Fréttablaðið - 23.12.2003, Side 25

Fréttablaðið - 23.12.2003, Side 25
DOWIE ÞJÁLFAR PALACE Iain Dowie verður næsti framkvæmdastjóri 1. deildarfélags Crystal Palace. „Að mínu mati er þetta stórt félag sem á skilið að leika í úrvalsdeildinni,“ sagði Dowie, sem lék með Palace í átta mánuði árið 1995. „Þetta er mikið verk og ég er mjög spenntur fyrir því.“ Crystal Palace er í sjötta neðsta sæti 1. deildar. LEICESTER ÁFRÝJAR Leicester hef- ur ákveðið að áfrýja ákærum enska knattspyrnusambandsins á hendur Ben Thatcher og fram- kvæmdastjóranum Micky Adams. Thatcher veittist að Freddie Lj- ungberg, leikmanni Arsenal, en Adams hellti úr skálum reiði sinn- ar yfir dómarann í leik gegn Birmingham. ARSENAL VILL YAYA Arsenal á í við- ræðum við belgíska félagið Beveren um kaup á Yaya Toure, yngri bróður Kolo Toure sem Arsenal keypti frá ASEC Abidjan í febrúar 2002. Það gæti reynst erfitt fyrir Arsenal að fá atvinnu- leyfi fyrir Yaya Toure í Bretlandi vegna þess að hann hefur ekki leik- ið nægilega marga landsleiki með Fílabeinsströndinni. ■ Fótbolti 25ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003 FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér viðbrögðum Manchester United við leikbanni Rio Ferdin- and, utan vallar sem innan. United hefur heitið því að hnekkja bann- inu með öllum ráðum en þarf engu að síður að búa sig undir það að leika án Ferdinand í lengri eða skemmri tíma. Wes Brown, Mikael Silvestre, John O’Shea og jafnvel Gary Neville og Roy Keane gætu leikið í stöðu Ferdinand en líklegra er að United kaup varnarmann eftir áramót, einhvern sem getur leikið með United í Meistaradeildinni í vetur. Argentínski varnarmaðurinn Nicolas Andres Burdisso er talinn koma til greina. Hann varð 22 ára í apríl og hefur leikið með Boca Juniors frá haustinu 1999. Burd- isso heillaði Alex Ferguson í vin- áttuleik United og Boca í ágúst 2002 og var þá talið að United væri tilbúið að greða fjórar til fimm milljónir punda fyrir hann. Burdisso lék með sigurliði Argentínu á HM U20-liða árið 2001 og lék sinn fyrsta A-lands- leik af fjórum þegar Argentínu- menn unnu Hondúra 3-1 í janúar á þessu ári. ■ FÓTBOLTI Björgólfur Takefusa, markahæsti leikmaður Íslands- mótsins í knattspyrnu á síðasta tímabili, og miðjumaðurinn Ólaf- ur Stígsson gengu í gær í raðir Fylkismanna. Björgólfur, sem átti mjög gott tímabil með Þrótt- urum í sumar, hafði ekki áhuga á því að spila með sínum gömlu fé- lögum í 1. deildinni á næsta ári en Ólafur, sem er uppalinn Fylkis- maður, sagði upp samningi sínum hjá norska úrvalsdeildarliðinu Molde og gat ekki hugsað sér að spila með neinu öðru liði en Fylki fyrst hann kom heim. Ásgeir Ás- geirsson, formaður meistara- flokksráðs Fylkis, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að koma þessara manna væri mikill feng- ur fyrir félagið. „Við opnum pakkana snemma í ár,“ sagði Ás- geir og bætti við að vonandi væru menn í Árbænum sannfærðir núna um að liðið ætlaði sér stóra hluti á næsta ári. Björgólfur Takefusa sagði að ákvörðunin um að yfirgefa Þrótt hefði ekki verið auðveld en það hefði ekki verið hægt að hafna slíku tækifæri sem honum byðist hjá Fylki. „Hér er allt til alls, stórt félag, barátta um titla á hverju ári og ég hef trölla- trú á þjálfara liðsins. Allt þetta gerði ákvörðunina um hvaða lið ég ætti að fara í auðvelda þótt það hafi verið erfitt að fara frá Þrótti.“ ■ Louis Saha: United er draumurinn FÓTBOLTI „Ég get ekki sagt nei. Manchester United er draumur minn og ég vil fara þangað,“ sagði Louis Saha, leikmaður Fulham, í viðtali við enska dagblaðið The Sun. „Það er núna sem Sir Alex Ferguson þarf sóknarmann. Eftir sex mánuði verður staðan breytt.“ Í síðustu viku þvertók Chris Coleman, framkvæmdstjóri Ful- ham, fyrir að Saha væri á leið frá félaginu og sagði að það ætlaði að bjóða Saha nýjan samning. „Ég skil stöðu framkvæmdastjórans en þetta er tækifæri sem ég get ekki látið framhjá mér fara.“ ■ MIKILL LIÐSSTYRKUR Björgólfur Takefusa og Ólafur Stígsson skrifuðu í gær undir samning við Fylkismenn. Fylkismenn fá gífurlegan liðsstyrk: Björgólfur og Ólafur í Árbæinn Manchester United: Burdisso í stað Rio? NICOLAS BURDISSO Staðgengill Rio Ferdinand?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.