Tíminn - 05.08.1971, Blaðsíða 13
ymafTUDAGUR 5. ágúst 1971 Éj^íTTtf íllliHll TIMINN jj^lJ:(tjdl;W 13
<-;-------------—------------------------------------------------
Ljósið, sem kviknsði í byrj-
un, slokknaði von bráðar
Ernhverjum lélegasta landsleik íslendinga um árabil lauk með sigri Englendinga 3:1.
Sjaldan hefur nýliði i' ís-
lenzka landsliðinu í knatt-
spymu fengið eins góða óska-
byrjun og Tómas Pálsson, 20
ára gamall Vestmannaeying-
ur, sem skoraði gullfallegt
mark á fyrstu mínútunum í
landsleiknum gegn Englend-
ingum í gærkvöldi. Hann fékk
knöttinn rétt fyrir utan víta-
teig og var ekkert að tvínóna
við hann, heldur skaut strax
__ og knötturinrt hafnaði í
vinstra horni enska marksins,
án jiess að markvörðurinn,
lan Wolstenholme, fengi nokk
uð að gert, |jví að skot Tómas-
ar kom henum í opna skjöldu.
En ljósið, sem kviknaði með
þessu marki Tómasar, slokknaði
von bráðar. íslenzka liðið reyndist
ekki eins samstillt og sumir höfðu
þorað að vona. Enska liðið, sem
þó var aðeins miðlungslið, reynd-
ist sterkara á flestum sviðum. Það
jafnaði rétt fyrir hálfleik, eftir
að hafa átt aragrúa tækifæra, og í
síðari hálfieik bætti það tveimur
mörkum við, og lauk leiknum því
3:1 Englendingum í viL
Þessi kmdsleikur íslendinga og
EnglencBnga í gærkvöldi olli 6
þúsund áhorfendum vonbrigðum,
því að aldrei var heil brú í leik
íslenzka liðsins. Það sýndi aldrei
neitt — fyrir utan mark Tómásar
— sem gaf tilefni til bjartsýni.
En þurfti þetta að vera svona lé-
legt? Er íslenzk knattspyrna
ekki betri? Jú, vissulega er hún
betri, en það var algerlega mis-
ráðið hjá Hafsteini landsliðsein-
valdi að gera svo róttækar breyt-
ingar á landsliðinu frá síðustu
leikjum. Lýsti formaður Knatt-
spyrnusambandsins því ckki yfir
eftir síðasta landsleik, sem var
gegn Frakklandi, að sá leikur hefði
verið einn sá bezti, sem ísland
hefur leikið^^að eru ékki margar
vikur síðan þWj var. Hvers vegna
var þá verið að breyta liðinu?
Hvers vegna voru Marsteinn Geirs
son, Ásgeir Elíasson, Erlcndur
Knötturinn í netinu hjá Englendingum eftir hið glæsilega skot Tómasar Pálssonar.
Magnússob, Ingi Björn Albertsson
og fleiri sM'fir út,’ fyrst síðasti
landsleikur var jafngóður og af er
látið?
Sá, sem þetta skrifar, hcfur
haldið því frant, að íslenzk knatt-
spyrna hafi ekki tckið miklum
framförum síðustu ár — og hcld-
ur því cnn fram — en þó gefur
leikurinn í gærkvöldi ekki rétta
mynd af getu íslenzkra knatt-
spyrnumanna í dag. Við getum
stillt upp sterkara landsliði — og
þcss vegna var óþarfi að skapa
verri niynd af ástandinu með því
að tefla fram sundurleitu liði, sem
litla samæfingu hefur fengið.
Helzti styrkur okkar sl. 2—3 ár
hefur nefnilega legið í því, að
myndaður var landsliðskjarni,
sem haldizt hefur að mestu óbreytt
ur, og landsliðið komið fram eins
og félagslið.
Veöurguðirnir léku við hvern
sinn fingur í gærkvöldi. Sól og
blíða lék um 6 þúsund áhwrfendur
í Laugardalnum í gærkvöldi. Eftir
að lúðrasveit skólabarna í Kópa-
vogi hafði leikið þjóðsöngva land-
anna, hófst leikurinn. Til að byrja
með áttu Englendingar nokkur
hættuleg tækifæri, en lánið lék
við íslenzka liðið. Skotin fóru fram-
hjá eða þá að Þorbergur varði.
Á 15. mínútu skoraði ísland sitt
eina mark, þegar Tómas Pálsson,
nýliði, skoraöi með lúmsku skoti,
sem kom bæði ensku vörninni og
enska markverðinum gjörsamlega
á óvart. Tómas var ekkcrt að hika
við að skjóta, enda þótt færið væri
langt. Markið var gullfallegt —
sannkallaður sólargeisli — en því
miður sá eini.
Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks
tókst Englendingum loks að jafna,
eftir margar tilraunir. Vinstri út-
herjinn, Bass, fékk knöttinn
vinstra megin nærri marki íslands,
gersamlega óvaldaður, og hafði
nægan tíma til að leggja knöttinn
fyrir sig og skora. Þarna var Jó-
hannes Atlason, fyrirliði, fjarri
góðu gamni.
Enska liðið sótti oft fast a3 marki íslands. Hér á einn leikmannanna skot að marki — en 10 menn eru til varnar
á markiínunni.
í síðari hálfleik veitti íslenzka
liðið minni mótspyrnu en í fyrri
hálfleik. Byrjunin var ekki glæsi-
leg ,því að Bassett (no. 6) skoraði
með lausu skoti úr aukaspyrnu.
Mjög klaufalegt mark. Bass (no.
10) truflaði Þorberg markvörð og
gerði sig líklegan til að taka knött
inn og kom Þorbergi þannig úr
jafnvægi.
Þriðja markið kom svo skömmu
síðar. Það var Dicken. sem skoraði
það, úr þröngu færi. íslenzka vöm
in var illa á verði í það skiptið.
Fleiri urðu mörkin ekki.
I heild var leikurinn heldur leið
inlegur. Enska liðið sýndi ekki þau
tilþrif, sem maður hafði búizt við
að sjá. fslenzka liðið var enn lé-
legra. Nýliðarnir Tómas og Sigur
bergur komu ekki’ sem verst frá
leiknum, en Þröstur, einnig nýliði,
var óákveðinn, alveg eins og Jó-
hannes Atlason, fyrirliði, sem
greinilega var ekki í essinu sínu.
(Timamyndír Robert)
Eyleifur Hafsteinsson vann
manna mest, en ekki alltaf af
skynsemi. Hann var eins og bund-
inn við Matthías Hallgrímsson, fé-
laga sinn frá AkranesL Allar send
ingar Eyleifs fóru til Matthiasar,
enda þótt Tómas léki sig oft frían.
Vissulega hefði mátt nota Tómas
meira.
Jón Alfreðsson, fjðrði nýiiðinn,
stöðvaði margar sóknarlotur Eng-
lendinga, en byggði heldur lítið
upp.
I framlínunni tók Matthías ágæta
spretti, en aftur á móti fór lxtiS
fyrir Kára ÁmasynL Það era álög
á Kára, þessum annars ágæta leik-
manni, að standa sig ekki nógu vel
í landsleikjum.
Af ensku leikmönnunum má
helzt nefna Dicken (11) Bassett (t»)
og Bass (10).
Skozkti dómarinn, Crawford,
dæmdi leikinn vel. — alf.
Englendingar skora jöfnunarmarkið. Islenzku varnarmennirnlr eru
víðsfjarri.