Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. ágúst 1971 TÍMINN Það hlýtur að kallast um- hugsunarverð ákvörðun, þegar lítil börn eru send burt frá heimilum sínum og falin um- sjá ókunnugs fólks í lengri eða skemmri tíma. Fyrr á Tímum var litið á bamið sem tilfinninganæma lífveru, sem þyrfti nærgætni og umönnunar fyrstu æviárin, og eitthvert sársaukafyllsta augnablik, sem foreldramir lifðu þá var, ef þeir þurftu, sökum fátæktar eða vanheilsu að yfirgefa börn sín, ellegar senda þau frá sér. Að „skipta upp“ heimili var eitt erfiðasta viðfangsefni sveitastjórna á fyrsta tug þess- arar aldar, og sumir, sem þar áttu hlut að máli, neituðu að framkvæma svo róttækar að- gerðir. Þess veit ég dæmi, að stór bamafjölskylda, sem búsett var í kaupstað, þurfti að leita styrks hjá sinni framfærslu- sveit. Ýmsum sýndist auðsætt að leysa upp heitnilið og fá bömunum, sem komin vom til vika, samastað heima í sveit- inni væri þess kostur. Af þessu varð þó ekki. Odd- viti sveitarstjórnarinnar neit- aði að standa fyrir þessum að- gerðum og málalokin urðu þau, að viðkomandi hreppur keypti hús handa fjölskyld- unni, svo að hún gat haldið saman og börnin í æsku notið umhyggju sinna nánustu. Síðan þetta var hafa mörg vötn til sjávar runnið, og mik ið breytzt tímans hættir. Staða barnsins í nútíma þjóðfélagi virðist öll önnur en á dögum þeirrar kynslóðar, sem nú kembir gráar hærur. Ég ætla mig muna það rétt að þau orð hafi til mín borizt á öldum ljósvakans af munni ungrar konu, sem ræddi fóst- ureyðingar að það væri kannski hægt að láta það eftir karlmanni, að bera barn hans undir beltinu í níu mánuði, ef hann þá vildi taka við því og annast uppeldi þess til fullorð- ins ára. Ójá, svo mörg voru þau orð. Það er talað um að við lifum á framfara og viðreisnaröld. Og tilheyrandi þeim fram- förum er aukin þjónusta þjóð- félagsstofnana við fólkið. Eitt mest aðkallandi verk- efni þessarar þjónustu er að komið verði upp stofnunum, sem tekið geta á móti þeim börnum er foreldrar eða að- standendur einhverra orsaka vegna þurfa endilega að losna við. Sumir vegna vanheilsu, aðr ir vegna þess, að óregla og alls konar hliðar- eða víxlspor verða þess valdandi, að börn- unum er fyrir beztu að aðrir en heimilin hafi þau til um- önnunar. Og i þriðja lagi, og það er ef til vill sú rauna- saga, sem sífellt verður algeng ari — börnin eru aðstandend- um sínum fjötur um fót. Þeir vilja losna við þau til þess að geta betur notið heimsins lysti semda. Vissulega er því nauðsynlegt og góðra gjalda vert, ef þessi börn eiga völ á samastað, þar sem þau vaxa til vitundar um það, að þau eru annað og meira en skemmtilegt leik- fang, sem gaman er að hafa sér til dægrastyttingar stund og stund en láta svo í geymslu þegar hentar. Nú skyldi enginn taka orð mín svo, að ég álíti að fólk almennt hugsi þannig til barna sinna. Margir eru vegna brauðstritsins og ýmissa ann- arra orsaka neyddir til að hafa þennan hátt á. Þvílíku býður borgarlífið heim. Og þá skipt- ir það mestu máli hvernig sá samastaður er, sem börnin hafa að að hverfa. Það kannast allir við hann Manga Guðjóns. Hann var lengi á ferðinni í Hafnarfirði og rak þar útgerð bæði með báta og bíla. Árið 1922 lét hann byggja 13 farþega hús á vörubílinn sinn og stofnaði þá til hálf- gerðrar samkeppni við Stein- dór Einarsson. — Steindóri þótti miður, en Magni hélt sínu striki. Og ennþá ekur hann bíl þótt skammt eigi hann að áttræðu. Magnús er nú starfsmaður hjá fyrirtækinu Nathan & Ól- sen. Það er bjartur sólríkur sunnu- dagur. Við rennum okkur austur um Hellisheiðina á fjórhjólaða færleiknum hans Magnúsar. Ferðinni er heitið austur að Hrauni í Grimsnesi, þar sem starfrækt er barnaheimili á vegum sjómannadagsráðs. Þar dvelja nú tvö lítil börn, piltur og stúlka, sem tengd eru föð- ur og tveimur öfum, farþegum Magnúsar. Það má kannski finna að því og kalla vantraust að þjóta þetta aðeins til að sjá börnin og ef til vill gera þau óróleg. Já, en Tómasareðlið er nú ákaflega ofarlega í sumu fólki. Þegar þar við bætist sá gaml- ingjaháttur að börn skipti meiru máli en flest annað fólk, þá er á ýmsu von. Þar austur frá er allt á ferð og flugi, sólbrún glaðleg börn virðast una sér vel. Okkur er heilsað með ljómandi brosi. Greinilega er ekki búið að þjóð nýta börnin svo, að þau hafi tapað tilfinningu fyrir sínum nánustu. Forstöðukona heimilisins er Hrefna Jónsdóttir. Hún er hús móðir úr Reykjavík og á sjálf 5 börn — tvö eru þarna með henni. Ég hef ekki unnið við barna- heimili fyrr én ékki lært til þeirra starfa sérstaklega, en ég ér skáti 'öþ' h'ef *'mikið verið með ungu fólki. Mér fellur vel hérna, en finnst þó starfsemin talsvert erfið vegna þess hve börnin eru á misjöfnu aldurs- og þroska skeiði. Það yngsta er fjögurra ára en það elzta tólf ára og allt þar á milli. Það er erfitt að finna þessum hóp sameig- inlegt starfssvið, til dæmis þá daga, sem veður leyfir ekki útivist. Hér höfum við dálítinn bókakost, en lesefni það sem passar fyrir elztu börnin, fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim yngstu. Það er þess vegna tæpast hægt að lesa fyrir þau sameiginlega eða segja þeim sömu sögur. Eitt hefur vakið athygli mína og þó nokkra undrun. Mörg bömin eru ákaflega treg til að fara út til leiks, jafnvel GlöS andlit 'Hrefna Jónsdóttir forstöðukona Kristín Guðmundsdóttir ráðskona þó gott sé veður. Það mætti álíta að þau væru mun vanari inniveru en útileikjum. Hér dvelja 58 börn, og við sem vinnum erum tíu. Lærð fóstra er engin, en allar stúlk- urnar bamgóðar og vanar að umgangast börn. Ég álít því að starfsliðið sé óaðfinnanlegt. Frá hendi sjómannadagsráðs er eins vel séð fyrir öllu og mögulegt er. Pétur Sigurðsson lætur sér mjög annt um að all- ir hlutir séu í lagi. Þó börnin séu ekki eldri en þetta verður maður var við að þau hafa mjög ólík viðhorf til lífsins. Sum eru dekurbörn, sem vilja fyrst og fremst láta taka tillit til sín sem einstakl- inga. önnur eru kalkvistir, lík- lega útlagar í þeirri veröld, sem hefði mátt að veita þeim bezta skjól meðan þau stigu fyrstu sporin. Sem betur fer eru svo mörg, sem bera vitni góðri umönnun og uppeldis- háttum. Undantekningalítið eru þau ánægð en hlakka þó flest til að fara heim. Við reynum að hjálpa þeim og leiðbeina eftir því sem unnt er, en jafnframt benda þeim til sjálfsbjargar t.d. láta þau yngstu klæða sig sjálf. Ég tel barnaheimilið vel stað sett. Hér sést vítt til og ég hef ekki orðið vör við neinar hættur, hvorki af lækjum, vötn um eða klettum. Mér fannst ekki fallegt hér fyrst þegar ég kom hingað. En nú uni ég umhverfinu vel. Nátt úran hefur laðað mig að sér. Eins er það með börnin. Eftir að þau eru komin út hafa þau ánægju af samskiptunum við landið hér í kring. Þau fara út í móana og leika sér þar Fratnihald á bls. 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.