Fréttablaðið - 23.12.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 22
Sjónvarp 28
ÞRIÐJUDAGUR
FRIÐARGÖNGUR Íslenskir friðarsinnar
standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu
á þremur stöðum á landinu. Gengið verður
frá Hlemmi í Reykjavík klukkan 18 og frá
Ísafjarðarkirkju á sama tíma. Þá verður
gengið frá Menntaskólanum á Akureyri
klukkan 20.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
HLÝINDI MEÐ RIGNINGU Leiðinda-
vindur með þessu víða og verður svo í
mestallan dag. Nú fer að kólna og um
miðnætti annað kvöld verður komið frost
víða um land með éljum. Sjá síðu 6
23. desember 2003 – 321. tölublað – 3. árgangur
jón arnór og ólafur meðal tíu efstu
Íþróttamaður ársins:
▲
SÍÐA 22
Bræður munu
berjast
● blysför á þorlák
Marín Þórsdóttir:
▲
SÍÐUR 24 og 25
Opið hús á
Þorláksmessu
skötustappa ● jólavín
Smakkar hráa
skötu í fiskbúðinni
matur o.fl.
Knútur Árnason:
▲
SÍÐA 26 og 27
ÖRYRKJAR FÁ GREITT Trygginga-
stofnun endurgreiddi 3.815 öryrkjum í gær
í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 16.
október. Meðalgreiðslan nam 422 þúsund
krónum. Sjá síðu 2
DRÁTTARVEXTIR EKKI FJÁR-
MAGNSTEKJUR Arnþór Helgason,
framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Ís-
lands, segir dráttarvexti sem lögðust á
endurgreiðslur samkvæmt öryrkjadómi ekki
venjulegar fjármagnstekjur heldur skaða-
bætur. Sjá síðu 2
ÞRÍR MILLJARÐAR TIL STOFN-
FJÁREIGENDA Kaupþing Búnaðarbanki
stefnir að því að kaupa SPRON fyrir níu
milljarða. Þar af fara þrír milljarðar til stofn-
fjáreigenda. Algeng eign einstaklinga er 20
stofnbréf sem gefa rúmar fjórar milljónir
króna. Sjá síðu 4
LÖGREGLUMÁL „Við erum ekki leng-
ur einangruð og ætli það sé ekki
helsta ástæða þess hversu mikið
þessum málum hefur fjölgað. Við
höfum svo sem séð þetta áður en
ásóknin er óvenju
mikil núna,“ segir
Smári Sigurðs-
son, hjá alþjóða-
deild ríkislög-
reglustjóra, um
þá mörgu erlendu
menn sem sækja
hingað til lands
og hafa verið
teknir vegna
gruns um að vera með fölsuð skil-
ríki og tilraunir til peningaþvætt-
is.
Á sunnudag voru belgískur
ríkisborgari og maður frá Kongó
úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Báðir játuðu þeir fyrir dómi að
hafa fengið kennitölur hér með
framvísun ólöglegra skilríkja
sem þeir notuðu til að opna banka-
reikninga. Þá eru tveir Afríku-
búar í gæsluvarðhaldi grunaðir
um að ætla að fremja auðgunar-
brot hér á landi.
Smári segir að eftir því sem
erlendum ríkisborgum fjölgi í
landinu aukist alþjóðlegu tengsl-
in. Hann segir að alltaf sé svo að
meðal okkar sé óheiðarlegt fólk,
einnig meðal þeirra sem hafa
flutt hingað til lands.
„Það er kannski umhugsunar-
efni hversu auðvelt er að fá
kennitölu hér og opna banka-
reikning. Það hefur sjálfsagt eitt-
hvað með það að gera að oftast er
ekki brugðist við fyrr en eitthvað
kemur upp á.“
Þegar mál eru komin til rann-
sóknar eru sendar út fyrirspurnir
á innra neti Interpol og unnið úr
svörum sem koma til baka. „Oft á
tíðum eru þessir menn ekki að
byrja ferilinn hér á landi og brot
þeirra hér bætast einungis inn í
ferilsskrá þeirra.“ Hann segir
mjög erfitt að stöðva þessi brot.
Smári segir yfirvöld á Keflavík-
urflugvelli vera vel upplýst og
þau nái árangri í sinni vinnu.
„Þeir hafa greinilega staðið sig
afskaplega vel. Góð samvinna er
á milli okkar í alþjóðadeild og
þeirra.“ Hann segir mikilsvert að
afla upplýsinga frá öðrum lönd-
um og vera með augun opin.
hrs@frettabladid.is
ÞORLÁKSMESSUHEFÐIR Skata verður
meira borðuð í dag en annar mat-
ur. Vestfirðingar munu vera upp-
hafsmenn að skötutátinu en aðrir
landsmenn gefa þeim lítt eftir nú
á dögum.
Á fimmta hundruð manns
munu til dæmis borða Þorláks-
messuskötuna á veitingastaðnum
Þremur Frökkum í dag. Það er
ekki nóg með að mikið verði að
gera, pantanir fyrir Þorláksmessu
að ári hafi þegar borist.
Skata verður einnig á borðum á
Hótel Sögu. Að sögn Hafsteins Eg-
ilssonar er von á þrjú hundruð
manns í skötu í dag. „Við erum
með skötuna í Súlnasal og þar er
orðið fullt,“ segir hann. Hann seg-
ir að á boðstólum verði veitingar
sem ættu að henta flestum, hvort
sem þeir hafi þróað með sér
smekk á vel kæstri skötu eða ekki.
„Við erum með skötuhlaðborð
bæði fyrir byrjendur og lengra
komna,“ segir Hafsteinn.
sjá einnig bls. 6
Ekki einangrað
í undirheimum
Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir umhugs-
unarefni hversu auðvelt er fyrir fólk frá öðrum löndum að fá kennitölu og
opna bankareikning hér á landi. Óvenju mörg mál til rannsóknar.
ER HÚN NÓGU KÆST?
Úlfar á Þremur Frökkum bregður á leik með skötuna.
Erlendir fjársvikamenn:
Telja Ísland
óplægðan
akur
LÖGREGLUMÁL „Allt sem heitir
banka- og kreditkortasvindl er
mjög algengt erlendis,“ segir Jó-
hann R. Bene-
diktsson, sýslu-
maður á Kefla-
víkurflugvelli,
um aukna ásókn
h u g s a n l e g r a
fjársvikamanna
hingað til lands
síðustu vikur.
Hann segir
meinta glæpa-
menn hugsan-
lega sækja til Ís-
lands því akur-
inn sé óplægður
hér. „Þeir eru
einfaldlega að kanna hvort þeir
komist upp með þessi brot hér.“
Aðspurður hvort við séum varnar-
laus gagnvart svona glæpum segir
Jóhann ekki nýtt að slíkar tilraunir
séu gerðar. Hann segir mann hafa
verið tekinn á leið úr landi, fyrir
einu til tveimur árum, með fjölda
kreditkorta, skartgripi og peninga.
Sá hafi fengið nokkuð þungan dóm,
þó hafi hann ekki opnað banka-
reikning eins og fjórir menn sem nú
sitja í gæsluvarðhaldi. ■
jólin koma
Þorláksmessuskata:
Skata verður á veisluborðum
1
dagur
til jóla
Opið til klukkan
23.00
í kvöld
M
YN
D
/G
VA
JÓHANN R.
BENEDIKTSSON
Segir fjársvikamenn
athuga aðstæður
hérlendis.„Ætli það
sé ekki það
að við erum
ekki lengur
einangruð.
Vopnaeftirlitið í Líbíu:
Hefst strax í
næstu viku
LÍBÍA, AP Mohamed ElBaradei, yfir-
maður Alþjóða kjarnorkumála-
stofnunarinnar, IAEA, segir að
hann muni halda til viðræðna við
stjórnvöld í Líbíu ekki seinna en í
næstu viku og að vopnaeftirlit muni
hefjast strax í kjölfarið.
Þetta kom fram aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að líbísk
stjórnvöld undirrituðu yfirlýsingu
um að hætta öllum tilraunum við
þróun gjöreyðingarvopna og leyfa
skilyrðislaust vopnaeftirlit.
ElBaradei segist munu stjórna
fyrsta leiðangrinum, sem helstu
sérfræðingar IAEA taki þátt í. ■