Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 46
Linda Pétursdóttir hefur gertsamning við bandaríska
snyrtivörufyrirtækið Sileca í
Chicago um að vera talsmaður og
andlit snyrtivörulínu þess næstu
tvö árin. Sileca framleiðir meðal
annars andlitskrem sem eiga að
koma í veg fyrir öldrun húðar-
innar og innihalda lífræn kísl:
„Ég er mjög ánægð með þenn-
an samning enda hafa vörurnar
frá Sileca reynst mér vel. Lífið er
stutt og við verðum að gera allt
sem við getum til að lifa sem
lengst,“ segir Linda, sem er 33 ára
og virðist ekki deginum eldri.
Þakkar hún það að hluta góðum
andlitskremum og þá sérstaklega
Silica-kreminu með kísl-
tvísýringnum (Si02).
Dominic Wightman hjá Sileca
Inc. í Chicago er ekki síður
ánægð en íslenska
alheimsfegurðardrottningin, sem
nú býr í Kanada þar sem hún er
við nám auk þess sem hún stýrir
fyrirtækjum sínum hér heima
með fjarskiptum:
„Linda hefur réttan bakgrunn,
er bæði greind og gullfalleg og er
verðugur fulltrúi fyrir það sem
snyrtivörurnar okkar standa fyrir:
Þær koma í veg fyrir öldrun
húðarinnar og eru gerðar úr nátt-
úrulegum og hreinum efnum sem
viðhalda einstakri fegurð.
Meginuppistaðan í þeim smyrslum
sem koma í veg fyrir öldrun er
íslensk kísl eða kísiltvísýringur og
tengsl okkar við Ísland eru því
afar mikilvæg fyrir útbreiðslu
vörumerkisins til framtíðar. Linda
er sú manneskja sem mörgum
útlendingum dettur fyrst í hug
þegar minnst er á Ísland.
Snyrtivörurnar okkar selja sig
sjálfar þannig að hlutverk Lindu
er að vera okkur til hjálpar við að
koma þeim skilaboðum áleiðis að
með aldrinum minnki meðfædd
kísl og að þessar snyrtivörur séu
okkur nauðsynlegar ef við viljum
að húðin eldist vel.“
Sjálf segir Linda að með
aldrinum verði umhirða húðar-
innar æ mikilvægari: „Þegar ég
var yngri þurfti ég ekki að hugsa
svo mikið um útlitið. Það bara var.
Með árunum breytist allt, til að
mynda útlitið, og ég er ekkert
öðruvísi en aðrar konur. Ég vil
vera falleg þó fyrst og síðast vilji
ég lifa fallegu lífi.“ ■
46 17. október 2003 FÖSTUDAGUR
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að jafnvægi
ríkir í rekstri Ríkisútvarpsins; starfsmennirnir
vinstrisinnaðir og yfirstjórnin hægrisinnuð.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Adrienne Clarkson.
Bandaríkin.
Barcelona. Fegurð
LINDA PÉTURSDÓTTIR
■ alheimsfegurðardrottning hefur gert
tveggja ára samning við Sileca snyrtivöru-
fyrirtækið. Linda vill lifa fallegu lífi en
segist ekkert vera öðruvísi en aðrar
konur; hún vilji líka vera falleg.
Við reynum að flokka hundanaeftir stærðum. Þetta er eins og
á barnaheimilum þar sem lík börn
leika best,“ segir Gunnar Ísdal,
sem rekur hundaleikskóla í gamla
dýraspítala Watsons í Víðidal við
ágætar undirtektir hundaeigenda.
Gunnar nýtur engra opinberra
styrkja til starfseminnar líkt og
venjulegir leikskólar: „Það kostar
600 krónur að hafa hund í gæslu
hér í einn dag. Við erum með opið
frá 9-18,“ segir hann.
Í hundaleikskólanum í Víðidal
er pláss fyrir 15 hunda. Í gær
voru þar 10 í gæslu og segir
Gunnar viðtökur með besta móti
en leikskólinn hefur aðeins verið
opinn í nokkra daga. Haft er ofan
af fyrir hundunum með ýmsu
móti enda má þeim ekki leiðast
frekar en börnum á öðrum leik-
skólum: „Við leikum við hundana
og förum með þá í gönguferðir.
Þetta er töluverð vinna,“ segir
Gunnar og neitar því ekki að yfir-
leitt séu miklir fagnaðarfundir
þegar eigendurnir koma í dagslok
til að ná í dýrin sín: „Sumir
skemmta sér hins vegar svo vel
hér að þeir vilja helst ekki fara
heim á kvöldin. Það eru bestu
meðmælin,“ segir hann. ■
Hundaleikskóli í Víðidal
GUNNAR OG LEIKSKÓLAHUNDARNIR
Sumir vilja ekki fara heim á kvöldin.Hundar
GUNNAR ÍSDAL
■ hefur opnað hundaleikskóla í
hesthúsabyggðinni í Víðidal.
Dagurinn kostar 600 krónur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Linda vill lifa...
LINDA PÉTURSDÓTTIR
Í Hrunamannahreppi síðla sumars. Býr í Kanada og stýrir fyrirtækjum
sínum á Íslandi með fjarskiptum.
Ég er með átta mátunarklefa íbúðinni minni, þar af sex risa-
stóra sem rúma vel hjólastóla,“
segir Lilja Hrönn Hauksdóttir,
kaupmaður í Cosmo í Kringlunni,
og mótmælir þar með stað-
hæfingum talsmanna Sjálfsbjargar
að aðeins sé einn mátunarklefi sem
rúmi fólk í hjólastólum í
Kringlunni. Sá sé í Hagkaupum.
„Ég hef verið með verslun hér í
Kringlunni í 16 ár og alltaf lagt mig
eftir því að þjóna fötluðum, sem
vissulega eru stór hluti viðskipta-
vina minna.“
Sjálfsbjörg veitti Kringlunni
sérstök verðlaun fyrir gott aðgengi
fyrir fatlaða fyrir nokkrum árum
en talsmenn samtakanna telja að
síðan þá hafi sigið á ógæfuhliðina.
Dæmi um það séu kaffistofa ofan í
gryfju á fyrstu hæð og svo ný
verslun Byggt og búið sem byggð
sé á pöllum.
„Það má vera að versl-
unareigendur hér ættu að huga
betur að fötluðum en ég er með
góða samvisku í þessum efnum og
hef alltaf haft. Það geta allir séð
sem hingað koma og máta föt hjá
mér,“ segir Lilja í Cosmo og er stolt
af mátunarklefunum sínum. ■
LILJA Í COSMO
Sextán ár í Kringlunni og hefur alltaf sinnt fötluðum viðskiptavinum til fulls jafnt á við aðra.
Cosmo fyrir fatlaða
Mátunarklefar
LILJA HRÖNN HAUKSDÓTTIR
■ kaupmaður í Cosmo í Kringlunni er
stolt af þeirri aðstöðu sem hún hefur
búið fötluðum viðskiptavinu sínum.
Það verður fjör í Kolaportinu ámorgun. Þá fá öll börn sem
koma í heimsókn pakka, vandlega
innpakkaðan og spennandi, frá
forráða-
mönnum
portsins.
Allir
krakkar
yngri en 12
ára fá
pakka svo
lengi sem
birgðir
endast.
Pakkarnir
verða ekki færri en 300 talsins
þannig að lengi er von á einum...
Handknattleikslið HK íKópavogi brá sér alla leið til
Pétursborgar á dögunum til að
keppa þar við rússneska liðið
Stepan. Tók liðið rússneska
flugvél frá Helsinki og hefði
betur
látið það
ógert.
Svo
mikið
skrölti í
vélinni í
háloftunum að liðsmenn héldu að
þeir væru að syngja sitt síðasta –
og vélin líka. Það stóð á endum,
því þegar vélin loks lenti í
Pétursborg drap hún á sér og
hefur víst ekki farið í gang
síðan...
Fréttiraf fólki
Hrósið
...fær Ólafur Elíasson myndlistar-
maður fyrir að koma Íslandi á
landakort listanna í túrbínusaln-
um í Tate Modern í London.
Hesthús!
Nýtt 12 hesta hús í Hafnarfirði til sölu.
Hlaða og haughús undir stíum, hitaveita, kaffistofa og
gott gerði. Langtímalán. Upplýs. í 898 -3165. Til sýnis
í dag, sunnud. 19. okt kl. 16-18, að Sörlaskeiði 17
beint á móti Íshestum við veginn að Kaldárseli, sjá
einnig www.centrum.is/~leikir/hesthus