Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 5. ágúst 1971 Örn Eiðsson skrifar um málefni frjálsíþróttamanna Hinn ágæti íþróttafréttamað- «r Morgunblaðsins, Steinar J. Lúðvíksson hugleiðir málefni frjálsíþrótta og þó öllu heldur vandamál þessarar íþróttagrein ar í blaði sínu sl. laugardag. Aðaltiíefni greínárinnar er, að frjálsíþróttafólk fái ekki nægilega mörg verkefni að glíma við. Sjaldgæft sé, að flokkar frjálsíþróttamanna séu sendir til útlanda og enn sjald- gæfara, að erlendir flokkar hingað til lands og taki þátt í mótum. Þetta er vissulega al- veg rétt og flestir velunnarar frjálsíþrótta vita, að á þessu verður að ráða bót. Tekið skal i----------------------— Sumarhátíð Skarphéðins ET—Reykjavík, miðvikudag. ! Héraðssambandið Skarphéð- inn hélt sumarhátíð að Laugar- vatni um verzlunarmannahelg-! ! ina. Mótið var fjölsótt, veður ágætt og umgengni mótsgesta i ! góð. Langflestir mótsgesta! skenuntu sér innan þess ramma er mótsstjórn setti í upphafi. Þó var á mótinu örlítill minni- hluti, sem liafði áfengi um hönd og óspektir í frammi, en fram- ferði hans hvarf í skuggann. Heildarsvipur mótsins var þvi ágætur og mikill fjöldi fólks fylgdist með íþróttakeppninni, auk fjölbreyttra skemmtiatriða, er mótsgestum var boðið upp á. ] Keppt var í nokkrum greinum frjálsra íþrótta á mótinu og' urðu sigurvegarar þessir: 1 100 m hlaupi Valdimar Gíslason; 1 400 m hlaupi Valdimar Gísla-! son einnig; í 3000 m hlaupi Ágúst Ásgeirsson úr Rvík, ann- ar varð Jón H. Sigurð'isson. í langstökki Valdimar Gíslason; ! í 100 m hlaupi kvenna Þuríður Jónsdóttir; í 400 m hlaupi kvenna Þórdís Rúnarsdóttir; í Langstökki kvenna Þuríður Jóns- dóttir; i kúluvarpi kvenna Sig- ríður Skúladóttir. fram, áður en lengra er haldið, að þessi greinarstúfur er ekki ritaður til þess að efna til rit- deilna við Steinar J. Lúðvíks- son, heldur til að ræða vanda- mál frjálsíþrótta, því að þau eru vlssulega nokkur eins og ann- arra íþróttagreina hér á landi. í áðurnefndri grein í Mbl. kemur fram, að vísu í spurn- ingartón, að stjórn FRÍ skorti e.t.v. áræði í sambandi við sam- skiptin við útlönd og rétt er að ræða það atriði eilítið nánar. Sú stjórn sem nú starfar fyrir sambandið og hefur verið nær óbreytt síðan haustið 1968, gerir sér vel ljóst, að lágmarks samskipti við útlönd er eitt af frumskilyrðunum fyrir auknum framförum í íþróttinni. Þess vegna hefur verið lögð megin áherzla á, að okkar beztu menn fái tækifæri til að reyna sig við erlenda íþróttamenn árlega, bæði hér heima og erlendis. Árið 1969 voru sendir þrír keppendur á EM í Aþenu, því að stjórnin telur rétt, að við séum með í þessum stórmótum, þó að þangað séu hvorki sóttir verðlaunapeningar né stig. Þetta ár keppti landslið okkar við A- og B-lið Dana og B-lið hinna Norðurlandaþjóðanna í Danmörku. 1 fyrrasumar fór hér fram einn riðill Evrópu- bikarskeppninnar í sambandi vð íþróttahátíð ISÍ, en FRÍ sótti um framkvæmd á því móti í sambandi við íþróttahátíðina. Einnig voru sendir fjórir beztu íþróttamenn okkar utan til keppni á Nerðurlöndum og tókst sú ferð hið bezta. Þá tók íslenzka unglinga landsliðið þátt í keppni ytra í fyrra og náði athyglisverðum árangri. 1 sum- ar fer sami fjöld keppenda á EM í Helsinki og fór á síðasta EM í Aþenu 1969. Unglinga- landsliðið fer einnig utan ög keppir í Danmörku við mun sterkari keppinauta en í fyrra, Norðmenn og Dani. Loks keppir flokkur þeirra elztu í írlandi um sama leiti. Einnig er verið að hugleða að senda flokk á stórmót í Miinehen í haust, eins skonar Reynslu-OL. Síðast en ekki sízt tók stjórn FRÍ þá ákvörðun, að senda fjóra frjáls- íþróttaþjálfara til Englands á þjálfaranámskeið í tæpar tvær vikur, tveir þeirra eru, af Stór- Reykjavíkursvæðinu og tveir utan af landi. Þó að sú för kosti sambandið tæplega eitt hundrað þúsund krónur, teljum við því fé vel varið, því að ástandið í þjálfaramálunum er vægast sagt erfitt, Eins og fram kom í upphafi þessarar greinar, varpaði Stein- ar J. Lúðvíksson fram þeirri spurningu, hvort stjórn FRÍ skorti ekki áræði í samskiptum við útlönd. Þær utanferðir, sem hér hafa verið upptaldar kosta Frjálsiþróttasambandið tæp- lega hálfa milljón króna. Fast- ar tekjur þess þetta starfsár eru 450 þúsund krónur. Þess skal getið, að stjórn FRÍ verð ur að hugsa um ýmislegt fleira en utanferðir, sem kostar mik- ið fé. Má þar m. a. nefna móta- hald innanlands og útbreiðslu, en Útbreiðslunefnd sambands- ins vinnur mikið starf í sam- bandi við kynningu íþróttarinn- ar meðal þeirra yngstu og næg- ir þar að nefna Þríþraut FRÍ og Æskunnar og Aridrésar Andarleiki ásamt ýmsu fleiru. Rétt er að geta þess, að skuldir sambandsins er síðasta ársþing fór fram, námu tæplega hálfri milljón króna. Tekjumöguleikar sambandsins eru sáralitlir fyrir utan hina föstu styrki þess opinbera, nema þá með happ- drætti, en velunnurum FRÍ skal einmitt bent á, að Skyndin-app- drætti FRÍ stendur yfir og verð- ur dregið 1. september. Vinn- ingar eru þrjár Sunnuferðir til Mallorka. Orðið áræði er sjálf- sagt teygjanlegt hugtak, en okkur í stjórn FRÍ finnst við sýna þó nokkuð áræði í fjár- málunum. Svo er það annað mál hvort peningunum sé rétt varið, en um það má sjálfsagt fjalla í löngu máli. Svo að enn sé vitnað í áður- nefnda Morgunblaðsgrein, bá er þess getið þar, að hingaff hefðu verið væntanlegir tveir sænskir flokkar. Nú séu þessar heimsóknir hinsvegar úr sög- unni. Þetta er hvortveggja rétt Tvö sænsk félög sýndu mikinn áhuga á að koma hingað í júlí- mánuði til keppni. Félögin skrif uðu stjórn FRÍ og sögðust myndu kosta ferðir sínar hing- að og spurðu stjórnina um mót á þessum tíma. Stjómin stóð í bréfaskriftum við'þessa ágætu menn og benti þeim á möguleika í sambandi við ódýrar ferðir og bauðst til að kosta uppihald þeirra í nokkra daga og koma þeim á mót bæði í Reykjavík og út á landi. Þegar komið var fram yfir þann tíma, að eitthvað varð að ákveða í þessu máli, treystust Svíarnir ekki til að koma, þeim fannst ferðalagið of dýrt. Eitt er það í Morgunblaðs- greininni, sem stjóm FRÍ er ekki sammála greinarhöf, en það er þátttakan í EM í Hels- inki. Hann álítur, að ísland eigi að senda 7—10 keppendur á mótið. Að senda unga og óharðnaða íþróttamenn í jafn- sterkt mót sem þetta er mjög tvíeggjað. Heppilegra er að þeir taki þátt í keppni við jafn- aldra sína í áðurnefndu móti i Danmörku og e.t.v. aukamóti á eftir. 1 grein Steinars J. Lúðvíksson ar skín það í gegn, að það eigi helzt eingöngu að vera stjórn FRÍ, sem standi fyrir utanför- um ísl. frjálsíþróttamanna og heimboðum erlendra á mót hing að. Að sjálfsögðu stendur FRÍ fyrir utanferðum landsliðsins og úrvalsflokka, einnig hingað komu erlendra landsliða, þó að Framhald á bls. 14. í kvöld eigast við á íslandsmeistaramótinv Valur og Haukar. Þessi mynd var tekin í einni viðureign fétaganna í fyrravetur. ISLANDSMEISTARAMOT í HANDKNA TTLEIK KARLA UTANHÚSS HEFST í KVÖLD ET—Reykjavík, miðvikudag. íslandsmeistaramót í handknatt- leik karla ulanhúss, meistaraflokki, hefst á leiksvæði Austurbæjar- bamaskólans við Barónsstíg annað kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20. Þá fara fram tveir leikir: Fyrst eig- ast við ÍR og Grótta; verður gam- an að fylgjast með þessum liðum, sem bæði eru skipuð ungum og vaxandi leikmönnum, einkum ÍR. Síðari leikurinn er svo milli Vals, íslandsmeistaranna frá í fyrra, og Hauka; verður sá leikur eflaust mjög spennandi, því að víst er, að bæði þessi lið hafa mikinn hug á að hreppa meistaratitilinn að þessu sinni. Þátttökuliðin í Islandsmótinu eru aö þessu sinni niu talsins og er þeim skipt í tvo riðla. I A-riðli leika: IR, Grótta, Haukar, Valur og Þróttur, en í B-riðli: Fram, KR, Víkingur og FH. Leikkvöld verða níu talsins, tveir leikir hvert kvöld. Urslitaleikirnir fara svo fram föstudaginn 27. ágúst. Þetta er 24. sinn, sem slíkt mót er haldið. Fram að þessu hefur F.H. unnið það langoftast eða alls 14 sinnuih. F.H. hóf sigurgöngu sína 1956 og vann mótið síðan sleitulaust þar til í fyrra, er Valur stöðvaði sigurgöngu þess. Handknattleiksmenn hafa búið sig vel undir þetta mót, sem mark- ar upphafið á nýju keppnistíma- bili. Á því tímabili eru mörg stór verkefni framundan, svo sem lands- leikir við Júgóslava og Tékka, und- ankeppni Ólympíuleikanna, auk Reykjavíkurmóts og Islandsmóts. — Það má segja, að úrslit í þessu móti séu mjög óviss. Það þarf ekki annað en líta til síðasta Islands- móts til að sannfærast um það. Félögin hafa heldur ekki slegið slöku við æfingar að undanförnu og landsliðið hefur æft stöðugt eina viku í hverjum mánuði. Eins og áður sagði verður mótið haldið á leiksvæði Austui'bæjar- skólans, þar sem aðstaða er á- kjósanleg bæði til keppni og einu- ig til að fylgjast með henni. nana- knattleiksdeild Vals sér um fram- kvæmd Islandsmótsins að þessu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.