Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 1
173. fbl- Fimmtudagur 5. ágúst 1971 55. árg. £ mXT FfBB BOLTnÍÞBÓTTIB Spartvömv^zhm mgólfs Óskarssonar | Eapparsiíg 44 — sfeoi 11783 Pósfsendata Fiskimálastjóri Sovét ríkjanna lýsir yfir: Aflaaukningu í heiminum er í raun og veru lokið Hannibal Valdimarsson, samgöngumálaráSHerra, ræSir við fulltrúa Olíumalar h.f. Lengst til vinstri er Björn Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins. Myndin er tekin f gær vlð blöndunarvélarnar, sem þessa stund- ina eru staðsettar hjá Núpum í Ölfusi. (Tímamynd Einar) Olíumöl h.f. kaupir ný blöndunartæki frá Svíþjóð GETA FRAMLEITT 900 TONN AF OLÍUMÖL Á DAG — eða á 200 km. langan veg á ári. SB—Reykjavík, niiðvikudag. — Aflaaukningu í heiminuin er nú í raun og veru lokið, þrátt fyrir bætta leitar- og veiðitækni, segir A. Boganof, forstjóri Fisk- veiða- og hafrannsóknarstofnunar Sovétríkjanna nýlega í blaðavið- tali. Þá segir hann að mikil þörf sé nú á því, að taka ákvarðanir um hámarksveiði á hverri teg- und, setja strangar rcglur og leysa landhelgismál og mál er varða fiskimið á opnu hafi. Úrdráttur úr viðtali Boganoffs við blaðið „Sosialitsjeskaja indu- stria“ birtist nýlega í fréttabréfi frá sovézku 'fréttastofunni APN. Bogdanoff segir, að mjög stutt sé síðan flestir hafrannsóknamenn hefðu lúklaust lýst því yfir, að fiskistofnamir í höfunum væru í reynd óþrjótandi. En nú er svo komið, að á vissum hafsvæðum hafa stofnar eftirsóttra nytjafiska rýrnað mjög og er þá átt við þorsk, koia, karfa, síld o.fl. Bæði vísindamenn og fiskimenn hafa áhyggjur af þessu og leita orsakanna, og gera tillögur um æskilegan afla. Sovézkir sérfræð- ingar hafa reiknað út, að vel mætti veiða 80—100 milljónir lesta á ári, en það er þegar gert. Þá segir Bogdanoff, -að eggja-, hvítuskorturinn sé raunveruleg hætta fyrir mannkynið. Samkvæmt skýrslum frá Sþ, fær minna en helmingur jarðarbúa þau 30 gr. af eggjahvítu á dag í fæðunni, sem nauðsynleg eru. Nú eru íbú- ar jarðar 3,7 milljarðar, en fyrir árið 2000 verða þeir 6 milljarðar. Getur hafið þá risið undir þeirri eggjahvítuþörf? — Það er hægt, ef mannfólkið sjálft hjálpar til, segir Bogdanoff. Ef menn hætta rányrkju á fiski- miðum og taka upp þann hugsun- arhátt, sem bændur hafa gagn- vart túnum sínum. Það rannsóknarstarf, sem þeg- ar hefur farið fram, sýnir, að i blindu fálmi sínu og fávizku, hefur maðurinn verið að útrýma verðmætum, sem er að finna í höfunum. Framhald á bls. 14. EB—Reykjavík, miðvikudag. • Fréttamönnum var í dag gef- inn kostur á að skoða ný blönd- unartæki, sem hlutafélagið Olíu- möl hefur keypt í Svíþjóð fyrir milligöngu Innkaupastofnunar rík isins. Tækin hafa undanfarið verið notuð við blöndun á olíumöl fyrir Þórisós h.f., á 14 km.' vegarkafla af Suðurlandsvegi. • Er blöndunarstöð Olíumalar h.f. mjög fullkomin, sé miðað við það sem áður hefur þekkzt í þess- um efnum hér á landi. Afkasta- geta blöndunartækjanna er um 900 tonn af olíumöl á dag, og því má ætla að hægt væri að fram- leiða olíumöl á allt að 200 km. á ári. Auk hinnar nýju, fullkomnu blönd unarvélar, hefur fyrirtækið keypt þurrkara, sem þurrkar steinefn- in, þannig að veðurfar hefur ekki lengur áhrif á vinnsluna, en mik- ilvægt er að rakastig efnisins fari ekki yfir ákveðið mark. — Þá voru keypt ný færibönd, olíutank- ar, tvær rafstöðvar, útleggjarar, bíl vogir og fleiri tæki. Einnig muln- ingsvél og harpa til framleiðslu á steinefnum fyrir olíumöl. Verð- mæti þeirra tækja sem fyrirtækið á nú, er allt að 40 milljónir króna. Blöndunarvélarnar nýju munu hafa kostað 7—8 milljónir króna, en þær eru 3ja ára. Nýjar blöndun arsamstæður af þessari gerð munu kosta um 40 millj. Þessar blöndun arvélar eru mjög mikið notaðar í Svíþjóð, og munu 54 slíkar blönd- unarsamstæður vera í notkun þar í landi. í fréttatilkynningu frá Olíumöl h.f. er saga fyrirtækisins ítarlega rakin og sagt frá aðdragandanum að kaupunum á blöndunartækj- unum. Segir m.a. í fréttatilkynn- ingunni: „Hlutafélagið Olíumöl var stofn að 24. apríl 1970 af 12 sveitar- félögum í Reykjaneskjördæmi og 3 verktakafyrirtækjum. Framhald á bls. 14. 31 flugfiða sagt upp hjá Loftleiðum vegna breyt- inga á rekstri EB-Reykjavík, miðvikudag. 31 flugliða hjá Loftleiðum var sagt upp störfum um s.L mánaðamót, og munu þeir hætta störfum hjá Loftleiðum um mánaðamótir október-nóv. Sigurður Magnússon, blaða- fulltrúi Loftleiða, sagði í við- tali við Tímann í dag, að ástæð an fyrir þessum uppsögnum væri breyting á rekstri Loft- leiða. Loftleiðir hætta brátt að nota Rolls Royce flugvélar sínar en taka upp þotuflug í staðinn. Ennfremur fækkar ferðum Loftleiða þegar vetrar- áætlunin gengur í gildi. — Forráðamönnum Loftieiða þykir að sjálfsögðu mjög leitt að þurfa að segja upp góðum starfskröftum, en hér er um óhjákvæmilega ráðstöfun að ræða vegna breyttra aðstæðna, sagði Sigurður Magnússon — Munu Loftleiðir reyna að útvega þessummönnum vhmn? — Já, það verður áreiðan- lega allt gert af hálfu Loft- leiða til að útvega þessum mönnum störf. Af þessum 31 flugliða, sem Loftleiðir hafa nú sagt upp störfum, pru 13 siglingafræð- ingar, þar af 2 fastráðnir, 10 eru flugmenn og eru allir fast ráðnir og 8 eru flugvélstjórar, þar af 7 fastráðnir. Siglingafræðingarnir munu flestir hafa verið ráðnir til starfa hjá Loftleiðum s.l. vor. í ráðningabréfum þeirra stóð, að þeir væru ráðnir til hausts og líkur væru á því, að þeir fengju vinnu áfram. Aðrir sem sagt hefur verið upp störf um hjá Loftleiðum nú, hafa verið ráðnir á undanfömum árum. Nítján ára piltur drukknaði Norskur fulltrúi um men gunarráðstefnu hér: Við störfum hér án fslendinganna SB-Reykjavík, iniðvikudag. Nítján ára piltur frá Akra- nesi drukknaði í nótt. Hann var skipverji á vélbátnum Sæfara, sem lagði af stað í roður frá Akranesi á miðnætti í gær, í blíðskaparveðri. Skömniu síðar var piltsins saknað. Báturinn sneri við og leitaði lengi, en án árangurs. Þegar báturinn lagði af stað frá Akranesi, var pilturinn á spjalli við félaga sína í stýris- húsi bátsins. Um eittleytið í nótt fór hann þaðan og kvaðst ætla í koju, en hann var ekki þar skömmu seinna og fannst ekki um borð. Sneri þá bátur- inn við og hóf leit. Vélbáturinn Guðmundur RE 42 frá Reykja- vik kom Sæfara til aðstoðar við leitina og leituðu þeir báðir til kl. 4,35 í morgun, en þá hélt Sæfari til Akraness. Sjó- prófum lauk á Akranesi um kl. 7 í kvöld. Ekki er unnt að gefa upp nafn piltsins að svo stöddu. * ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. ■ Um þessar mundir halda Félög I Sameinuðu þjóðanna á Norðurlönd _ um sína árlegu ráðstefnu. Að þessu sinni er hún haldin á íslandi, og er ■ það í fyrsta sinn, sem hún er ■ hnldin hér á landi. Það liefur vak- ■ ið mikla alhygli að enginn fslend _ ingur hefur setið ráðstefnuna, sem _ nú fer fram á Loftleiðahótelinu, utan tveir, sem liafa lxaldið fyrir- lestra og einn maður, sem sat hana seinni partinn í dag. Einnig hefur frændum okkar á Norður- löndum þótt allur undirbúningur fremur lélegur. í dag náðum við tali af Jon Ring holt, en hann er fararstjóri Norð- manna, sem sitja ráðstefnuna, og einnig er hann starfandi hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í Ósló. Ring- holt sagði að þessa ráðstefnu sætu 15 Norðmenn, 45 Svíar, 3 Danir og 6 Finnar. — Og það vekur furðu mína, sagði Reinhplt, að enginn íslendingur skuli hafa setið þessa ráðstefnu. Að vísu lýkur henni ekki fyrr en á föstudag, svo það getur verið, að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.