Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 37
37FÖSTUDAGUR 17. október 2003 LAUGAVEGI 178 • SMÁRALIND • KRINGLUNNI • SÍMI 570 7500www.hanspetersen.is 24.800kr.• 3,2 milljón pixlar• 5X stafrænn aðdráttur • Video: 3 sek. upptaka • 16 & 32 MB minniskort fylgja PowerShot A300 ARSENE WENGER Framkvæmdastjórinn er ósáttur við ákvörðun stjórnar Arsenal. Enska knattspyrnan: Wenger ósáttur FÓTBOLTI Arsene Wenger er ósáttur við ákvörðun stjórnar Arsenal um að viðurkenna sekt leikmanna félagsins í átökunum sem urðu eftir leik Manchester United og Arsenal. Wenger hafði lýst því yfir að hann ætlaði að berjast gegn öllum ákærum sem bornar voru á leik- menn hans í kjölfar leiksins á Old Trafford. Martin Keown, Bisan Lauren, Patrick Vieira, Ashley Cole og Ray Parlour eru allir á saka- mannabekk enska knattspyrnusam- bandsins en ákæra á hendur Jens Lehmann var dregin til baka. ■ Everton: Ekkert tilboð í Rooney FÓTBOLTI „Wayne er ánægður hjá Everton og er bundinn félaginu með samningi til þriggja ára,“ sagði Ian Monk, talsmaður umboðsskrif- stofunnar ProActive Sports Mana- gement. Monk segir að það sé eng- inn fótur fyrir frétt The Sun um að Chelsea hafi boðið Everton 35 millj- ónir punda fyrir Wayne Rooney. Everton hefur einnig svarað frétt The Sun. „Við höfum hvorki heyrt frá Chelsea né nokkru öðru félagi vegna Wayne Rooney og myndum ekki fagna neinu slíku erindi,“ sagði Ian Ross, fjölmiðla- fulltrúi félagsins, við fréttavef BBC. ■ Ruud Gullit þjálfar U-19 lið Hollendinga: Frumraun gegn Íslandi FÓTBOLTI Síðdegis í dag stjórnar Ruud Gullit hollensku landsliði í fyrsta sinn. Sviðið verður Dinamo-leikvangurinn í Kisínev, höfuðborg Moldavíu, tilefnið Evrópukeppni U-19 landsliða og mótherjinn verður Ísland. Ruud Gullit hóf feril sinn hjá Haarlem í Hollandi árið 1981 en lék síðar með Feyenoord, PSV, AC Milan, Sampdoria og Chelsea. Árið 1996 varð hann fram- kvæmdastjóri Chelsea en var rekinn þaðan í febrúar 1998. Seinna um sumarið 1998 tók hann við þjálfun Newcastle en missti starfið ári síðar. Gullit hefur ekkert fengist við þjálfun síðan 1999 en tekur upp þráðinn í dag með U-19 liði Hollendinga í leik gegn Íslendingum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.