Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 23

Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003 hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 DESEMBER Þriðjudagur Gullbolti France Football: Nedved bestur FÓTBOLTI Pavel Nedved fær gull- bota fótboltatímaritsins France Football í ár. Nedved hlaut 190 stig í kjörinu, sem íþróttafrétta- menn frá 52 Evrópulöndum taka þátt í. Thierry Henry varð annar með 128 stig og Paolo Maldini þriðji með 123 stig. Nedved lék mjög vel með Juventus og tékkneska landslið- inu í ár. Hann átti stóran þátt í því að Juventus komst í úrslit Meist- aradeildarinnar og að Tékkar sigruðu með sannfærandi hætti í sínum riðli í undankeppni Evrópu- meistarakeppninnar. Enginn leikmaður frá Tékk- landi eða Slóvakíu (áður Tékkóslóvakíu) hefur fengið gull- boltann síðan Josef Masopust var kosinn leikmaður ársins 1962. ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Stöð 2.  18.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.30 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  19.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  20.30 History of Football (Knatt- spyrnusagan) á Sýn. Í þessum þætti er fjallað um yfirburði Brasilíumanna en engin þjóð hefur sigrað jafn oft á HM.  21.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíða- manna á heimsbikarmótum.  23.30 NFL-tilþrif á Sýn. Svip- myndir úr leikjum helgarinnar í amer- íska fótboltanum. Intersport-deildin í körfu: Hodgson tek- ur við Þór Þ. KÖRFUBOLTI Bandaríkjamaðurinn Robert Hodgson mun stýra Þór frá Þorlákshöfn það sem eftir lifir þessa tímabils í Intersport-deild- inni í körfuknattleik. Hodgson, sem mun einnig leika með liðinu, tekur við af Billy Dreher, sem sagði upp störfum fyrir skömmu. Kristinn Kristinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, stað- festi þetta í samtali við Frétta- blaðið í gær og sagði jafnframt að hann vonaðist til að félagið næði að klára samning við bakvörðinn Nate Brown á næstu dögum en pappírsvinna vegna hans væri flókin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.