Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2003, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.12.2003, Qupperneq 10
23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR Spænska lottóið: Þeim stóra fagnað MADRÍD, AP Jólin á Spáni hófust í gærmorgun með hefðbundnum hætti. Sjónvarpað var beint frá drættinum um „þann stóra“, lottó- vinninginn þar sem fyrsti vinning- ur er að andvirði 34 milljarða króna en skiptist á milli 1.900 miða sem hafa sumir verið keyptir af einstak- lingum og aðrir af fjölda fólks. Útdrátturinn í spænska jóla- lottóinu er nokkuð flóknari og tíma- frekari en hérlendis. Í þrjá klukku- tíma skiptust skólabörn á um að draga út tölur og syngja þær fyrir sjónvarpsáhorfendur. Ekki er nóg með að tölurnar séu dregnar út heldur líka vinningarnir sem fást fyrir þær. Vinningarnir eru misjafnlega háir, þeir lægstu andvirði 8.953 króna en þeir stærstu tæpar 18 milljónir. ■ BIÐIN SENN Á ENDA Aðfangadagur er á morgun og þar með er biðin eftir jólunum á enda. Kjötkrókur hefur augljóslega glatt þennan unga pilt, sem leynir ekki hrifningu sinni. Verksmiðjan á teikniborðinu Framkvæmdir við byggingu glúkósamínverksmiðju hefjast á Húsavík næsta vor. Ætlunin er að framleiða glúkósamíntöflur, en lyfið styrkir brjósk og bandvefi líkamans. 20 manns fá vinnu við framleiðsluna. LYFJAIÐNAÐUR „Við stefnum að því að reka niður skóflu í maí á næsta ári og þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verk- smiðjunnar af þ r e m u r . L á n s l o f o r ð i n liggja að mestu fyrir vegna fyrsta áfanga og framleiðsla í þessum fyrsta áfanga ætti að geta hafist í byrjun árs 2005,“ sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga. Félagið hefur um nokkurt skeið unnið að stofnun fyrirtæk- is á Húsavík, í samstarfi við norska aðila, sem mun framleiða lyfið glúkósamín. Glúkósamín er skilgreint sem fæðubótarefni á Íslandi en er skráð lyf í 28 lönd- um. Lyfið styrkir brjósk og bandvefi líkamans. Bæjaryfirvöld á Húsavík hafa úthlutað fyrirtækinu rúm- lega 5.000 fermetra lóð á hafnar- bakkanum undir hráefnisvinslu og lyfjaframleiðslu. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði að fullu uppbyggð 2007 og verða starfsmenn allt að 20. Glúkósamín er unnið úr kítíni, sem aftur er unnið úr rækjuskel. Hráefni verksmiðjunnar kemur frá nýstofnuðu rækjuvinnslufyr- irtæki á Húsavík, Íshafi hf., en með stofnun Íshafs hf. og efl- ingu rækjuiðnaðarins á Húsavík styrkist glúkósamínverkefnið verulega. Það mun þó ekki duga til og er ætlunin að flytja inn hráefni. Við framleiðsluna á Húsavík verður notuð ný aðferð sem norski efnafræðingurinn Öyvind Brekke hefir fundið upp og hef- ur einkaleyfi á. Aðferð hans krefst 120 til 130 gráðu heits VINNINGNUM FAGNAÐ Meðal þeirra sem unnu þann stóra var hópur fólks í Valencia. Hér fagnar fólkið með manninum sem seldi því miðann. „Erlendu fjárfestarnir vilja gjarnan fá innlendan kjölfestufjár- festi með í verkefnið og við erum að leita að þeim fjárfesti hér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.