Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 30
Ég er nú bara að sinna skyldummínum sem formaður í þessu áhugamannafélagi. Þar leggja all- ir sitt af mörkum til þess að þetta takist,“ segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður í áhugamannafélaginu Aflanum, sem farið hefur mikinn í kynn- ingu á myndbandinu Lífsorka - qi gong með Gunnari Eyjólfssyni. Aflinn, félag iðkenda qi gong á Íslandi, gefur myndbandið út, sem er um 45 mínútna langt með fornum kínverskum lífsorku- æfingum. Félagið Aflinn var stofnað 1. júní 2001 og var Björn kosinn formaður á stofnfundin- um. Gunnar var þar jafnframt gerður að heiðursforseta. „Fólk sem iðkar qi gong gengur til móts við lífsorkuna. Það nýtir hana betur auk þess sem leikfim- in gefur líkamlegt og andlegt þrek,“ segir Björn, sem iðkar æf- ingarnar þrisvar í viku að jafnaði. „Það eina sem þarf að gera er að fara úr skónum, taka af sér slifsið, gleraugun og úrið og hefja æfing- ar.“ Björn segir áhugann á æfing- unum hafa verið það mikinn að ákveðið hafi verið að ráðast í gerð myndbandsins. „Það voru svo margir sem vildu læra æfingarn- ar,“ segir Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra og leikfimisgúru. ■ Hrósið 30 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR Jújú, að sjálfsögðu tókst mér aðklúðra þessu með því að nota ekki valmöguleikana,“ segir Snæ- björn Guðmundsson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, sem á sunnudag vann 50 þúsund krónur í spurningaþættinum Villtu vinna milljón? á Stöð 2. Snæbjörn sagðist ekki hafa haft græna glóru um hver höfundur bókanna um Pappírs-Pésa er, sagði Guðrún Helgadóttir en rétt svar er Herdís Egilsdóttir. Tvö síðustu ár hefur Snæbjörn verið í sigurliði MR í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól- anna. Það kom því mörgum á óvart að Snæbjörn skyldi ekki ná lengra en að sjöttu spurningu í Villtu vinna milljón. „Jah, ég var augljóslega bara einn í Villtu vinna milljón og svo má heldur ekki klikka á einni einustu spurn- ingu því þá er maður úr leik,“ sagði Snæbjörn aðspurður um muninn á spurningaleikjunum tveimur. Snæbjörn er þó ekki heillum horfinn því hann verður í liði MR sem hefur unnið titilinn í Gettu betur ellefu ár í röð. ■ Spurningaleikur SNÆBJÖRN GUÐMUNDSSON ■ nemanda í Menntaskólanum í Reykjavík gekk ekki sem skyldi í Viltu vinna milljón? Mætir þó aftur til leiks í Gettu betur. Leikfimi ■ Út er komið kennslumyndband með fornum kínverskum lífsorkuæfingum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hef- ur farið mikinn í kynningu á því. Fær jólasveinninn fyrir að þrauka enn ein jólin. Klikkaði á Pappírs-Pésa ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Rauðu herdeildarinnar. Í hænsnaskít. Lebron James hjá Cleveland Cavaliers. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Þjóðfélagsrýnirinn beinskeyttiMichael Moore sendir George W. Bush og félögum tóninn í hinni hressilegu bók sinni Heimskir hvítir karlar sem hefur rokselst úti um allan heim undanfarin misseri. Bókin kom út í íslenskri þýð- ingu hjá Forlaginu í haust og les- endur hafa tekið henni tveim höndum og hún er með öllu upp- seld hjá útgefandanum. Hún er uppseld í verslunum Hagkaupa og Bónuss og þeir sem vilja tryggja sér eintak fyrir jól þurfa að hafa allar klær úti þar sem endurprentun er ekki væntanleg fyrr en í byrjun ársins 2004. Lárétt: 1 málmur, 5 værukær, 6 átt, 7 skóli, 8 goð, 9 flösku, 10 í röð, 12 dý, 13 hátíð, 15 tveir eins, 16 lengra frá, 18 sláni. Lóðrétt: 1 kvendýr, 2 hrædd, 3 bardagi, 4 föggur, 6 ekki gömul, 8 seinka, 11 fundur, 14 samneyti, 17 sólguð. Lausn: Fréttiraf fólki KÍNVERSK LEIKFIMI Gunnar Eyjólfsson leiðbeinir meðlimum í áhugamannafélaginu Aflanum. Meðal félaga eru Björn Bjarnason formaður og Sveinn Einarsson. Dómsmálaráðherra kynnir kínverska leikfimiLárétt: 1úran,5löt,6na,7fg,8týr, 9 pela,10nm,12fen,13jól,15gg,16 utar, 18gaur. Lóðrétt: 1úlfynjur, 2rög,3at,4farang- ur, 6nýleg,8tef, 11mót,14, lag, 17ra. SNÆBJÖRN GUÐMUNDSSON Spurningagúru úr MR. Klikkaði á Pappírs-Pésa en mætir aftur til leiks í Gettu betur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.