Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003 Blysför á Þorláksmessu: Minnir okkur á kærleika, ljós og frið Blysför verður niður Laugaveg-inn á Þorláksmessu að venju á vegum íslenskra friðarhreyfinga. Þetta er 24. árið sem slík ganga er farin og líta margir á hana sem ómissandi hluta jólaundirbúnings- ins. „Siðurinn er fallegur og minn- ir okkur á það sem jólin snúast um, kærleika, ljós og frið,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir söng- stjóri, sem með Kór Menntaskól- ans í Hamrahlíð og Hamrahlíðar- kórnum leiðir söng í göngunni. Að venju munu friðarhreyfingar selja kyndla á Hlemmi og á leið- inni. Safnast verður saman kl.17:30 á Hlemmi og lagt af stað klukkan 18. Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðamaður flytur ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga og fundarstjóri verður séra Toshiki Toma. Þorgerður hvetur sem flesta til að taka þátt og mæta tím- anlega. Lokaorðin eru frá henni. „Þessi stund vekur kenndir um það góða sem jólin gefa okkur og söngurinn myndar fallegan sam- hljóm milli manna.“ ■ Þorláksmessan mín: Opið hús fyrir vini og vandamenn Marín Þórsdóttir er nýflutt ílitla og notalega íbúð við Laugaveginn og þar ætlar hún að vera með opið hús fyrir vini og vandamenn í kvöld. „Það geta allir droppað inn eftir klukkan níu þegar fólk er búið að versla, þá þarf ekki að borga fyrir dýrt kaffi á kaffihúsi heldur geta vinirnir og fjölskyldan komið og fengið sér smákökur og eitthvað með því. Ég vonast til að fólk geti átt góðar stundir saman og haft það notalegt rétt áður en það fer heim í bólið.“ Marín er búin að vera mjög dugleg að baka fyrir þessi jól og það hefur verið líf og fjör í eld- húsinu. „Þegar maður er kominn í nýtt eldhús þá fær maður nokkurs konar húsmæðrakast og bakar alla aðventuna,“ segir hún og hlær. „Ég hitti til dæmis góða vinkonu mína snemma í desember og við bökuðum súkkulaðibitakökur og hnetu- smjörskökur.“ Smákökurnar ljúffengu kláruðust fljótt. „Það var brugðið á það ráð um helg- ina að baka meira. Ég bakaði líka sörur með mömmu fyrr í mánuðinum og skar út laufa- brauð en var svo óheppin að missa það allt í gólfið þannig að ég býð bara upp á laufa- brauðsmola í kvöld,“ segir hún hlæjandi. Marín er hvergi nærri hætt í jólabakstrinum. „Ég fann uppskrift af marensísköku í Gestgjafanum sem ég ætla að skella í á eftir.“ Boðið verður upp á malt og appelsín með kræsingunum í kvöld. „Kannski fjárfesti ég í rauðvínskassa, mér finnst eitt- hvað jólalegt við það, við sjáum til,“ segir Marín, sem býst við margmenni í kvöld. „Ef marka má veðrið um síðustu helgi þá er ég nokkuð viss um að það verði fullt út úr dyrum vegna þess að það var svo kalt.“ Hún segist lofa að vera búin að kaupa jóla- tré og skreyta það fyrir kvöldið þannig að það verður ljómandi góð og skemmtileg hátíðar- stemning í litlu íbúðinni á Laugaveginum í kvöld. ■ FRIÐARGANGA Yngri og eldri ganga með ljós gegnum borgina. MARÍN ÞÓRSDÓTTIR Hún er búin að vera í nokkurs konar hús- mæðrakasti í allan desember. Í kvöld býður hún vinum sínum og fjölskyldu að slaka á heima hjá sér og fá sér kökur og með því. JÓL Í FRANKFURT Það er mikið um að vera á jólamarkaðin- um í miðborg Frankfurt í Þýskalandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.