Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 14
Ætli við myndum okkur í stórumdráttum tvenns konar mynd af einstaklingnum í samfélaginu. Önnur er svipuð þeirri mynd sem við höfum af okkur sjálfum og hin ekki ólík þeir- ri mynd sem við höfum af náunga okk- ar. Á þessum tvenns konar grunni byggjum við síðan hugmyndir okkar um réttindi og skyldur einstaklingsins í samfélaginu; það svigrúm sem þeir eiga rétt á og hversu oft og mikið eigi að takmarka það svigrúm. Gallinn er hins vegar sá að þessar tvær myndir eru um margt óásættan- legar. Til að skýra það má benda á nokkuð þekkta könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Í henni var fólk spurt tveggja spurn- inga. Annars vegar hvort það teldi sig vera góða bílstjóra og hins vegar hversu stóran hluta fólks það teldi til- heyra flokki góðra bílstjóra. Um 85 prósent fólks taldi sig vera góða bíl- stjóra en þegar svörin við hinni spurn- ingunni voru lögð saman kom í ljós að að meðaltali taldi fólk aðeins 15% fólks vera góða bílstjóra. Fólk treysti sjálfum sér því almennt og yfirleitt betur en náunga sínum. Án efa kæmi svipuð niðurstaða fram þótt spurning- in snerist um annað en ökulag. Þetta tvöfalda og gagnstæða mat fólks á hæfni einstaklinga er innbyggður galli mannskepnunnar – og líklega ólæknandi. En þótt gallinn sé ólækn- andi má líklega halda einkennum hans niðri með daglegri æfingu. Ef við reyndum að greina stjórn- málaumræðu eftir þessum galla þá kæmumst við án efa að því að hún er að stærstum hluta byggð á skoðunum okkar á náunganum. Yfir henni svífur vantrú á einstaklingnum. Stjórnmál snúast að mestu um að hemja náunga okkar og marka lífi þeirra nógsam- lega þröngan ramma til að hann fari sjálfum sér ekki að voða eða raski alls- herjarreglu. Í krafti yfirburða okkar setjum við náunganum óteljandi skil- yrði. Við tökum góðan hluta af launum hans og látum fulltrúa okkar ráðstafa þeim fyrir hann –sannfærð um að ann- ars sóaði hann þeim í tóma vitleysu. Við skyldum hann til að leggja til hlið- ar fé til efri áranna – sannfærð um að honum sé ekki treystandi til slíkrar fyrirhyggju. Við setjum skilyrði um hvernig húsnæðið skuli búið sem hann býr í, setjum reglur um lofthæð, brunavarnir, frágang hitalagna, gerð þakefnis og þrengjum val hans á alla kanta með lögfestum stöðlum um nán- ast hvað sem er – sannfærð um að hann kunni ekki að velja sér samastað við hæfi. Við merkjum matvöru með síðasta neysludegi svo hann láti ekki eftir sér að borða skemmdan mat. Við skyldum hann til að senda börnin í skóla og ákveðum fyrir hann hvað þau eigi að læra. Og svo framvegis – í litlu sem stóru. Þetta finnst okkur sjálfsagt og rétt. Ef við spyrðum okkur hvort við sjálf myndum engu þessu sinna ef ekki kæmu til lög og reglugerðir myndum við líklega svara því neit- andi. Reglurnar eru fyrir náunga okkar. Allt reglugerðarfargangið er til að halda lífi hans innan sómasam- legra marka. Það er því í eðli sínu trú- arlegt – kennisetningar vantrúar okk- ar á náunganum. ■ Paul O’Neill, fyrrum fjármála-ráðherra Bandaríkjanna, hef- ur verið mikið í fréttum vegna yf- irlýsingar hans um að Bush Bandaríkjaforseti hafi ákveðið nokkrum dögum eftir að hann tók við embætti að ráðast inn í Írak. Paul Henry O’Neill fæddist í St Louis árið 1935. Námsferill hans var gloppóttur; hann hætti í skóla en sneri þangað aftur nokkrum árum síðar. Ástæðan fyrir brott- hvarfinu var ekki skortur á gáf- um heldur það að hann kvæntist nítján ára að aldri og þurfti að sjá fyrir fjölskyldu. Hann lauk hag- fræðiprófi og vann síðan sem tölvuráðgjafi áður en hann lauk prófi í stjórnsýsluhagfræði. Hann varð forstjóri Alcoa á árunum 1987–1999. Hann var góður for- stjóri, mjög sjálfstæður og lét sér annt um velferð starfsfólks síns. Árangur hans í forstjórastarfi þótti einstakur og varð sérstakt rannsóknarefni í viðskiptaskólum víðs vegar um Bandaríkin. O’Neill er góður vinur Georges Bush eldri og nokkur kunnings- skapur er með honum og Dick Cheney varaforseta. Þegar George Bush yngri varð Banda- ríkjaforseti í janúar 2001 gerði hann O’Neill að fjármálaráðherra sínum. O’Neill vakti nokkra at- hygli í embætti vegna hreinskiln- islegra yfirlýsinga um menn og málefni. Í maí 2002 komst hann í heimsfréttir vegna tíu daga ferðalags sem hann fór í til Afr- íku með söngvaranum Bono þar sem hann kynnti sér efnahagsá- stand landsins. Í desember sama ár rak Bush hann úr ríkisstjórn- inni vegna ágreinings um skattta- mál. Brottvikningin kom ekkert sérlega á óvart því O’Neill samdi illa við þingmenn Rebúblikana- flokksins og viðskiptajöfrar á Wall Street voru sömuleiðis ósátt- ir við hann og þótti hann alltof bjartsýnn á efnahagsástand í landinu. Hin umdeilda yfirlýsing O’Neill um ákvörðun Bush að ráð- ast inn í Írak kom í fjölfar kynn- ingar á bók sem O’Neill hefur skrifað ásamt Ron Suskind. Bókin nefnist The Price of Loyalty og fjallar um ár O’Neill í ríkisstjórn Bush. Þar kemur fram nokkuð óvægin gagnrýni á forsetann. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um tvær hliðar einstaklingsins. Maðurinn PAUL O’NEILL ■ Fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi ákveðið nokkrum dögum eftir að hann tók við embætti að ráðast inn í Írak. 14 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Víst er margt furðulegt í ís-lenskri þjóðmálaumræðu. Undanfarnar vikur hefur umræð- an hverfst um Davíð Oddsson for- sætisráðherra og persónuleg við- horf hans í garð einstaklinga í við- skiptalífinu. Aðeins vinur hans, prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur náð að halda í við hann í þjóðmálaþrasinu, en umræðan um Laxnessbók Hólm- steinsins er þessu sama persónu- bundna marki brennd. Frekar er rætt um Hannes sjálfan en bókina sem hann skrifaði. Það er með hreinum ólíkindum hvað þeir félagar geta vakið upp miklar deilur í þessu litla samfélagi okk- ar. Umræðan er heiftúðug og jafnan hlaðin tilfinningum – stundum ofhlaðin. En kannski er það ekki svo skrýtið í ljósi þess að báðir geta þeir jú verið ansi heift- úðugir í garð annarra. Og persónulegir. Þáttur Davíðs Það er engum blöðum um að fletta að Davíð Oddsson er mikil- hæfur stjórnmálamaður og senni- lega einhver mesti leiðtogi sem Ísland hefur alið undanfarna ára- tugi. Davíð hefur alla tíð verið skeleggur pólitíkus og sagt meiningu sína á mönnum og málefnum. Það er enda hans helsti kostur. Velgengni hans við völd er með hreinum ólík- indum. Hannes Hólm- steinn hefur lengi haldið á lofti orðum Actons lá- varðar sem sagði að vald spilli og að gerræðisvald gerspilli. Hvort Davíð sé orðinn valdspilltur eða hvort þessi langa valdaseta sé far- in að villa honum sýn skal ég ekki dæma um. En undanfarið hefur hann allavegana virst leiður og gerst geðstirðari og argari með hverju árinu. Ummæli hans um menn og málefni hafa líka orðið furðulegri með tímanum og und- anfarið hefur alveg keyrt þver- bak. Hann talar allt í senn um götustráka, skattsvikara, þjófs- nauta og mútubera svo eitthvað sé tínt til. Af umræðu undanfarna vikna virðist það einkenna allar athafnir forsætisráðherrans okk- ar hvað honum er illa við einstak- linga úti í bæ. Hann virðist vera kominn með fyrirtækið Baug á heilann. Allavegana virðist manni ummæli hans í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa þann brag – svo orðalag hans sjálfs sé notað – að Davíð sé haldinn þráhyggju í hans garð. Moldviðri Fyrir nokkru sagði Davíð í Kastljósþætti að hann yrði ekki sammála meirihluta Íslendinga í ákveðnu deilumáli nema hann yrði galinn. Nú veit ég ekki hvort hann hafi þar með talið að meirihluti þjóðarinnar væri galinn. En eitt er ljóst, þessi umræða er orðin full- komlega galin. Málefni og hug- myndir um samfélagið eru því miður víðsfjarri. Í moldviðrinu sjá menn ekki handaskil og ekki fæst botn í nokkurn skapaðan hlut. Við fáum til að mynda ekki úr því skorið hvort reynt hafi verið að bera mútufé á forsætisráðherrann eða hvort hann hafi sjálfur greint rangt frá. Eftir situr þjóðin og klórar sér í hausnum. Við vitum heldur ekki hvað veldur því að forsætisráðherrann ræðst síendurtekið á ungan biss- nessmann sem virðist ekki hafa annað til saka unnið en að ná ár- angri í viðskiptum – aðallega er- lendis. Svo virðist sem Davíð sjái hreinum ofsjónum yfir velgengni Baugs og auðlegð þeirra feðga. Maður hlýtur að spyrja sig hvað hafi eiginlega gerst í samskiptum forsætisráðherrans og Baugs- feðga? Ég trúi því nú tæpast að það eitt og sér, að Jón Ásgeir keyp- ti FBA ásamt félögum sínum um árið, hafi reitt forsætisráðherrann svona svakalega til reiði, – en ef ég man rétt talaði Davíð þá fyrst um götustrákana í íslenskum bissness. Það getur verið að FBA hafi verið ætlað öðrum og þóknanlegri aðilum. Ég veit ekkert um það. En varla hefur það dugað til að vekja upp þessa ofsareiði. Eða hvað? Vandinn felst í að við vitum það ekki. Handhafi frelsisins Ætli það geti verið að Davíð telji sjálfan sig handhafa frelsis- ins, sem Jón Baldvin stótti til Brussel með EES-samningnum; að það sé hans að deila því út til þóknanlegra? Og að frelsið hafi barasta aldrei verið ætlað Jóni Ásgeiri sem spratt allt í einu upp úr kjallaranum í Bónus öllum að óvörum? Að hann sé boðflenna í veislu Bubba kóngs? Ég veit það ekki. ■ Skrifborð kemur í leitirnar „Þá er það komið í leitirnar – skrifborðið hans Hannesar Haf- stein. Loksins, loksins fær þessi þjóðargersemi þann sess sem hún á skilið við hliðina á tóbakshorni, skyrtuhnöppum og innsiglisvax- hylki fyrsta íslenska ráðherrans. Söguáhugamenn hljóta að varpa öndinni léttar. Reyndar var skrifborðið ekki týnt, heldur stóð það í ráðuneytisskrif- stofu 200 metra frá nýja geymslu- staðnum – en enginn skyldi gera lítið úr því afreki að koma þungri mublu niður tvo stiga, upp í sendibíl og aka því yfir Lindar- götuna, einkum í hálku. Vitaskuld kölluðu búslóðarflutningar af þessari stærðargráðu á blaða- mannafund og þótt núverandi ráðherra sé lífsins ómögulegt að berja saman stöku, gat hann þulið upp eftir minni nokkrar hendingar úr aldamótaljóðunum. Minna mátti það varla vera.“ STEFÁN PÁLSSON Á MURINN.IS. Fremstur meðal jafningja „Ég held að það hafi verið Jón Helgason frá Seglbúðum sem spurði eitt sinn í særðum tón hvort einhver ætti að gjalda þess að vera framsóknarmaður þegar hann hafði ráðið einhvern alger- lega hæfileikalausan flokksbróð- ur sinn í feitt embætti á kostnað skattborgara en slíkt hefur lengi verið talið náttúrulögmál á Ís- landi ef ekki heilagur réttur ráð- andi stjórnmálaafla. Nú hefur Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra látið til sín taka í krafti síns embættis og réð aldr- aðan flokksbróður sinn, uppgjafa- ráðherra til að sinna stefnumótun og forystuhlutverki fyrir Íslands hönd á sviði vestnorræns sam- starfs. Siv er meðal yngstu ráð- herra og þess vegna stundum tal- in vera meira í tengslum við nú- tímann en sumir starfsbræður hennar. Það er augljóslega mis- skilningur.“ PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Á VEFNUM PALLASGEIR.BLOGSPOT.COM. Um daginnog veginn EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ■ skrifar um viðhorf forsætisráðherra til einstaklinga í viðskiptalífinu. Galin umræða ■ Af Netinu Hreinskilinn og umdeildur Vantrú á náunganum er ríkistrú ■ Hvort Davíð sé orðinn vald- spilltur eða hvort þessi langa valdaseta sé farin að villa honum sýn skal ég ekki dæma um. ÚTSALA ÚTSALA 60- 90% afsláttur Áður Núna Peysa m/gata mynstri 5.900.- 1.800.- Peysa m/kaðlaprjóni 5.900.- 1.900.- Jakkapeysa 5.900.- 1.900.- Dömuskyrta 4.600.- 900.- Skyrta m/bróderíi 5.500.- 1.700.- Toppur m/bróderíi 5.500.- 1.600.- Denimkápa m/loðkraga 7.900.- 2.900.- Mittisjakki m/loðkraga 4.900.- 1.400.- Dömubolur 2.600.- 900.- Kjóll 6.500.- 2.600.- Sítt pils 4.700.- 900.- Dömubuxur 4.200.- 900.- Satínbuxur 6.700.- 900.- Og margt margt fleira Stærðir 34-52 Opið 10:00 - 18:00 Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 568-2870 Ótrúlega lágt verð PAUL O’NEILL Þótti afburðaforstjóri en full hreinskilinn stjórnmálamaður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.