Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 6
6 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,98 -0,72%
Sterlingspund 126,93 -0,92%
Dönsk króna 12,03 -0,49%
Evra 89,53 -0,47%
Gengisvísitala krónu 123,97 -0,10%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 306
Velta 16.073 milljónir
ICEX-15 2.110 2,45%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarb. hf. 9.608.605.041
Pharmaco hf. 1.767.447.339
Íslandsbanki hf. 124.524.536
Mesta hækkun
Þormóður rammi-Sæberg hf. 13,04%
Pharmaco hf. 8,55%
Flugleiðir hf. 4,17%
Mesta lækkun
Líf hf. -8,89%
Össur hf. -3,59%
Vinnslustöðin hf. -2,86%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.287,9 0,1%
Nasdaq* 1.944,9 -0,3%
FTSE 4.424,0 0,3%
DAX 3.876,9 -0,6%
NK50 1.315,5 -0,0%
S&P* 1.088,0 -0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Fylgsni hvaða hryðjuverkasamtakafann ítalska lögreglan í Róm?
2Hvar voru upptök elds sem kviknaði ábóndabæ í Borgarnesi um helgina?
3Hvað heitir nýliðinn í NBA-deildinnisem skoraði 68 stig í tveimur leikjum
um helgina?
Svörin eru á bls. 30
VIÐSKIPTI „Ég held að þetta sé ekki
flensa sem tekur bara einn á heimil-
inu. Þetta er ekki einangrað fyrir-
brigði,“ segir Helgi Laxdal, stjórn-
armaður í Sparisjóði vélstjóra, um
viljayfirlýsingu SPRON og Kaup-
þings Búnaðarbanka. Hann segir að
sparisjóðirnir hljóti hver um sig að
skoða þá leið sem SPRON fór, verði
af þeim viðskiptum.
Bjarni Ármannsson, bankastjóri
Íslandsbanka, segir að ef þessi
gjörningur verði samþykktur sé lík-
legt að aðrir sparisjóðir muni kanna
þessa aðferðafræði. „Ég lít þessa
þróun jákvæðum augum.“
Talið er að viðskiptabankarnir
þrír muni sýna stærri sparisjóð-
unum áhuga. Guðmundi Steinari
Björgmundssyni, stjórnarfor-
manni Sparisjóðs Vestfjarða, líst
ekki á þessa þróun út frá þeim
hugsjónum sem sparisjóðirnir
hafi starfað eftir. „Ég sé rosalega
eftir SPRON úr samstarfi spari-
sjóðanna,“ segir Guðmundur.
„Það virðast ekki mega vera til
fjármunir eða afl til að gera hluti
í þessu þjóðfélagi nema það sé
hægt að braska með það.“ ■
Skata og kanínufóð-
ur fara ekki saman
Halldór Helgason er sérfræðingur í að kæsa skötu. Hann framleiðir 600
kíló á ári og segir vinsældir skötunnar stöðugt vaxandi.
ÞORLÁKSMESSA „Við framleiðum um
600 kíló á ári. Skatan fer víða um
land og það eykst stöðugt eftir-
spurnin,“ segir Halldór Helgason,
sem um árabil hefur framleitt
skötu fyrir Kiwanisklúbbinn Þor-
finn. Ágóðinn af skötunni fer síðan
til góðgerðarmála.
Halldór kæsir tindabikkju sem
hann fær af línubátum á Vestfjörð-
um. Hann segir að skatan frá Þor-
finni hafi hlotið mikið lof og þeir
sem einu sinni kaupi komi gjarnan
aftur árið eftir til að fá meira.
„Við þurfum ekki að kvarta
undan sölunni. Flestir vilja fá hana
í hæsta styrkleikaflokki. Við höf-
um boðið upp á fleiri en einn
styrkleikaflokk en reyndin er sú
að flestir vilja þetta lostæti sem
sterkast. Skatan er stöðugt að
vinna á og það er gaman að sjá hve
duglegt unga fólkið er að tileinka
sér þennan þjóðlega sið,“ segir
hann.
Halldór segist sjálfur vera mik-
ill skötufíkill. Hann lætur sér ekki
nægja að borða hana aðeins á Þor-
láksmessu.
„Ég borða hana minnst einu
sinni í mánuði og finnst hún alltaf
jafn góð. Ég hef til dæmis oftast
með mér skötu í sumarbústaðinn.
En ég verð að viðurkenna að mér
hefur ekki tekist að venja mín eig-
in börn á skötuna. Þau er öll komin
á legg og ég er enn að reyna að
koma þeim á bragðið,“ segir hann.
Aðspurður um verkunaraðferð-
ina vill hann ekki upplýsa það
enda sé uppskriftin hernaðar-
leyndarmál Kiwanisklúbbsins Þor-
finns.
„En ég get þó upplýst að við
mígum ekki á skötuna. Það er bara
þjóðsaga að hún sé verkuð
þannig,“ segir Halldór.
Hann segir það vera hefðbund-
ið að bera skötuna fram með kart-
öflum og hnoðmör.
„Menn hafa reynt ýmislegt ann-
að með skötunni svo sem græn-
meti. En skata og kanínufóður fara
engan veginn saman og menn enda
jafnan á gömlu uppskriftinni þar
sem hnoðmör, skata og kartöflur
sameinast í þessum himneska
rétti,“ segir Halldór.
rt@frettabladid.is
Uppbyggingin í Írak:
Rússar til í
niðurfellingu
RÚSSLAND Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti hefur tilkynnt að
Rússar séu tilbúnir til þess að
fella niður 65 prósent af 8 millj-
arða dollara skuld Íraka í skipt-
um fyrir þátttöku rússneskra
fyrirtækja í uppbyggingunni í
Írak.
Abdul Aziz al-Hakim, leiðtogi
íraska framkvæmdaráðsins, sem
var á ferð í Moskvu í gær ásamt
íraskri samninganefnd, sagði að
samkomulag hefði náðst og að
Írak yrði opið öllum rússneskum
fyrirtækjum. ■
Afkomuviðvörun Össurar:
Tap síðustu
mánuði
KAUPHÖLLIN Í afkomuviðvörun frá
Össuri hf. kemur fram að fyrir-
tækið áætli að einnar til tveggja
milljóna dollara tap verði á fjórða
ársfjórðungi þessa árs. Ástæðurn-
ar eru málaferli Össurar í Banda-
ríkjunum, kostnaður við yfirtöku
Generation II og skipulagsbreyt-
ingar hjá dótturfélagi Össurar í
Bandaríkjunum.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össur-
ar, segir að flestar ástæður til-
kynningarinnar hafi komið fram.
„Við töldum hins vegar rétt að láta
þær allar koma fram á einum
stað.“ Gert er ráð fyrir að hagnað-
ur ársins verði 3,6 til 4,6 milljónir
dollara. ■
HELGI LAXDAL
Segir viljayfirlýsingu Kaupþings Búnaðar-
banka og SPRON ekki einangrað fyrir-
bæri, og Sparisjóð vélstjóra hljóta eins og
aðra sparisjóði að skoða sína stöðu í ljósi
síðustu atburða.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SKÖTUKARLAR
Halldór Helgason og Magnús Arnórsson hnusa af skötunni sem Þorfinnur sendir um allt
land. Vestfirðingarnir voru sammála um að skatan væri í hæsta gæðaflokki.
M
YN
D
S
ÍM
O
N
Ö
R
N
SPRON og Kaupþing Búnaðarbanki:
Ekki einangrað fyrirbæri
Færð um jólin:
Útlit fyrir
þunga færð
FERÐAVEÐUR Veðurstofan og Vega-
gerðin búast við því að vegir geti
orðið þungfærir í dag sökum hlýn-
andi veðurs sem hefur í för með
sér slyddu og hálku.
„Ég er pínu uggandi um [dag-
inn í dag] með færðina. Það er
víða snjór núna og svo fer að
rigna í nótt og á morgun verður
þetta eflaust frekar óspennandi
færi,“ segir Kristín Hermanns-
dóttir hjá Veðurstofunni.
Einar Pálsson, hjá Vegagerð-
inni, minnir á þjónustusíma Vega-
gerðarinnar, 1777. Þar fást nýj-
ustu upplýsingar um færð. ■
PÚTÍN OG AL-HAKIM
Pútín segir Rússa tilbúna til þess að fella
niður 65 prósent af skuldum Íraka.
Tveir Afríkumenn:
Varðhald
framlengt
GÆSLUVARÐHALD Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli fór fram á
áframhaldandi gæsluvarðhald
yfir tveimur Afríkumönnum í
gær. Mennirnir komu hingað til
lands 8. desember og voru teknir
með fölsuð vegbréf.
Farið var fram á gæsluvarð-
hald til 12. janúar. Mennirnir höf-
uð komið til landsins nokkrum
vikum áður. Í fyrri ferðinni út-
veguðu þeir sér kennitölur og
opnuðu bankareikninga, hugsan-
lega til að búa í haginn fyrir það
sem koma skyldi. Fyrir dómi í
gær ákváðu þeir að una kröfu
sýslumannsins. ■