Fréttablaðið - 23.12.2003, Side 8

Fréttablaðið - 23.12.2003, Side 8
8 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Evrópa Markviss stjórn „Upphlaup stjórnarandstöðunnar vegna einstakra mála skilja lítið eftir sig og það sem stendur upp úr er að ríkisstjóinn tók til við að framfylgja áherslumálum sínum úr kosningabaráttu og stefnuyfir- lýsingu markvissum og öruggum skrefum.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í Morgunblaðinu 22. desember. .Svikin loforð „Engar nýjar hugmyndir hafa komið fram og kosningaloforða- bankinn er troðfullur af sviknum kosningaloforðum sem ekki örlar á að eigi að standa við.“ Björgvin G. Sigðursson, þingmaður Samfylking- arinnar, í Morgunblaðinu 22. desember. Krefjumst fangelsisvistar „Almenningur á að krefjast fang- elsisvistar á þeim mönnum sem upphefja sig í stórkostlegum for- stjóralaunum byggðum á stolnum hagnaði.“ Kristinn Snæland leigubílstjóri í Fréttablaðinu 22. desember. Orðrétt Félög verslunarfólks: Kvarta undan jólalögunum PRAG, AP „Það er ekki gott fyrir heilsuna að hlusta á þetta átta tíma á dag, það er alveg ljóst,“ sagði Alexandr Leiner, formaður samtaka verslunarfólks í Tékk- landi. Samtökin krefjast þess að búðareigendur hætti stanslausu spili jólalaga eða greiði starfs- mönnum sínum bætur fyrir þann tilfinningalega skaða sem spilun- in getur haft í för með sér. Búðar- eigendur hafa engu svarað. Leiner segir sumar búðir spila sömu lögin allan daginn og stilla tónlistina hátt í þokkabót. Þetta sé hvorki gott fyrir starfsmenn né viðskiptavini. Verkalýðsfélög í Austurríki hafa einnig kvartað undan jóla- lagaspilun. ■ Íslendingar upplýsa um norska umhverfissóða Norskur útgerðarmaður þrætir fyrir að nota Barentshaf sem ruslakistu þrátt fyrir að myndir sýni annað. Segir ásakanir Íslendings vera með ólíkindum. Fleiri Íslendingar lýsa umhverfissóðaskap norskra útgerða. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég vísa þessum ásökunum algerlega á bug því þetta á ekki við rök að styðjast. Ég tel að persónulegar ástæður séu að baki því að Kristvin Már fer með svona vitleysu í fjölmiðla,“ segir Dag Arne Gjösund, útgerð- armaður togar- ans Rosund frá Á l a s u n d i . F r é t t a b l a ð i ð birti myndir frá því þegar áhöfn Rosund hífði ónýt veiðarfæri í hafið síðasta sumar. Kristvin Már Þórsson, þáverandi bátsmað- ur á Rosund, tók myndirnar og lýsti því jafnframt að útgerðin hefði látið taka drasl úr landi til að fleygja í hafið vegna þess hve dýrt það væri að eyða því í landi. Fleiri íslenskir sjómenn á norsk- um togurum hafa staðfest við Fréttablaðið að þessu sé svona háttað. Þannig sé það viðtekin venja að henda drasli svo sem veiðarfærum og vírum í hafið aft- ur í stað þess að eyða því í landi svo sem er regla á Íslandi þar sem skip koma undantekningalítið með drasl að landi. Dag útgerðarmaður vildi ekk- ert tjá sig um myndirnar sem teknar voru um borð í skipi hans í sumar þar sem verið var að hífa gömul veiðarfæri í hafið. Hann sagðist ekki hafa neinar forsend- ur til að tjá sig um það sem þar kemur fram. „Umgengnin er slæm. Af- gangsnetum, vírum og bobbing- um var fleygt í hafið. Þeir eru að spara sér einhvern kostnað með þessu. Ég hef aldrei séð svona lag- að gerast á íslenskum skipum,“ segir Ingimundur Elísson, stýri- maður og fyrrverandi skipverji á frystitogaranum Ottó Wathne sem gerður er út frá Álasundi. Ingi- mundur var í mánuð á skipinu og segir að sér hafi blöskrað um- gengni Norðmannanna um fiski- miðin. Hann segist hafa stundað sjó á Íslandsmiðum frá árinu 1970. Á öllum skipum hafi verið sú regla að pakka saman draslinu og hífa í land til eyðingar. „Á fiskislóðinni vorum við sí- fellt að fá aftur upp gömul veiðar- færi sem var fleygt aftur. Norð- menn verða að breyta umgengis- venjum sínum,“ segir Ingimund- ur. Dag útgerðarmaður segir að því fari fjarri að drasl sé sett um borð í skipið til að fleygja því á fiskislóð. „Við erum sjómenn og byggj- um afkomu okkar af hafinu og við hegðum okkur ekki með þeim hætti sem hefur verið lýst. Það eru bæði Norðmenn, Rússar og Ís- lendingar sem eru á veiða á svip- uðum slóðum og það er vitaskuld mikið að finna af drasli og göml- um fiski, en ásakanirnar af hálfu Íslendingsins eru með ólíkind- um,“ segir Dag Gjösund. rt@frettabladid.is bryndis@frettabladid.is Tölvuþrjótur: Sýknaður öðru sinni OSLÓ, AP Hinn tvítugi Jon Lech Jo- hansen lauk árinu með svipuðum hætti og hann hóf það, með því að vera sýknaður af ákærum um gagna- stuld. Johansen var kærður eftir að hon- um tókst að brjóta upp öryggisþætti DVD-diska, sem eiga að koma í veg fyrir afritun, og birti þá á Netinu. Ákærendur kröfðust þess að Johan- sen fengi 90 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm, sætti sektum og því að tölvubúnaður hans yrði upptækur. Þeim varð ekki að ósk sinni frekar en verjanda hans, sem vildi að málinu yrði vísað frá. Viðbúið er að því verði áfrýjað til hæstaréttar Noregs. ■ VARNARVEGGIR TIL VANDRÆÐA Sameinuðu þjóðirnar fylgjast með fram- kvæmdum Ísraela úr gervihnetti. Varnarveggir Ísraela: Fylgst með úr geimn- um ÍSRAEL Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarið fylgst náið með fram- kvæmdum Ísraela við byggingu varnargirðinga á Vesturbakkanum og nota til þess gervihnattamynda- vélar sem beint er að svæðinu úr 700 kílómetra fjarlægð. Að sögn Alain Retiere, starfsmanns SÞ sem stjórnar verkefninu, er tilgangur- inn með upptökunum að safna land- fræðilegum gögnum. „Við sjáum það greinilega á gervihnattamyndunum hvað varnargarðarnir valda Palestínu- mönnum miklum vandræðum og skaða,“ sagði Retiere. ■ Reykjaneshryggur: Stórir skjálftar JARÐSKJÁLFTI Jarðskjálfti sem mældist 4 á Richter varð klukkan 1:51 í fyrrinótt á Reykjaneshrygg. Upptök skjálftans voru 70 til 80 kílómetra suðvestur af Reykja- nesi, skammt suður af Eldeyjar- boða. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands varð skjálfti af stærðinni 3,5 á Richter á sömu slóðum 7 mínútum síðar. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftar af þessari stærð verða á þessum slóðum á nokkurra ára fresti. ■ UMHVERFISSÓÐAR Þessa mynd tók íslenskur bátsmaður um borð í togaranum Rosund þegar verið var að henda ónýtri botnvörpu í hafið. Útgerðarmaðurinn þrætir og segir persónulegar ástæður vera fyrir uppljóstrunum. KRISTVIN MÁR ÞÓRSSON Blöskrar umgengni Norðmanna um eigin fiskimið. INNFLYTJENDUR FARAST Sjö lík ólöglegra innflytjenda sem freist- uðu þess að komast til Vestur- Evrópu höfðu fundist í gær eftir að bátur sem fólkið var í sökk norður af grísku eynni Ródos. Eini maðurinn sem hafði fundist á lífi sagði að um 70 manns hefðu verið um borð í bátnum, sem sökk á laugardag. LEITA EITUREFNA Á HAFI Skip og flugvélar hollensku landhelgis- gæslunnar leituðu í gær þriggja gáma sem tók út af flutningaskipi þegar öldur náðu sjö metra hæð á Ermarsundi á laugardag. Í tunn- unum voru 630 tunnur af skor- dýraeitri sem menn óttuðust að kynni að valda skaða ef efnið læki úr tunnunum. Morðið á Zoran Djindjic: Morðinginn fyrir rétt SERBÍA, AP Réttarhöld hófust í Belgrad í Serbíu í gær yfir fimmt- án manns sem sakaðir eru um að- ild að morðinu á Zoran Djindjic, fyrrum forsætisráðherra Serbíu, en hann var skotinn til bana fyrir utan forsætisráðuneytið í Belgrad þann 12. mars á þessu ári. Á meðal þeirra ákærðu er Zvazdan Jovanovic, fyrrum aðstoðaryfirforingi öryggissveita júgóslavnesku lögreglunnar í for- setatíð Slobodans Milosevics, en hann er sakaður um að hafa skot- ið Djindjic. Milorad Lukovic, fyrrum yfirmaður öryggislögreglunnar, sem enn fer huldu höfði, er grunaður um að hafa skipulagt morðið. ■ Heimsferðir stækka: Hafa eignast 92% í Terra Nova FERÐAMÁL Heimsferðir hafa keypt 92% hlut í ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól. Að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða, verður áfram boðið upp á ferðir í gegnum flugfélagið LTU til Þýskalands næsta sumar. Hann telur að með þessum kaupum aukist umsvif fyrirtækis- ins um þriðjung. Hann segir að þessi viðbót við rekstur Heims- ferða sé mjög góð. „Áfangastaðir Terra Nova voru aðrir en þeir sem Heimsferðir hafa boðið. Það nást ýmsir möguleikar eins og samnýt- ing á leiguflugi og mjög mikil hag- ræðing í rekstri þannig að það er ákaflega bjart útlit fyrir fyrir- tækið á næsta ári,“ segir hann. ■ Í JÓLABÚÐ Tékkneskir búðastarfsmenn kvarta undan jólalögunum. Óvíst er hvort það gengi í svona verslun. ZORAN DJINDJIC Fyrrum aðstoðaryfirforingi öryggissveita júgóslavnesku lögreglunnar í forsetatíð Slobodans Milosevics er ákærður fyrir morðið á Djindjic. „Afgangs- netum, vírum og bobbing- um var fleygt í hafið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.