Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003
Um lausamennsku
Verkefnatengdar greiðslur tilfólks, sem vinnur tímabund-
ið eða takmarkað að dagskrár-
gerð eða öðrum verkefnum fyr-
ir Ríkisútvarpið, eiga sér ára-
tugalanga sögu. Á árum áður
var fjölmargt fólk úr ýmsum
geirum atvinnulífsins í lausa-
mennsku við dagskrárgerð hjá
RÚV. Fyrir þetta komu svokall-
aðar „dagskrárgreiðslur“ og
fengu sumir starfsmenn RÚV
þær einnig fyrir einstök verk-
efni. Hingað til hafa verktaka-
greiðslur RÚV verið látnar
óátaldar af hálfu skattayfir-
valda. Stefna þeirra hefur
breytzt nýverið og er nú gerð
krafa um annað og fastara form
á vinnusamningum. Málin hafa
því verið tekin til skoðunar af
hálfu RÚV en jafnframt verður
af okkar hálfu lögð áherzla á þau
sjónarmið, sem að baki þessu
fyrirkomulagi hafa legið um
langan aldur.
Ríkisútvarpið hefur jafnan
orðið að laga dagskrá sína að
þeim fjárhagslegu skilyrðum
sem því eru búin fyrir eitt ár í
senn. Og þau geta verið afar mis-
jöfn frá einu ári til annars. Þess
vegna þarf oft að bregðast skjótt
við og breyta áferð dagskrárinn-
ar með litlum fyrirvara. Það eru
dagskrárstjórar Rásar 1 og 2 og
Sjónvarpsins sem taka ákvarðan-
ir um aðkeypta vinnu dagskrár-
gerðarfólks innan marka þeirrar
fjárhagsáætlunar sem deildum
eru settar í upphafi árs og fram-
kvæmdastjórar Sjónvarps og Út-
varps hafa eftirlit með að starfað
sé eftir. Stundum hafa dagskrár-
stjórar svigrúm til að breyta
áherzlum og koma þá með nýj-
ungar inn í dagskrána sam-
kvæmt vetrar- eða sumardag-
skrá. Yfirleitt er þáttum þó
fækkað yfir sumarið, þannig að
ekki er þörf fyrir dagskrárvinnu
í jafnríkum mæli og yfir vetrar-
mánuðina. Síðan er það háð mati
dagskrárstjóranna á viðkomandi
dagskrárefni hvort þeir telja
ástæðu til að kaupa það áfram
eða ekki. Því er heldur ekkert að
leyna að í ýmsum tilvikum hefur
hreinlega ekki samizt.
Vegna þessa síbreytileika í
dagskrárframboði og við hin
mismunandi fjárhagslegu skil-
yrði RÚV frá einu ári til annars
væri það fráleitt að ráða alla
sem að dagskránni koma í smáu
sem stóru sem ríkisstarfsmenn.
Á árum áður voru uppi hug-
myndir um að RÚV réði til sín
fastan hóp leikara sem ríkis-
starfsmenn. Það hefði orðið anzi
fyrirsjáanleg hlutverkaskipan í
útvarpsleikritum og leiknu efni
hjá Sjónvarpinu ef slíkar hug-
myndir hefðu náð fram að
ganga. Flestir þessir aðilar telja
verktakasamninga eðlilega enda
vilja þeir starfa sem listamenn
og skemmtikraftar á öðrum vett-
vangi líka. Sama er að segja um
hljóðfæraleikara, þýðendur
sjónvarpsefnis, sölumenn í tíma-
bundnum verkefnum og dag-
skrárgerðarfólk, sem gjarnan
stundar önnur störf meðfram.
Það er því fráleitt að halda
því fram að verktakasamningar
RÚV helgist af því að stofnunin
sé gagngert að svindla á skattin-
um eða hlunnfara þá einstak-
linga sem hlut eiga að máli, eins
og mér sýnist vera látið í veðri
vaka í nýlegri fjölmiðlaumfjöll-
un um þessi mál. Í umræddum
tilvikum getur stofnunin ekki
komið á varanlegu ráðningar-
sambandi, og á ekki að gera það
að mínum dómi, af þeim ástæð-
um sem raktar hafa verið hér að
ofan. ■
Jú, víst
Ingimundur Kjarval býsnast yfirlélegum vísindum og barnalegum
dómsdagskenningum þegar kemur
að umfjöllun um gróðurhúsaloftteg-
undir og hlýnun loftslags. Það er gott
að tortryggja vísindi enda grunngildi
í þeim að bera fram traustar mæli-
niðurstöður, draga varkárar ályktan-
ir, deila og rökfæra í samhengi og
gera greinarmun á staðreyndum, til-
gátum, kenningum og spám (sem allt
er þó gilt ef vel er gert).
Ingimundur flaskar á því að
halda að lítið af einhverju sé ekki
nóg. Flest þekkjum við óson sem ver
okkur fyrir útfjólubláum geislum og
er öllu lífi nauðsynlegt. Magn þess í
háloftunum er svo lítið að væri því
öllu þjappað í vökva næði hann að
þekja jörðina með 3 millímetra lagi.
Þetta litla má ekki minnka mikið ef
illa á að fara. Og lítið af einhverju,
sem eykst þó, getur líka valdið vand-
ræðum. Það á við þetta litla sem er
af koltvíoxíði í lofthjúpnum (reyndar
svolítið meira en ósonið). Sem betur
fer er efnið til staðar. Annars væri
meðalhitastig jarðar 19 stiga frost. Á
Venusi (þar sem aðalefni lofthjúps-
ins er þetta efni) nær hitinn yfir 400
stig.
Getum haft áhrif
Ingimundur skilur ekki hve al-
varlegt það er þegar magn einnar
gróðurhúsalofttegundar eykst úr
270-280 milljónustuhlutum í loftinu
upp í 360-380 á tiltölulega skömm-
um tíma. Mælingarnar eru óyggj-
andi. Nokkurra tuga aukning millj-
ónustuhluta ýtir upp hitastiginu svo
nemur broti úr gráðu. Þannig vinn-
ur náttúran. Magn annarra gróður-
húsalofftegunda eykst líka nokkuð
hratt, t.d. metans sem kemur m.a.
úr húsdýrarækt. Þá hækkar meðal-
hitastigið enn hraðar. Gróður bind-
ur koltvíoxíð og breytir í súrefni en
gróðurþekja jarðar hefur minnkað
undanfarin árþúsund og gróður-
samsetning einnig; akrar koma í
stað skóga en korn og gras bindur
miklu minna af koltvíoxíði en há-
vaxin tré. Efnið binst líka í hafinu, í
breytilegu magni.
Ingimundur veit væntanlega að
meðalhitastig á jörðinni í heild
hækkar núna, það hækkar í sjó, það
losnar um metan í túndrum, ísþekja
minnkar, ferskvatn eykst á mynd-
unarstöðum hafstrauma. Margt
fleira gerist sem ekki er um deilt.
Að hluta til verður þessi þróun án
okkar íhlutunar, það sýnir jarð-
sagan. En að öðrum hluta til er hún
okkar verk og eru meginástæður
tvær: Stórfelld losun lofttegunda
sem ella lægju bundnar í jarðlögum
og hömlulausar gróðurnytjar. Lík-
lega hefur mannleg virkni komið í
veg fyrir umtalsverða kólnun í
nokkurn tíma (jafnvel árþúsund) en
nú er hlýnun farin að verða vanda-
mál. Ekki er hægt að vega mann-
gerða þáttinn í hlýnuninni og þann
náttúrulega með nokkurri ná-
kvæmni – aðeins nálgast þann fyrr-
nefnda með líkindum miðað við það
sem vitað er um virkni okkar. En
hann er þarna og á manngerða þátt-
inn getum við haft áhrif með því að
breyta lífsmynstri og orkumálum,
ekki á hinn.
Samsæriskenningar eiga
ekki við
Ingimundur nennir að gera grín
að spálíkönum um veðurfarsþróun
sem enn eru fremur grófar nálganir
við raunveruleikann. Hann skilur
ekki að þau eru einu tækin sem við
höfum til að gera okkur grein fyrir
við hverju má búast. Og um er að
ræða spár, ekki skipanir. Öll eru lík-
önin þannig að breytt forsenda (eða
-ur) gefur nýja niðurstöðu. Reynt er
að fjölga forsendum jafnt og þétt og
gera þær áreiðanlegri um leið og
reikniþáttum líkansins er líka fjölg-
að. Þannig vinna vísindin – rétt eins
og þegar spáð er um mannfjölda á
Íslandi, nýgengi tiltekins krabba-
meins, um verðbólgu o.s.frv. Eins til
þriggja stiga hækkun meðalhita-
stigs hefur viðtækar afleiðingar á
norðurslóðum; sumar góðar og aðr-
ar slæmar. Við getum því miður
ekki valið þær góðu úr. Við getum
heldur ekki treyst á að náttúruleg
kólnun bjargi okkur frá – segjum
100 cm sjávarborðshækkun á 50-100
árum (hún er nú 30-35 cm á öld).
Heppni er ágæt en meðvitað bjarg-
ræði er betra. Kæruleysi er hall-
ærislegt. Samsæriskenningar eða
hofmóðugheit eiga ekki við. Von um
„að hlýnunin verði bara hæfilega
lítil“ eða „bara góð“ dugir skammt.
Loftslags- og veðurfarsbreyting-
ar eru afdrifaríkustu, fyrirsjáan-
legu þættirnir í mannlífi hnattarins
á næstu öld, ásamt með ófriði og
umhverfisvandræðum (t.d. skorti á
hreinu vatni og heilbrigðu umhverfi
í þéttbýlustu stórborgum). Slíkt hef-
ur ekkert með dómsdag að gera eða
vond vísindi, heldur þá staðreynd
að við stjórnum hvorki náttúrunni
né mannkyninu en hvoru tveggja
hefur áhrif á hitt. En það er mann-
legt að bregðast við umhverfisógn
með skynsamlegum spám, tillögum
um aðgerðir og upplýsingum til
fólks. Ef Ingimundur Kjarval held-
ur að milljónustuhlutar af koltví-
oxíði og áhrif þeirra séu grín, gabb
eða uppspuni fólks í atvinnuleit er
úr vöndu að ráða. ■
Andsvar
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON
■ jarðeðlisfræðingur og ráðgjafi hjá
Línuhönnun svarar gagnrýnendum lofts-
lagsskýrenda.
Andsvar
MARKÚS ÖRN ANTONSSON
■ útvarpsstjóri svarar gagnrýni á
verktakasamninga RÚV.