Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR OG NÚ ER FJÖR r‡mum fyrir n‡jum vörum ekki missa af flessu!!www.design.is © 20 03 Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opi› virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-15 Nú er rétti tíminn Gravity Zero stillanlegu rúmin á ótrúlegu tilbo›i í Betra Bak. Spring Air Aldrei á betra ver›i í Betra bak. Me› hverju rúmi fylgir hlíf›ard‡na, pífulak og 2 lúxus bómullarlök. Svefnsófar 30% afsláttur Takmarka› magn Gaflar og náttbor› 15-50% afsláttur Hægindastólar 25-30% afsláttur Teppasett 15-50% afsláttur Lúxus sængurver 15-25% afsláttur TM Line fataskápar 15% afsláttur Ég á afmæli eftir nokkra daga ogþað er bara ekkert merkilegt við það. Þegar ég var lítill deildum við bræðurnir oft um hver okkar fyndi einhvern frægan sem átti afmæli sama dag og við. Einn okkar á af- mæli sama dag og Berti Möller í Lúdó og annar á afmæli sama dag og þáverandi forseti Íslands, Kristján Eldjárn og sá þriðji sama dag og talandi páfagaukurinn Vargas. Ég átti mestu mennina. Ég viðurkenndi lengi vel aðeins tvo meðeigendur að afmælisdeginum. Og það engin smá- menni. AL CAPONE á sama afmælisdag og ég. Ég og aðalglæponinn. Þegar við vorum í glæponaleik var ég alltaf Capone. Það var ekki ósjaldan sem ég skaut ímynduðum skotum úr hvellhettubyssunni, eða bara með rétt mótaðri fingrasetningu, bræður mína og nágranna á svipuðu reki. Fannst ég ósnertanlegur. Var í hugar- heimi mínum sjálfur Al Capone. Neitaði lengi vel, og jafnvel enn, að hann hafi verið vondur maður. Tók ungur þá ákvörðun að þeir sem eiga sama afmælisdag og ég eru mínir menn, í blíðu sem stríðu. MUHAMMAD ALI á sama afmælisdag og ég. Það er langtum meiri sómi að honum en Al Capone. Aðrir strákar þráðu að eiga leikara- myndir með Presley, en ekki ég. Ég vildi Ali, eða Classius Clay eins og hann hét þá. Hann var minn maður, meiri en Presley. Þorði og gat. Finn enn lyktina í Frímerkjahúsinu við Lækjargötu þar sem hægt var að kaupa búnt með leikaramyndum. Spennan náði hámarki þegar búntið var opnað, er Classius á einni mynd- anna? Oftast ekki. Þá varð að reyna á ný og það var gert, aftur og aftur. DAVÍÐ ODDSSON á sama afmæl- isdag og ég. Vissi það ekki fyrr en löngu seinna. Þá var Davíð óbreyttur borgarstjóri og lengi vel afneitaði ég honum, vildi ekki viðurkenna hann í hugarhóp minn. Svo var ekki lengur hægt að sporna við fótum. Það er ekki hægt að afneita Davíð. Fyrst það fór svo að íslenskur stjórnmálamaður þurfti endilega að eiga sama afmælis- dag og ég, munaði ekkert um það. Davíð hefur setið lengur og gert meira en aðrir. Þó Davíð tali stundum illa um vinnuna mína þá þykir mér vænt um hann, tók ungur þá ákvörðun að allir sem eiga sama afmælisdag og ég skuli vera mínir menn. Það á við um Capo- ne, Ali og Davíð. Römm er sú taug. ■ ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands.www. .is Taktu þátt í spjallinu á ... Mínir menn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.