Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 14
14 TIMINN FIMMTUDAGUR 5. ágúst 1971 VÉLSTJÓRAFÉLAG ISLANDS Skrifstofan er flutt frá Öldugötu 15 að Bárugötu 11 (þar sem áður var Spai’isjóður vélstjóra). Viðvörun Þar sem nokkur brögð munu vera að því, að menn taki að sér að aka bæði innlendu og erlendu fólki gegn borgun til skemmtiferða svo og til og frá vinnu, án þess að þeir menn hafi tilskilin atvinnuleyfi og þá ekki ökuréttindi eða tryggingu varðandi bifreiðina, sem veitt getur farþegum bætur, hvort heldur eru smáar eða stórar, ef slys ber að höndum, þá viljum vér með tilvísun til framanritaðs og að gefnu tilefni alvarlega hvetja fólk, sem greiðir fargjald í allt að 8 farþega bif- reiðum, sem ekki eru merktar bifreiðastöð og ekki með gjaldmæli, að kynna sér ýtarlega hver séu réttindi viðkomandi bifreiðastjóra til slíkrar þjónustu. Reykjavík 4- ágúst 1971 Bandalag ísl. leigubifreiðastjóra. Kennarar Kennara vantar að Unglingaskóla Þorlákshafnar. Æskilegt væri að hann gæti kennt leikfimi. Ódýrt húsnæði fj'rir hendi. Nánari upplýsingar gefa formaður skólanefndar í síma 99 3632 og skólastjóri eftir kl. 7 í kvöld og annað kvöld í síma 91 50688. Skólanefndin. Tilkynning frá Skatt- stofunni í Reykjavík Föstudaginn 6. ágúst 1971 flytur stofnunin starf- semi sína á IV. hæð í Tollstöðina við Tryggva- götu, vesturdyr. Skattstjóri. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim vinum og vandamönnum, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, 22. júlí síðastliðinn, þakka ég innilega. Lifið heil. Marteinn Sigurðsson. \ MaSui’inn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Lúðvík Rudolf Kemp, Karlagötu 20, sem anda'ðist 30. fyrra mánaðar, verSur jarðsunglnn frá Sauðár- krókskirkju, laugardaginn 7. ágúst, kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanlr. Elísabet Kemp, börn, tengdabörn og barnabörn. Olíumöl Franihak. if bls. 1 Aðdraganda að stofnun fyrir- tækisins má rekja til samþykktar bæjarstjórnar Kópavogs 27. júní 1969 varðandi könnun á áhuga sveitarfélaga innan SASÍR um kaup og rekstur fullkominnar véla samstæðu til blöndunar olíumalar. Þann 4. október 1969 var hald- inn fundur um þetta mál og var til hans boðið fulltrúum allra sveit- arfélaga í Reykjaneskjördæmi. Fól fundurinn ])eim Birni Ein- arssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi, Vilhjálmi Grímssyni, tæknifræð- ingi, Keflavík og Ólafi G. Einars- syni, sveitarstjóra í Garðahreppi, að kanna möguleika á slofnun félags til vinnslu olíumalar. Skiluðu þeir áliti, dags. 4 marz 1970 og lögðu þar til að stofnað yrði hlutafélag í þessu skyni með aðild sveitarfélaganna í kjördæm- inu og þeirra verktaka, sem sýnt hefðu áhuga á málinu. Eins og að framan getur var haldinn stofnfundur þann 24. apríl 1970. Stofnendur voru 12 sveitarfélög af 15 í kjördæminu og verktakafyrirtækin Véltækni h.f. Miðfell h.f. og Hlaðbær h.f. Hlutafé var ákveðið 5 milljónir króna. Sveitarfélögin eiga 55% hlutafjárins og miðast hlutdeild þeirra hvers um sig við íbúa- fjölda þeirra, en verktakafyrir- tækin eiga 15% hvert. í stofnsamningi segir, að til- gangur félagsins sé að framleiða og selja olíumöl og annað efni til gatnagerðar, svo og að reka hvers konar verktakastarfsemi að því er varðar gatnagerð. Fyrirtækið hóf starfsemi sína sumarið 1970 og hafði þá til um- ráða blöndunarstöð, sem það hafði keypt af Véltækni h.f., en sú stöð var keypt til landsins árið 1965. Stærsta verkefnið sumarið 1970 var blöndun og útlagning olíumal- ar á 14 km. kafla af suðurlands- vegi í Svínahrauni fyrir Vegagerð ríkisins. Auk þess var framleidd olíumöl fyrir nokkur sveitarfélög og aðra aðila. Stjórn Olíumalar h.f. liafa skip að frá stofnun: Ólafur Einarsson, sveitarstjóri, formaður, Leifur Hannesson, verk fræðingur, ritari, Pétur Jónsson, forstjóri, Alfreð G. Alfreðsson, sveitarstjóri, Hjálmar Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri, þar til hann hvarf úr stjórninni s.l. haust. Framkvæmdastjóri er Björn Einarsson, tæknifræðingur, Kópa- vogi. Apollo Framhald af bls. 6 og er lending áætluð á Kyrrahafi kl. 20.46 á laugardagskvöldið, eða 295 klukkustundum og 12 mínútum eftir að honum var skotið upp á mánudaginn í fyrri viku. Innan- borðs eru 77 kíló af mánajarðvegi. Án íslendinga Framhald af bls. 1 einhverjir láti sjá sig. Raunar hafa verið hér íslenzkir fyrirlesarar, og hafa þeir verið mjög góð- ir, eins og t.d. Hjálmar Bárðar- son. Ringholt bætti því við, að það gæti verið skiljanlegt að fáir Is- lendingar væru á þessari ráðstefnu og hún ekki betur skipulögð, því að framkvæmdastjóri Félags Sam- einuðu þjóðanna á íslandi hefði verið veikur og framkvæmdastjór- inn hefði þurft að fara af landi brott rétt um það leyti, sem ráð- stefnan átti að hefjast, en samt sem áður væru allir vonsviknir yfir því hvað ráðstefnan væri illa skipu lögð. Frá íslendingum áttu að koma 5 fyrirlesarar, en af einhverj um ástæðum urðu þeir ekki nema þrír, og varð ég að útvega aðra úr STRANDAMENN Héraðsmót Framsóknarmanna í Strandasýslu verður haldið í Sævangi, laugardaginn 7. ágúst og hefst kl. 21. Avarp og ræðu flytja Steingrímur Hermannsson alþm. og Gunnlaugur Finnsson bóndi Hvilft. Þjóðiagasöngvararnir Kristín og Helgi skemmta. Hljómsveitin Ásar leika fyrir dansi. — Stjórnin. mínum hópi, en skemmtilegra hefði verið að það hefðu verið íslend- ingar, sérstaklega þar sem þið eig- ið svo hreina og óspillta náttúru, en þessi ráðstcfna fjallar einmitt um mengun og náttúruvernd. Sagði Ringholt, að það vekti furðu sína, að íslendingar skyldu yfirleitt hafa verið að bjóð ast til að halda þessa ráðstefnu; þeir hefðu boðizt til þess í fyrra, og heföi það verið einróma sam- þykkt að ráðstefnan yrði haldin hér á landi. — Við hlökkuðum mikið til komunnar hingað til þess að starfa með íslendingum hér á landi, en enginn hefur látið sjá sig ennþá. En, sagði hann, ykkur ætti að vera vorkunnarlaust að Ihalda ráðsbefnur þar sem þið hafið aðstöðúna í Loftleiðahótel- inu. Hún er frábær. Að lokum sagði Ringholt, að þessi ráðstefna hefði verið illa skipulögð af íslendingum frá byrj un, t.d. kom dagslcrá' alltof seint út til Noregs og var hún illa gerð. — Því miður, sagði hann, er- um við ekki ánægð með þessa ráð- stefnu, en ég vona að ráðstefna sem Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi skipuleggur næst, verði betur vönduð en þessi. Hérna átt- um við að starfa með fjölda ís- lendinga, en aðein^ þrír til fjórir hafa komið, og þeir voru mjög góðir. Afíaaukningin Framhald af bls. 1 í Suður-íshafi segir Bogdanoff, að sé mikið magn af smáum krabba dýrum, sem hvalir lifa á. En nú hefur hvölunum fækkað og eng- inn nærist lengur á þessum dýr- um. Sovezkt rannsóknarslcip hef- ur um 3ja ára skeið veitt þessi krabbadýr og unnið hefur verið úr þeim mauk, sem er næringar- ríkt og bragðgott. Ef þessi aðferð yrði tekin upp í stórum stíl, væri hægt að framleiða með henni um 150 milljónir smálesta af eggja- hvítuauöugri fæðu á ári. Að lokum segir Bogdanoff, að hér sé ekki um ímyndun að ræða, þetta verkefni sé orðið brýnt og á því verði að byrja strax, meðan höfin séu enn forðabúr. Strokufangi Framhald af bls. 16. að verzla í opinu, þegar hann var gripinn. Strokufanginn var undir á- hrifum áfengis, þegar hann var gripinn, eftir því sem Gísli Guð- mundss. rannsóknarlögreglumað ur tjáði okkur, og sýndi hann lögreglumönnunum mótþróa, þeg ar þeir tóku hann og fluttu hann í fangageymslu lögreglunnar í Hverfissteini. EÍcki var hægt að yfirheyra manninn að svo komnu, því maðurinn var það mikið undir áhrifum áfengis, en yfirheyrsla átti að fara fram strax og maðurinn væri búinn að jafna sig og hefur það vænt- anlega komið fram í dag, hvar hann hefur haldið sig um helg- ina. Strokufanginn hvarf úr hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg, meðan fangarnir voru í sínum daglega göngutúr sl. föstudag, fangavörðurinn hefur sennilega aðeins litið frá. og þá hefur fanginn notað tækifærið og vippað sér yfir garðinn, enda er hann 'ekki hár. Ekkert spurð- ist til fangans þá daga, sem hann var frjáls ferða sinna, utan einu sinni að maður þóttist hafa séð hann á gangi í miðbæn- um, en það þarf ekki að vera, því vel getur verið að um ann- an mann hafi verið að ræða. Gísli Guðmundsson rannsókn- arlögreglumaður sagði blaðinu, að eins og fólk vissi þá væri það orðið daglegt brauð að fangar strykju úr hegningarhúsinu, og nauðsynlegt væri að fara að hækka garðinn fyrir utan húsið og að gera glugga rammgerðari, enda væri það lítið verk. Rithöfundasjóður Framhald af bls. 16. barnabókasafna meira en 50% af 45 milljón eintökum, sem út eru lánuð árlega. Þess er fastlega vænzt, að út- hlutunamefnd Rithöfundasjóðs íslands taki þetta mál til ræki- legrar athugunar á fundum sín- um fyrir næstu úthlutun og sjái sér fært, að að jafnaði skuli út- hluta útlánahæstu höfundunum, þannig að barna- og unglingabóka- höfundar og höfundar annars vin- sæls' lesefnis séu ætíð að einum hluta í hópi þeirra, sem úthlutun fá ár hvert. Jafnframt séu teknar til end- urskoðunar reglur um úthlutun samkvæmt fjölda bókatitla. f stað- inn sé tekin upp úthlutun sam- kvæmt útlánum, en þess gætt að láta mismunandi greiðslu koma fyrir útlán, eftir því, hvers eðlis bókin er, þannig að Ijóðabækur séu í hæsta flokki o.s.frv.“ íþróttlr Framhald af bls. 12 það sé alltof sjaldan. En hefur ekki orðið ein breyting hér til hins verra, cg þar er átt við félögin. Áður fyrr, segjum fyrir 10 til 15 árum var það algengt að Reykjavíkurfélögin þrjú ÍR, Ármann og KR sendu sína beztu menn utan til keppni og buðu einnig erlendum köppum á mót sín. Síðustu árin hefur þetta lagst algerlega niður, því miður. Hvernig væri nú að leið- togar félaganna í Reykjavík og e.t.v. í Kópavogi tækju sig sam- an og héldu stórglæsilegt al- þjóðamót a.m.k. einu.sinni á ári með þátttöku heimsfrægra erlendra íþróttamanna. Slíkt ætti að vera möguleiki og bezt væri að félögin hefðu samvinnu um gtórmál sem þetta. Sam- vinna félaganna um Fimmtu- dagsmótin hefur verið ágæt, af hverju ætti ekki samvinna um þetta að geta tekizt eins vel. Hugsanlegt væri og að efna til stórmóts norðanlands með hinum erlendu köppum og beztu afreksmönnum okkar t.d. á Sauðárkróki og Akureyri. Einnig ættu félögin að efna til utanferða stöku sinnum, slíkt er ávallt gott fyrir félagsand- ann og ferðir félaga verða ávallt eitthvað öðruvísi en ferðir með landsliði og er þó alls ekki ver- ið að kasta neinni rýrð á ferð- ir landsliða. Vð sláum þá botni í þetta frjálsíþróttaspjall að sinni, en víkjum e.t.v. síðar að fleiri hliðum á þessu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.