Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 38

Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 38
38 17. október 2003 FÖSTUDAGUR MEISTARAMÓT MADRÍDAR Chilemaðurinn Nicolas Massu býst til að senda boltann til Bandaríkjamannsins Andy Roddick á Meistaramóti Madrídar. Tennis FÓTBOLTI Paul Gascoigne, fyrrum landsliðsmaður Englands í knatt- spyrnu, æfir nú með enska úrvals- deildarliðinu Wolves í von um að koma sér í gott form að nýju. Hinn 36 ára gamli knattspyrnu- kappi segist hafa farið þess á leit við Dave Jones, knattspyrnu- stjóra Úlfanna, að hann hjálpaði sér að ná fyrri styrk á ný. „Hann vildi koma sér í form og er að leita að félagi. Ég sagði hon- um að við myndum glaðir hjálpa honum,“ sagði Jones. Gazza, eins og hann er oftast kallaður, lék síðast með kínverska annarrar deildar liðinu Gansu Ti- anma fyrir sex mánuðum og var talið líklegt að hann væri aftur á leið til Austurlanda. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið en mætti til æf- inga hjá Úlfunum í gær. Hann er staðráðinn í að taka skóna fram að nýju og hefur meðal annars verið orðaður við þriðju deildar lið Darlington. Tveir íslenskir landsliðsmenn leika með Úlfunum, þeir Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. ■ Þokkalegir möguleikar HANDBOLTI „Við erum í ágætri stöðu eftir fyrri leikinn. Við eig- um þokkalega mökuleika á að komast áfram, en það er mikil vinna eftir,“ sagði Árni Stefáns- son, þjálfari HK. HK leikur á morgun við rúss- neska félagið Stepan í Evrópu- keppni bikarhafa en Rússarnir unnu fyrri leikinn ytra 23-22. Leikið verður í íþróttahúsinu í Digranesi og hefst viðureignin klukkan 16.30. Stepan, sem er frá St. Péturs- borg, er eingöngu skipað rúss- neskum leikmönnum. „Styrkleiki þeirra felst í góðri vörn og góðri markvörslu,“ sagði Árni Stefáns- son en markvörðrinn Pavel Shukasian og leikstjórnandinn Sergei Ziza eru sterkustu leik- menn félagsins. Shukasian, sem verður 42 ára í janúar, lék með rússneska (áður sovéska) landsliðinu í fimmtán ár og stærstan hluta ferils síns með CSKA Moskvu. Ziza lék með KA veturinn 1996-97 og varð Íslands- meistari með Akureyringunum um vorið. Aðstoðarþjálfari KA þá var Árni Jakob Stefánsson, sem nú er þjálfari HK. „Við lékum góða vörn í fyrri leiknum og þeir náðu aldrei skot- um í gegnum vörnina okkar,“ sagði Árni. „Við verðum að leika skynsamlega og reyna að brjótast í gegnum vörnina í stað þess að reyna langskot.“ Árni sagðist ekki hafa vitað mikið um Rússana fyrir leikinn ytra en hann hafi fengið tvær vídeóspólur með leikjum liðsins auk þess sem Alfreð Gíslason hjálpaði með upplýsingar. Á móti kemur að Rússarnir vissu ekkert um HK. Það staðfesti Sergei Ziza við Árna eftir leikinn. Bregenz HB, austurríska fé- lagið sem Dagur Sigurðsson þjálf- ar, leikur gegn pólsku félagi í þessari keppni og á möguleika á að komast áfram. Árni telur ekki tímabært að spá í önnur félög í keppninni. „Þetta er allt í okkar höndum. Ef við leggjum okkur fram getum við komist áfram. Þá fyrst förum við að spá í hugsan- lega mótherja,“ sagði Árni. ■ Góðgerðarmál: Stór knapi GÓÐGERÐARMÁL Manute Bol, fer- tugur Súdani, verður stærsti knapi sögunnar á laugardag, finn- ist nógu stór hestur. Bol er 2,27 metrar á hæð og lék um ellefu ára skeið með Washington Bullets, Philadelphia 76ers, Golden State Warriors og Miami Heat í NBA- deildinni. Kappreiðarnar fara fram á Hoosier Park-brautinni í Indiana- polis en tilgangurinn er fjársöfn- un til styrktar börnum í Súdan sem hafa orðið fórnarlömb borg- arastyrjaldarinnar þar í landi. Bol hefur í sama tilgangi keppt í ís- hokkí með félagi í Indianapolis og í hnefaleikum við ruðningskapp- ann William „Ísskáp“ Perry. ■ MATEJA KEZMAN Hann hefur farið mikinn í liði PSV Eindhoven og skoraði 35 mörk á síðasta tímabili. Meintur mannræningi: Hugðist ræna Kezman FÓTBOLTI Lögreglan í Eindhoven handtók fyrir skömmu mann sem hafði lagt á ráðin um að ræna Mateja Kezman, framherja PSV Eindhoven. Lögreglan handtók 59 ára gamlan mann frá borginni Arnhem en þurfti síðar að sleppa honum vegna ónógra sannana. Guus Hiddink, þjálfari PSV, segir Kezman enn mæta á æfing- ar þrátt fyrir atburðinn. „Hann varð æstur og reiður þegar hann frétti af málinu. Hann hefur samt reynt að lifa sínu venjulega lífi,“ sagði Hiddink. Kezman, sem er Serbi, átti stóran þátt í því að PSV fangaði hollenska meistaratitilinn á síð- asta ári. Hann varð markahæstur í deildinni með 35 mörk. PSV á leik gegn erkifjendunum í Ajax þann 26. október en liðin eiga í harðri baráttu á toppi hol- lensku deildarinnar. ■ * Gildir í október. OKTÓBERFEST 0,5 l Holsten á kr.350* ■ ■ LEIKIR  19.15 Þór og Valur keppa í Höll- inni á Akureyri í norðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta.  19.15 Grindavík leikur við Reyni í Grindavík í Hópbílabikar karla í körfu- bolta.  19.15 Keflavík mætir Ármanni í Keflavík í Hópbílabikar karla í körfubolta.  20.00 Fram keppir við Aftureld- ingu í Framhúsinu í norðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) á Sýn.  20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  21.00 UEFA Champions League. Fréttaþáttur um Meistaradeild Evrópu á Sýn.  21.30 Fastrax 2002 (Vélasport) á Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem öku- tæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítar- leg umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir. Paul Gascoigne: Æfir með Úlfunum PAUL GASCOIGNE Gazza hefur leikið með Newcastle, Totten- ham, Lazio, Rangers, Middlesbrough og Everton og var um tíma einn besti miðvall- arleikmaður heims. HK leikur á morgun við rússneska félagið Stepan í Evrópukeppni bikarhafa. Árni Stefánsson, þjálfari HK, segir liðið í ágætri stöðu eftir fyrri leikinn ytra. HK Árni Stefánsson, þjálfari HK fagnar sigri félagsins í SS-bikarkeppninni síðasta vetur. hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 OKTÓBER Föstudagur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.