Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 18
matur
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
AÐ LOSNA VIÐ SKÖTULYKT Skata er herramannsmatur en það er verra
þegar svakaleg fýla liggur yfir heimilinu á aðfangadagsmorgni. Hér
fylgja nokkur ráð til að draga úr hættunni á því.
• Sjóðið skötuna úti á tröppum eða úti í bílskúr. Dúkið jafnvel upp borð
úti í bílskúr eða garðhúsi og borðið þar, því fýlan fylgir um leið og skat-
an er borin inn. • Ef enginn er bílskúrinn og rigning úti, reynið þá að
loka ykkur vel af inni í eldhúsi. • Sjóðið hangikjöt strax á eftir. Þetta á
víst að vera pottþétt ráð. • Ef ykkur langar ekki í hangikjöt má prófa
að sjóða epli og kanil saman í potti og láta pottinn svo standa opinn. •
Blandið til helminga ediki og vatni og stillið upp í glasi á ofni. • Pakkið
ekki inn gjöfum á meðan verið er að sjóða skötuna. Dæmi eru um að
fólk hafi dregið illa lyktandi föt upp úr glæsilegum jólapökkum.
Þorláksmessustemning:
Skötustappa
með hvítlauk
Kokkarnir á veitingastaðnum Viðtjörnina bjóða gestum upp á
skötustöppu í forrétt á jólamatseðl-
inum sínum. Á Þorláksmessu fá
þeir svo um 300 manns í skötuveislu
til sín og segir Ólafur Guðmundsson
matreiðslumaður að sumir hafi bók-
að strax í fyrra. „Besti tíminn í há-
deginu var uppbókaður um miðjan
nóvember,“ segir Ólafur, sem sam-
þykkti að gefa lesendum uppskrift
að skötustöppunni. „Þessi uppskrift
er einföld en eins og með margar
uppskriftir er erfitt að gefa hana
upp nákvæmlega í kílóum og
grömmum.“ ■
Skötustappa
1 hluti soðnar kartöflur
1/4 til 1/3 hluti beinlaus soðin kæst
skata
Hvítlaukur eftir smekk
Smjör
Kartöflum og skötu er blandað saman í
matvinnsluvél ásamt hvítlauk eftir smekk
og slatta af smjöri eða olíu. Því meira
smjör, þeim mun loftkenndari verður
stappan. Látið vélina ganga nokkurn tíma
eða þar til maukið er orðið mjög fínt.
Borið fram með rúgbrauði. Gott er að
drekka pilsner eða bjór með. Íslenskt
brennivín eftir smekk.
Meðlæti
Ólívur
Laukur
Tómatar
Hunang
Hvítlaukur
Hitið á pönnu með örlitlu hunangi og ef
til vill hvítvíni. Setjið örlítið af hvítlauk út
í. Berið fram volgt með skötustöppunni.
Vín frá Rioja-héraðinu á Spánihafa löngum verið
vinsæl á Íslandi. Lagun-
illa Crianza er framleitt
af fornfrægu vínfyrir-
tæki en Lagunilla-vín-
garðurinn var stofnaður
1885 af Felipe Lagunilla
San Martín. 1995 yfir-
tók Arco Bodegas Uni-
das reksturinn og hóf
þá þegar að endurnýja
fyrirtækið. Arco
Bodegas á í dag fimm
stærstu vínfyrirtæk-
in í La Rioja og ræður
yfir 3.000 hekturum
af vínræktarsvæði.
Stórt og öflugt fyrir-
tæki sem heldur þó
enn í bestu hefðir
f j ö l s k y l d u f y r i r -
tækisins.
Lagunilla Crianza er rúbínrautt
að lit, í angan er mildur eikarkeim-
ur ásamt góðri vanillu og ferskum
ávöxtum. Vín með góða fyllingu og
nokkuð langt og gott eftirbragð.
Eins og hefðin er í
Rioja er vínið geymt í
18 mánuði í eikartunn-
um og 12 mánuði í
flösku áður en það fer
á markað. Hentar sér-
lega vel með lamba-
kjöti og kálfakjöti í
krydduðum sósum.
Nýverið voru
flöskurnar og
flöskumiðarnir
hjá Lagunilla end-
urnýjaðir og má
sjá hinar stæl-
legu nýju flöskur
í hillum Vínbúða
nú síðustu dag-
ana fyrir jólin. Í
stað hins gamal-
kunna gula miða
er kominn djúp-
rauður og stíl-
hreinn miði.
Verð í Vínbúð-
um 1.090 kr.
Knútur Árnason eðlisfræðing-ur er einn þeirra sem halda
árlega skötuveislu í desember, en
hann bindur sig þó ekki við Þor-
láksmessu, heldur býður vinum
og ættingjum til veislu síðasta
laugardag fyrir jól. Knútur er
ættaður úr Þingeyjarsýslum en
þar eins og víða annars staðar á
landinu var skatan hversdagsmat-
ur.
„Það var enginn siður að borða
skötu fyrir jólin, það var ekki fyrr
en ég flutti suður að frændgarður-
inn fór að jarma utan í mér. Svo
hafa þessir úlfar flætt yfir mig á
hverju ári síðan,“ segir Knútur
hlæjandi.
Knútur býður líka upp á salt-
fisk í sinni veislu, því alltaf eru
einhverjir sem vilja ekki skötuna.
„Ég er að sjálfsögðu með saltfisk
handa ættlerunum,“ segir hann.
Knútur kallar heldur ekki allt
ömmu sína þegar kemur að því að
velja skötuna ofan í ættmennin,
því hann kaupir enga skötu nema
smakka hana hráa fyrst. „Hún
verður að vera sterk og bragð-
mikil,“ segir Knútur, sem er
þokkalega ánægður með skötu
þessa árs. „Ég hef þó fengið hana
magnaðri. Einu sinni var hún svo
sterk að ég gat flett hornhimn-
unni innan úr munnholinu með
tungunni. Það hreinlega leystist
upp í manni slímhúðin,“ segir
Knútur, sem býður ekki upp á
vestfirskan hnoðmör með herleg-
heitunum heldur bara hamsatólg
og hangiflot. Að ógleymdum nýj-
um íslenskum kartöflum og
rammíslensku brennivíni. ■
Undanfarin ár hafa ástralskirvínframleiðendur unnið
markvisst að uppbyggingu vín-
framleiðslu í landinu. Þeir hafa
verið óhræddir að
fara nýjar leiðir í
þeim efnun og
unnið til margra
verðlauna á
alþjóðavettvangi.
Áströlsk vín hafa
verið fáanleg
hér á landi í
nokkur ár og
hefur úrvalið
aukist jafnt
og þétt, nú
síðast með til-
komu Yellow
Tail. Fram-
l e i ð a n d i n n
Casella er
f j ö l s k y l d u -
fyrirtæki með
langa sögu og
er sjötta
kynslóðin við
s t j ó r n v ö l
fyrirtækisins
í dag, bræðurnir
John, Joe og Marcello Casella.
Enginn annar vínframleiðandi í
Ástralíu hefur náð eins góðum
árangri á jafn skömmum tíma
og Yellow Tail. Í dag er Yellow
Tail þriðja mest selda innflutta
vínið í Bandaríkjunum með yfir
5 milljónir kassa selda á síðasta
ári. Casella Estate var nýlega
valið vínútflytjandi ársins í
Nýja Suður-Wales í Ástralíu.
Helstu vín Casella eru:
Yellow Tail Shiraz, Yellow Tail
Merlot, Yellow Tail Cabernet og
Yellow Tail Chardonnay. Vínin
fást í Vín-
búðinni í
Kringlunni og Heiðrúnu
og kosta öll 1.320 kr.
Yellow Tail Shiraz:
Nokkuð bragðmikið
vín, mjúkt og berjaríkt
með sætum eikarkeim.
Gott jafnvægi.
Yellow Tail Chardonnay:
Ferkst og létt vín með angan
af ferskju og melónu og léttum
eikarkeim. Fínlegt vín. Vínið
hlaut gullverðlaun á Ryoal Mel-
bourne Wine Show í ár sem besta
hvítvínið.
Yellow Tail Merlot:
Fekar mjúkt vín með góðu
jafnvægi. Vínið er með góðan
ávöxt.
Yellow Tail Cabernet: Kraft-
mikið og bragðmikið vín með
góðum þroska og klassískum
cabernet-einkennum. Gott
jafnvægi er á milli sýru og tann-
ína. ■
KNÚTUR ÁRNASON
Smakkar skötuna hráa hjá fisksalanum áður en hann kaupir hana.
Mögnuð skata:
Leysti upp horn-
himnu í munnholi
Lagunilla í spari-
fötin um jólin!
Yellow Tail
á sigurför