Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 40
■ ■ KVIKMYNDIR
Bestu tónlistarmyndbönd heims í
Regnboganum: kl. 16, 17.30 og 19.
Bestu tónlistarmyndbönd heims í
Regnboganum: kl. 16, 17.30 og 19.
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 5532075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Sambíóin Keflavík, s. 421 1170
Sambíóin Akureyri, s. 461 4666
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
Bestu tónlistarmyndbönd heims í
Regnboganum: kl. 16, 17.30 og 19.
■ ■ TÓNLEIKAR
✓ 17.00 Guðjón Rúdolf verður með
tónleika í verslun 12 Tóna við
Skólavörðustíg. Hann gaf nýverið út
geisladiskinn Minimania sem hefur
vakið verðskuldaða athygli.
17.00 Jóhann Jóhannsson leikur
ásamt Ethos-strengjakvartettinum og
Matthiasi MD Hemstock tónlist af
disknum “Englabörn” í Hallgrímskirkju.
Á tónleikunum verður einnig flutt ný
tónlist af væntanlegum diski Jóhanns
sem kemur út snemma á næsta ári.
✓ 19.30 Tónleikar með Kvennakór
Reykjavíkur og Páli Óskari verða hald-
nir í Austurbæ. Á efnisskrá verður fjöl-
breytt tónlist allt frá Hljómasyrpu til
Supremes og fleiri. Stjórnandi er Sigrún
Þorgeirsdóttir og auk hennar verður
þriggja manna hljómsveit.
✓ 22.00 Tónleikar með Kvennakór
Reykjavíkur og Páli Óskari verða hald-
nir í Austurbæ. Á efnisskrá verður fjöl-
breytt tónlist allt frá Hljómasyrpu til
Supremes og fleiri. Stjórnandi er Sigrún
Þorgeirsdóttir og auk hennar verður
þriggja manna hljómsveit.
■ ■ LEIKLIST
✓ 20.00 Leikrit Shakespeares,
Ríkarður þriðji, verður frumsýnt á stóra
sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Farsinn Öfugu megin uppí
verður sýndur á stóra sviði
Borgarleikhússins.
20.00 Vinur minn Heimsendir eftir
Kristínu Ómarsdóttur í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu.
20.00 Erling með Stefáni Jónssyni
og Jóni Gnarr er sýnt í Freyvangi.
20.00 100 prósent hitt með Helgu
Brögu verður frumsýnt í Ými við
Skógarhlíð.
■ ■ LISTOPNANIR
✓ Myndlistarsýning Jónu Thors hefst á
Mokka og ber heitið “Peep Show”.
Sýningin stendur hún til nóvemberloka.
Á sýningunni eru klefar á vegg og er
fólki boðið að gægjast inn í þá.
40 17. október 2003 FÖSTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
OKTÓBER
Föstudagur
Kórinn átti 10 ára afmæli í vorog af því tilefni höfum við
bryddað upp á ýmsu skemmtilegu
í ár,“ segir Sigrún Þorgeirsdóttir,
stjórnandi Kvennakórs Reykjavík-
ur, en kórinn verður með tvenna
tónleika á léttu nótunum í kvöld.
„Við syngjum lög sem eru flest
frá 7. áratugnum. Við syngjum til
dæmis syrpu af Hljómalögum og
lög með Supremes. Lög eins og
Stop in the Name of Love, Please
Mr. Postman og Kenndu mér að
kyssa rétt munu hljóma í kvöld.“
Sigrún Þorgeirsdóttir hefur
stjórnað kórnum um sjö ára bil:
„Margrét Pálmadóttir stofnaði
kórinn fyrir tíu árum. Í kórnum
eru nú ríflega 80 konur og nóg að
gera. Kórinn fór í utanlandsferð
til Tékklands í fyrra og þar áður
til Bandaríkjanna. Svo reynum
við líka að ferðast innanlands.“
Kvennakór Reykjavíkur kem-
ur fram í Austurbæjarbíói ásamt
stórsöngvaranum Páli Óskari og
þriggja manna hljómsveit: „Við
fengum Pál Óskar til að syngja
með okkur því þessi tónlist hent-
ar röddinni hans mjög vel. Hann
hefur verið að syngja lög eftir
Burt Bacharach og hann tekur
nokkur lög eftir hann á tónleikun-
um í kvöld. Formaður kórsins er
Ásdís Hjálmtýsdóttir, stóra systir
Páls Óskars, og við reyndum að
sjálfsögðu að nýta okkur fjöl-
skylduböndin.“
Fyrri kórtónleikarnir hefjast í
Austurbæjarbíói klukkan 19.30
og seinni tónleikarnir klukkan
22.00. ■
■ TÓNLIST
Páll Óskar
og Kvennakór
Reykjavíkur
DAVÍÐ ÓLAFSSON
Er ekki kominn tími á NóaAlbínóa,“ spyr Davíð Ólafsson
bassasöngvari. „Ég er búinn að
heyra svo mikið um myndina en
þekki engan sem hefur séð hana.“
Hann gæti einnig hugsað sér að
hlusta á Guðjón Rúdolf syngja og
spila í verslun 12 Tóna við Skóla-
vörðustíg. Sömuleiðis líst honum
vel á tónleika Kvennakórs
Reykjavíkur með Páli Óskari. „Ég
var eini karlmaðurinn í 4 vikna
ferðalagi Kvennakórs Suðunesja
til Kanada árið 1976. Kannski að
maður kíki og rifji stemninguna
upp. Ætli Palli fíli sig betur með
kvennakór en ég?“ Davíð nefnir
líka frumsýninguna á Ríkarði
þriðja í Þjóðleikhúsinu. „En það
er uppselt.“ Myndlistarsýning
Jónu Thors á Mokka vekur einnig
athygli Davíðs. „Þetta gæti orðið
dejavu Þýskalandsáranna minna.
„Peep Show“ var heitið á vinsæl-
um sjónvarpsþætti sem fyrrum
eiginkona Dieter Bohlen, söngv-
ari Modern Talking, stjórnaði. Þar
opinberaði fræga fólkið í Þýska-
landi fantasíur sínar.“ Þá freistar
tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
óperusöngvarans. „Ef það truflar
ekki hljómsveitirnar að maður
taki eina skák á meðan er ég til í
að mæta á Grand Rokk eða í Þjóð-
leikhúskjallarann og endurnæra
hugann svolítið.“
Val Davíðs
Þetta lístmér á!
✓
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
Kvennakór Reykjavíkur fagnar 10 ára afmæli sínu og verður ásamt Páli Óskari og hljóm-
sveit í Austurbæjarbíói í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M