liu sem
leikur O-Ren Ishii, Darryl Hannah
sem leikur Elle Driver, Michael
Madsen sem leikur Budd og Vivica
A. Fox sem leikur Vernitu Green.
Hefndarvegur blóðugu brúðar-
innar er það langur að það tekur
tvær heilar kvikmyndir að ganga
hann til enda. ■
28 17. október 2003 FÖSTUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
Kvikmyndir
KILL BILL
■ Þá er fjórða mynd leikstjórans Quent-
ins Tarantinos loksins komin í bíó. Þetta
er þó aðeins fyrri hluti myndarinnar, því
hún var klippt í tvennt vegna lengdar
sinnar. Seinni hluti verður frumsýndur
eftir áramót.
Woody Allen hefur sent tilboðtil nokkurra bókaútgefanda
þar sem fram kemur að hann
muni láta allt uppi í væntanlegri
sjálfsævisögu
sinni. Hann seg-
ir að margt í
bókinni sé mun
dramatískara en
hann gæti
nokkurn tímann
skrifað í bíó-
mynd. Kaflinn
um ástarsamband hans og Miu
Farrow á víst að vera mjög safa-
ríkur og stór hluti af bókinni.
Margir eru eflaust forvitnir að
heyra hans hlið á því sambandi
því það endaði með því að Allen
varð ástfanginn af dóttur hennar
sem hann svo giftist síðar. Til-
boðsbréf Allens endar svo á
þessum orðum; „Fyrir það að
segja sögu mína vil ég glás af
seðlum, boltinn er hjá ykkur.“
Leikarinn John Rhys-Davies,sem leikur dverginn Gimli í
Lord of the Rings-myndunum
hefur kært framleiðendur sjón-
varpsþáttaseríu fyrir trassa-
skap. Leikarinn meiddist illa við
tökur í Króatíu síðasta sumar
þegar veggur
datt ofan á
hann. Leik-
arinn segist
hafa orðið fyrir
alvarlegum og
langvarandi
meiðslum og
krefst skaðabóta.
Nicole Kidman segist vilja leikakarlmann í bíómynd. Hún seg-
ist hafa örlitla reynslu á því sviði
þar sem hún var nánast alin upp
sem strákur á fyrstu æviárum
sínum. Faðir henn-
ar á víst að hafa
viljað eignast
stráka en fékk
bara stúlkur.
Kidman sagði
einnig í sama
viðtali að hún
vilji gleymast
eftir að hún
deyr. Hún
ætlar t.d. að
brenna dag-
bækur sínar,
sem hún hef-
ur haldið í
mörg ár,
áður en hún
deyr.
Það er nokkuð
sem Smokie-að-
dándi getur
ALDREI skilið!
Hefnd blóðugu brúðarinnar
KILL BILL
Lucy Liu má fara að vara sig, blóðuga brúðurin
(Uma Thurman) á harma að hefna.
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
Internet Movie Database 8.4 /10
(115 sæti yfir bestu myndir allra tíma)
Rottentomatoes.com 83% = Fersk
Entertainment Weekly A
Los Angeles Times 2 stjörnur (af fimm)
Fréttiraf fólki
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
TOPP 20 - X-IÐ977
VIKA 42
The White Stripes
I JUST DON’T KNOW WHAT..
Muse
STOCKHOLM SYNDROME
Botnleðja
BROKO
Placebo
SPECIAL NEEDS
Limp Bizkit
EAT YOU ALIVE
Evanescence
GOING UNDER
The Strokes
12:51
Linkin Park
NUMB
Hot Hot Heat
NO NOT NOW
Black Rebel Motorcycle Club
STOP
Marilyn Manson
THIS IS THE NEW SHIT
Travis
RE-OFFENDER
The Thrills
BIG SUR
The Darkness
I BELIEVE IN A THING ...
Maus
MY FAVOURITE EXCUSE
Foo Fighters
HAVE IT ALL
A Perfect Circle
WEAK AND POWERLESS
Gísli
HOW ABOUT THAT
Kings of Leon
RED MORNING LIGHT
Mínus
MY NAME IS COCAINE
Vinsælustulögin
THE WHITE STRIPES
Hirti toppsætið af Botnleðju.
Ég segi Appetite for Destruction meðGuns ‘n’ Roses,“ segir Frosti Loga-
son, gítarleikari Mínus. „Þetta var
annar geisladiskurinn sem ég eignaðist
og þessi plata hefur alltaf verið í uppá-
haldi. Þetta var eitt af fyrstu sporunum
mínum í þungarokkið og þessi plata
eldist alveg rosalega vel. Það er alltaf
hægt að setja hana í, sama hvert tilefn-
ið er.“
FROSTI
Platan
Gvu...
tjónaðirðu
bílinn?
Já, ég missti
bara stjórn á
stýrinu og...
BANG!
Þú misstir
stjórn á
stýrinu og...
BANG!
Og þetta hefur
auðvitað ekkert að
gera með AC/DC
og trommusóló á
stýrinu?
Trommu.
..nei...
það er
sko...
mjaah...
Stundum velti
ég því fyrir
mér hvað ger-
ist í hausnum
á þér!