Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 12
Þótt veðurspáin fyrir Þorláks-messu beri með sér rok, kulda og ofankomu má búast við að með kvöldinu verði maður við mann allan Laugaveginn frá Hlemmi og niður á Lækjartorg. Þorláksmessa er einn fárra daga ársins þegar íbúar höfuð- borgarsvæðisins nota miðbæinn sinn. Hinir eru 17. júní, Menning- arnótt og hápunktur Hinsegin daga. Einu sinni tilheyrði 1. maí þessum dögum en það líkast til liðin tíð. Fyr- ir utan þessa daga er miðbærinn óhrjálegur þar til að skyggja tekur. Þá verður hann allt að því háskaleg- ur. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum borgar- yfirvalda við hnignun miðbæarins. Sem kunnugt er er miðbærinn okkar ekki einsdæmi í veröldinni. Það er algengara en ekki að miðbæir borga hafi gengið í gegnum svipaða þróun á umliðnum áratugum. Borgaryfir- völd hafa því getað valið úr miklum fjölda vellukkaðra lausna á vanda sínum. En það hafa þau ekki gert. Frá því um miðjan níunda áratuginn hafa borgaryfirvöld haft þá stefnu að vona að vandamálið hyrfi – til vara að fólk hætti að tala um það. Núverandi borgarstjórn hefur beitt fyrir sér alkunnri aðferð; sem felst í því að segja að ástandið sé síður en svo eins slæmt og sumir vilja vera láta; það sé margt ágætt í miðbæn- um – hvers vegna tölum við ekki um það, er síðan bætt við. Í dag eru líklega færri verslanir í Kvosinni en í Grímsbæ við Bú- staðaveg. Ef Laugavegurinn og Kvosin eru talin saman nær svæðið líklega ekki að vera öflugra versl- unarsvæði en Skeifan. Svo aumur er miðbærinn okkar orðinn. Þar lif- ir ekkert nema öldurhús, opinberar stofnanir og litlar listmunabúðir. Og þótt þróunin sé ör og augljós þá að- hafast borgaryfirvöld ekkert en eyða þess meiri tíma í ýmis smá- mál. Svo sem hvort eitt húsið megi vera fjórar hæðir eða fimm – á sama tíma og önnur, þriðja, fjórða og fimmta hæðin í næsta húsi eru auðar. Eða hvort setja eigi upp vatnshana á þessu horninu eða hinu – á sama tíma og verslunin á sama horni hefur ekki skipt um peruna sem sprakk í auglýsingaskiltinu í hitteðfyrra. Nú þegar Eimskipafélagshúsið er til sölu og Landsbankinn og Bún- aðarbankinn eru að flytja starf- semi sína úr húsunum við Austur- stræti og Hafnarstræti skapast tækifæri til að taka vanda miðbæj- arins djarfari tökum. Markmiðið ætti að vera að fjölga verslunum til að laða fólk að miðbænum að deg- inum til. Ef þetta tækifæri verður ekki notað mun ríkisvaldið komast yfir þessi hús og fylla þau af skrif- stofufólki að sinna tilgangslausum verkum. Eða þá að einhver nætur- klúbbaeigandinn stofnar í þeim nýtt öldurhús til að reka í sex mán- uði til að skipta um nafn og opna aftur. Við vitum hvernig miðbær- inn verður ef borgaryfirvöld ná ekki saman viðreisnarstefnu. Við eigum slíkan miðbæ í dag. ■ Niðurstöður erlendra rannsóknabenda eindregið til að með skipulegri hópleit að ristilkrabba- meini í aldurshópnum frá 45 til 75 ára megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15-40%. Ástæða er því til að rifja upp nokkur mikil- væg atriði varðandi þennan illvíga sjúkdóm. Algengur sjúkdómur Krabbamein í ristli og enda- þarmi er þriðja algengasta krabba- meinið hjá Íslendingum og önnur al- gengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Ár hvert greinast um 120 einstak- lingar með þetta krabbamein og um 50 Íslending- ar deyja af völd- um þess. Ný- gengi sjúkdóms- ins fer vaxandi og vegna hækk- andi aldurs er spáð verulegri fjölgun tilfella á næstu áratugum. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Meira en þrjú af hverjum fjórum tilfellum greinast hjá fólki með meðaláhættu, þar sem hækkandi aldur skiptir mestu máli. Margir þeirra sem greinast með þetta krabbamein eru þó á besta aldri. Einkennalaus forstig Ekki er deilt um það lengur að mögulegt er að fyrirbyggja þetta krabbamein. Í flestum tilvikum má finna góðkynja forstig, sem nefnt er kirtilæxli eða ristilsepi. Um 20-25% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa þegar myndað þessa sepa, en ekki nema lítill hluti þeirra verður ill- kynja. Þar sem þetta forstig er oft- ast einkennalaust, eins og reyndar ristilkrabbamein á byrjunarstigi, þarf að leita að þessum meinsemd- um hjá fólki sem talið er heilbrigt. Það skiptir sköpum að greina meinið snemma og þarna skilur á milli lækningar og alvarlegra veikinda vegna krabbameins sem hefur náð að sá sér, en þá minnka lífslíkur verulega. Einföld greining Helstu rannsóknaraðferðirnar eru að leita að blóði í hægðum eða að spegla ristilinn. Athugun á blóði í hægðum er einföld, ódýr og hættu- laus rannsókn. Ristilspeglun er flóknari og fyrirhafnarmeiri en að sama skapi nákvæmari rannsókn til að greina þessi mein. Með þessari tækni er oftast hægt að fjarlægja sepa og illkynja mein á byrjunar- stigi. Samkvæmt nýlegum athugun- um er rannsóknin og brottnám sepa áhættulítið inngrip. Byrjað í mörgum löndum Í mörgum löndum Evrópu, t.d. Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi, Tékk- landi og Frakklandi, hafa heil- brigðisyfirvöld tekið einarða af- stöðu og mæla með leit að þessu krabbameini og greiða að fullu fyr- ir ákveðnar leitaraðferðir. Þá hafa ýmis fagfélög og samtök bæði í Bandaríkjunum og Evrópu mælt með markvissum fræðsluaðgerðum og leit. Heilbrigðisnefnd Evrópu- bandalagsins hefur hvatt yfirvöld í aðildarlöndunum til að beita sér fyrir leit að þessu krabbameini. Það er athyglisvert að þetta er í fyrsta sinn sem mælt er með leit sem bein- ist að karlmönnum. Landlæknisembættið hefur samið leiðbeiningar um skimun fyr- ir ristilkrabbameini hjá einkenna- lausu fólki á aldrinum 50-75 ára og mælir með leit að blóði í hægðum árlega. Jafnframt eru leiðbeiningar fyrir þá einstaklinga sem eru í meiri hættu að fá þennan sjúkdóm. Ekki hvort heldur hvenær Niðurstöður stórra rannsókna síðastliðin ár, heilsuhagfræðilegt mat Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands, árangursmat á greiningu og meðferð á ristilkrabbameini og fjölgun tilfella á næstu áratugum benda til þess að markvissra að- gerða sé þörf. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær skipuleg leit að ristilkrabbameini verður fram- kvæmd á Íslandi og í öðrum lönd- um. Við Íslendingar getum tekið forystu á þessum vettvangi, vegna mikillar kunnáttu og reynslu af sjúkdómaleit. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um miðbæinn á Þorláksmessu. Umræðan ÁSGEIR THEODÓRS ■ læknir skrifar um leit að ristilkrabbameini. 12 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í sögu eftir Oscar Wilde segirfrá ungum prinsi sem stóð til að krýna. Hann átti að íklæðast dýrasta pelsi og purpura við það tækifæri og fá kórónu alsetta eðalsteinum. En verðandi kon- ung dreymdi illa og í draumum hans birtist að glæsileikinn og fegurðin í búnaði hans við krýn- inguna varð til með hörmungum þeirra sem þessa muni gerðu eða fundu og þeir urðu oft fyrir barðinu á illmennsku. Prinsinn ungi neitaði því að láta skrýða sig í þau klæði sem honum höfðu verið ætl- uð og setja upp þá eðalsteina sem hann átti að bera í krúnu og veldissprota . Þegar í kirkj- una var komið þar sem krýn- ingin átti að fara fram neit- uðu aðalsmenn- irnir að viður- kenna þennan tötrum klædda dreng sem verðandi kon- ung. En þá gerð- ist það óvænta að æðri máttur sá til að um- breyta þeim föt- um sem kon- ungurinn ungi klæddist í feg- urri klæði en nokkur hafði áður augum litið og færa honum höfuðdjásn sem lýsti skærar en eðalsteinar á nokkurri kórónu. Í ævintýrinu hlaut konungurinn ungi umbun fyrir það að vilja rétta kjör þeirra sem máttu sín miður og lifðu við sára neyð. Krýning hans varð dýrðlegri en nokkur annar konungur hafði nokkru sinni fengið. Aukum gildi bókarinnar Nú er ys og þys jólanna að ljúka þetta árið og íbúar í kristn- um velmegunarþjóðlöndum hafa gengið um verslunargötur í mánuð og sumir lengur til að leita að hlutum sem í fæstum til- fellum þjóna tilgangi, til að gefa þeim, sem þurfa í fæstum tilfell- um nauðsynlega á gjöfinni að halda. Samt sem áður líður okk- ur vel með að geta glatt okkar nánustu jafnvel þó að gjöfin sé ekki endilega það nauðsynleg- asta sem hugsast gat. Hver og einn þjónar lund sinni og gefur það sem honum finnst líklegast að móttakand- inn vilji fá og þá gjöf sem gef- andinn sjálfur er ánægður með. Vandinn er helst sá að vita hvað skuli gefa. Hvað það er sem þiggjanda langar til að fá. Eftir mikið búðarráp og margar stundir í leit að réttu gjöfinni endar leitin iðulega með bóka- kaupum. Bóksala hérlendis er illu heilli nánast eingöngu bundin við jól. Staðhæfing um að við séum bókaþjóð er því miður röng. Við Íslendingar erum bókagjafarþjóð. Við eyð- um minna í bækur en allar ná- grannaþjóðir okkar og lesum minna af bókum en þær. Við erum ekki á lista yfir þær 30 þjóðir sem eyða og lesa mest af bókum en erum með þeim efstu sem nota Internet og kaupa vikurit. Á þetta er minnst hér vegna þess að það þarf að reyna að auka gildi bókarinnar ekki bara á jólum heldur allt árið. Góð bók er ávallt góð gjöf á hvaða árstíma sem er. Munum eftir þeim sem minna mega sín Spurt er hvað verði um helgi jólanna. Gleymist hún ekki í þessu kaupæði? Svörin við þeirri spurningu eru sjálfsagt á marga lund og vafalaust munu margir svara þessu játandi. En er það svo? Gleymist eitthvað? Eru kirkjur landsins tómar á að- fangadagskvöld? Nei, það eru aldrei jafn margir við messu eins og einmitt um jólin. Slíkt bendir ekki til þess að helgi jól- anna hafi gleymst. Það er hver frjáls af því að eyða peningun- um sínum svo fremi sem hann gerir það innan löglegra og sið- legra marka. Þetta form á jóla- haldi er hluti af okkar menningu og hvorki kaupmennskan né gjafaflóðið breytir nokkru um inntak kristinnar trúar og helgi jólanna. Eftir að aðventan er gengin í garð og fram að jólum ættum við þó sem kristið fólk að gefa gaum að spurningunni um hvernig við getum hlúð að þeim þáttum sem boðskapur og helgi jólanna byggist á. Víkja burt græðgi og sérgæsku en huga að þeim sem miður mega sín og láta eitthvað af hendi rakna til þeirra. Konungurinn ungi í ævintýr- inu fékk sína umbun af því að hann var trúr þeirri sannfær- ingu sinni að honum bæri að hugsa til þeirra sem áttu um sárt að binda og hann gæti ekki verið konungur nema láta sér einnig annt um þá þegna sína. En það er ekki bara í ævintýrum sem fólk fær umbun fyrir að fylgja þeim boðskap sem að kristinn trú byggir á? Gleðileg jól. ■ Ragnar nýr efniviður í stríðinu „Baugstíðindi, Fréttablaðið og DV, héldu áfram stríði sínu við Davíð í vikunni einkum á grundvelli eftirlaunamálsins. Þau fengu nýjan efnivið, þegar Jón Ólafsson ákvað með aðstoð Ragnars Aðalsteinssonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lög- manna að höfða meiðyrðamál á hendur Davíð. Sunnudaginn 21. desember birtir Fréttablaðið forsíðuviðtal við Ragnar um ótt- ann (líklega við valdamenn) í þjóðfélaginu og opnuviðtal við þau Ragnar og Sigríði Rut, greinilega í því skyni að sýna lesendum, hvílík hetjudáð það sé hjá Jóni að draga Davíð á þennan hátt fyrir dómstólana.“ - BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Á WWW.BJORN.IS George Bush hættulegastur „Margt má segja um heimsmynd utanríkisráðherra, en hún er a.m.k. skýr. Enda þótt ekki hafi heyrst mikið frá honum um ástandið í Írak að undanförnu þá varð breyting á því í vikunni þeg- ar hann fagnaði handtöku Sadd- ams Husseins, með sama hætti og aðrir í klappliði þeirra Bush og Blairs. Þessir menn telja nú að heimurinn sé öruggari. Almenningur um allan heim deil- ir ekki þeirri sannfæringu. Nú í vor, þegar Íraksstríðið var í upp- siglingu, kom í ljós að meirihlut- inn taldi George W. Bush meiri ógnun við öryggi heimsins en Saddam Hussein. Sú niðurstaða kom e.t.v. einhverjum á óvart, en þó er furðulegra að nokkur skuli telja hið gagnstæða.“ - SVERRIR JAKOBSSON SAGNFRÆÐINGUR Á WWW.- MURINN.IS Gleymist helgi jólanna? ■ Af Netinu Viljum við ekki bjarga mannslífum? Dagur miðbæjarins „Eftir að að- ventan er gengin í garð og fram að jólum ættum við þó sem kristið fólk að gefa gaum að spurning- unni um hvernig við getum hlúð að þeim þátt- um sem boð- skapur og helgi jólanna byggist á. „Niðurstöður stórra rann- sókna síðastlið- in ár, heilsu- hagfræðilegt mat Hagfræði- stofnunar Há- skóla Íslands, árangursmat á greiningu og meðferð á ristilkrabba- meini og fjölg- un tilfella á næstu áratug- um benda til þess að mark- vissra aðgerða sé þörf. Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON ■ lögmaður skrifar um jólaundirbúninginn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.