Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Tenórarnir Kolbeinn Ketils- son, Þorgeir J. Andrésson og Snorri Wium og sópransöngkonurnar Valgerð- ur Guðnadóttir, Hulda Björk Garðars- dóttir og Alda Ingibergsdóttir syngja valin jólalög og þekktar aríur af svölum Kaffi Sólon.  22.00 Hljómsveitin Úlpa ætlar að rokka inn jólin á Bar 11. Aðgangur ókeypis.  22.00 Megas og Súkkat verða með Megasukk á Hótel Borg.  Bubbi Morthens verður með sína árlegu Þorláksmessutónleika á NASA við Austurvöll. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Fimbulvetur sýnir Ójólaleik- ritið í menningarhúsinu Aðalstræti 10.  16.00 Fimbulvetur sýnir Ójólaleik- ritið í menningarhúsinu Aðalstræti 10.  18.00 Fimbulvetur sýnir Ójólaleik- ritið í menningarhúsinu Aðalstræti 10. ■ ■ SKEMMTANIR  Groovebandið Multifonics með Bigga Nielsen úr Landi og Sonum spilar á Pravda.  Óskar Einarsson trúbador spilar og syngur á skemmtistaðnum de Boom- kikker við Hafnarstræti. ■ ■ SAMKOMUR  17.30 Íslenskar friðarhreyfingar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman klukkan 17.30 á Hlemmi og lagt af stað klukkan 18. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður flytur ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga, fundarstjóri verður séra Toshiki Toma. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn taka þátt í göngunni. Stjórnandi kóranna er Þorgerður Ingólfsdóttir.  20.00 Blysför gegn stríði hefst við Menntaskólann á Akureyri við Eyrar- landsveg. Gengið verður niður á Ráð- hústorg.  Jólamarkaður er í galleríi Kling og Bang að Laugavegi 23. Þær kennir ým- issa grasa.  Jólamarkaður Sirkus við Laugaveg og Klapparstíg milli 15 og 22. Alls konar sniðugt grúví dót. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Benedikt S. Lafleur opnar í dag inn- setningu sína „Hvíti Indjáninn“ í Húsi málaranna við Eiðistorg. Í dag lýkur jafnframt sýningum Benedikts og Þórs Magnúsar Kapor, sem eru á sama stað. Opið 14-23. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 DESEMBER Þriðjudagur Síðastliðin tuttugu ár hefur þaðverið fastur liður hjá mörgum unnendum Bubba Morthens að bregða sér á tónleika með honum á Þorláksmessu. Lengst af voru þessir tónleikar á Hótel Borg, en síðustu ár hefur hann verið á NASA. Svo verður einnig í ár. „Þetta eru tuttugustu Þorláks- messutónleikarnir,“ segir Bubbi, sem verður eins og venjulega einn á ferð með gítarinn sinn. Hann segist ætla að spila sitt lítið af hverju, bæði gamalt efni og nýtt. Lagasafnið er stórt því hann hefur sent frá sér á fimmta hundrað lög, og hefur því úr nógu að velja. Sum þeirra eru fyrir löngu orðin klassísk. „Þarna innan um eru lög sem kynslóð eftir kynslóð virðist sam- þykkja og biðja um. Þau lög eru alltaf með á þessum tónleikum,“ segir Bubbi. „Ég flyt líka lög af nýju plöt- unni auðvitað, það má ekki gleym- ast. Og svo reyni ég nú alltaf að bæta inn einhverjum lögum sem ég hef ekki spilað mjög lengi, þannig að þau koma í rauninni inn alveg sem ný.“ Hann segist vera mjög sáttur við hvernig elstu lögin hafa stað- ist tímans tönn. „Auðvitað er alltaf eitthvað af þeim sem á ekki inni hverju sinni, en yfirhöfuð finnst mér þau virka mjög vel.“ Á undan Bubba stígur á svið Jakob Viðar Guðmundsson, sem sigraði í trúbadorkeppni Rásar 2 í sumar. Þeir Bubbi eru jafn gamlir og ólust upp á sömu slóðum í Vogahverfinu. Allir miðar á forsölu eru löngu uppseldir, en eitthvað verður samt selt af miðum við dyrnar. ■ ■ TÓNLEIKAR Bubbi kemur með jólin DAGBLAÐIÐ VÍSIR 287. TBL. – 93. ÁRG. – [ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 ] VERÐ KR. 250 Bubbi segir HannesHólmstein ekki hafa nein áhrif á Bylgjunni Bls. 27. Linda Pé vill lítið barn meðsínum billjóner Bls. 20 Börn Ingvars E.Sigurðssonar leikara, þau Snæfríður og Áslákur, leika á móti pabba gamla í kvik- myndinni Kaldaljós sem verður frumsýnd 1. janúar. Ingvar er að vonum stoltur af börnunum og er ekkertað leika um jólin svoþetta verða sannkölluðfjölskyldujól hjá þessum ástsæla leikara. Gleðileg jól EINAR KARL HARALDSSON Að ganga inn í góða bók gefurnáttúrlega stundarfrið, og ég er afskaplega hraðlæs og les mik- ið,“ segir Einar Karl Haraldsson, almannatengill og varaþingmað- ur, „en þá er maður reyndar ekki alltaf einn. Stundum les ég bók með einu auganu og horfi á sjón- varpið með hinu. En ég hef líka gert dálítið af því í gegnum tíðina að hlaupa eða ganga í Öskjuhlíð- inni og þar er maður einn með sjálfum sér. Reynsla mín er sú að ef maður hefur hlaupið í tíu mín- útur eða gengið í tuttugu mínutur þá losnar um allar hugarflækjur og hugmyndirnar streyma fram, og allt gengur upp sem hefur ver- ið að bögglast fyrir manni. Þannig að þetta er afskaplega mikil upp- lyfting fyrir sál og líkama.“ Stundinmín BUBBI MORTHENS Syngur og spilar á gítarinn fyrir gesti á NASA í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.