Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 4
4 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Ertu búin/n að lesa margar af bókunum sem komu út fyrir jólin? Spurning dagsins í dag: Á Reykjavíkurborg að veita Leikfélagi Reykjavíkur aukafjárveitingu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 26,1% 26,8% Tvær til fimm 3,6%Fleiri Eina Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Illviðrið Björgunarsveitarmenn notuðu rústabjörgunarbúnað Hrossaflutningabíll valt við Blönduós VEÐUR Hrossaflutningabíll með tuttugu hrossum valt á hliðina við Sauðanes ofan við Blönduós um eittleytið í gær. Björgunar- sveitarmenn fóru á vettvang með rústabjörgunarbúnað sinn og náðu með honum að stækka gat sem var á flutningabílnum. Þannig gátu þeir náð hrossunum út heilum á húfi. „Hrossin voru lítið sem ekkert slösuð,“ segir Kristján Þor- björnsson, lögreglumaður á Blönduósi, sem fór á vettvang. Hann segir að aðkoman hafi ver- ið ótrúlega góða. Eftir að búið var að ná hross- unum út úr bílnum voru þau teymd á bæinn Sauðanes þar sem þau voru vistuð í góðu yfirlæti. Hörður Hermannsson bílstjóri var að flytja hrossin þegar bíll hans valt. „Ég var kyrrstæður þegar þetta gerðist uppi á smá hæð. Það kom á mig hviða og ég stoppaði því bílinn. Það hefur verið svo hált undir að bíllinn hefur runnið til og við það valt hann,“ segir Hörður. ■ Illviðri af verstu gerð Versta veður sem skollið hefur á landinu síðustu árin gekk yfir norðanvert landið í gær. Víða var illfært, skólahald féll niður og björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki á milli staða. VEÐUR „Það eru fjögur, fimm ár síðan við fengum svona veður,'', segir Sigurður Þ. Ragnarsson veð- urfræðingur um óveðrið sem gekk yfir norðan- vert landið í gær. Hann segir veðrið eins og verst ger- ist hérlendis. „Versta veðrið í gær má segja að hafi verið á Vest- urlandi og Norður- landi vestra og það sem gerir þetta svona erfitt er mikil ofankoma samfara þessu, mjög byljótt veð- ur af verstu gerð.'' Björgunarsveitarmenn í Blöndu á Blönduósi höfðu í nógu að snúast. Þeir ferjuðu skólabörn úr grunnskólanum og leikskóla- börn heim til sín og þurftu að losa hross úr hrossaflutningabíl sem fauk á hliðina. „Veðrið var alveg snælduvitlaust. Það sá ekki úr augum,“ segir Zophonías Lárus- son, formaður Blöndu. „Framan af degi var fært fyrir fólksbíla en þegar leið á daginn var hætt að moka og allt kolófært. Það voru skaflar út um allt.“ Á Ísafirði var mjög þungfært og fór veður versnandi eftir því sem leið á daginn. Þorbjörn Jó- hannesson bæjarverkstjóri segir að þar hafi verið „illa fært fyrir minni fólksbíla og helst að strætó- leiðir væru færar. Skólahaldi var aflýst á Ísafirði eftir hádegi í gær, eins og víðar á Vestfjörðum og Norðurlandi. Snjóruðningstæki höfðu vart undan á Akureyri þar sem snjó hefur kyngt niður síðan um helg- ina. Þar er því orðið mjög þung- fært. Björgunarsveitin Súlur og lögreglan aðstoðuðu bílstjóra að komast leiðar sinnar og þurfti helst að hjálpa fólki í íbúðarhverf- um. Helstu götur bæjarins voru hins vegar orðnar greiðfærar í gærmorgun. Veðrið var að mestu gengið niður á Akureyri upp úr hádegi. „Það hvessir eitthvað á Suð- Austurlandi í dag en dregur úr öll- um öfgum í veðrinu þegar líður á daginn,“ segir Sigurður veður- fræðingur. „Á Kjalarnesi fór vind- hraði í hviðum mest upp í 52 metra á sekúndu um níuleytið í gærmorgun, það eru um það bil 187 kílómetrar á klukkustund og við slíkar aðstæður þarf ekki að hafa mörg orð um hvað getur gerst þegar veðurhæðin er orðin slík.'' eb@frettabladid.is Bræla á miðum: Lítið um skip á sjó VEÐUR Fá skip voru að veiðum í gær. Langflest skipin héldu til hafnar eða færðu sig í var þegar brælu var spáð. Út af Norðurlandi var stórsjór og nánast engin skip á sjó. Eitt- hvað var af stærri skipum úti fyr- ir Austurlandi, Suðurlandi og Vesturlandi en smærri skip og bátar voru öll í landi. Í gærmorgun var Mánafoss fyrir utan Melrakkasléttu á leið frá Húsavík til Neskaupstaðar. Mikill stórsjór var og gekk ferðin því hægt. Mánafoss fór frá Húsa- vík um níuleytið á mánudags- kvöld og áttu þeir ekki von á að vera komnir til Neskaupstaðar fyrr en seint í gærkvöldi. ■ Landlæknisembættið: Upplýsingavefur um þunglyndi HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið hefur opnað vef um verk- efnið „Þjóð gegn þunglyndi“. Honum er fyrst og fremst ætlað að auka þekkingu á þunglyndi í samfélaginu með það að mark- miði að draga úr tíðni þess, gera meðferð skilvirkari og fækka sjálfsvígum, að því er segir í frétt frá embættinu. Vefurinn á annars vegar að koma til móts við almenning með fræðslu um þunglyndi og m e ð f e r ð a r - möguleika og hins vegar að vera upplýs- inganáma fyrir lykilhópa sem koma að aðstoð við þunglynda. Á vefnum er meðal annars ítarlegur kafli með fræðslu fyrir sjúka og aðstandendur þeirra. Þar eru til dæmis sjálfspróf til að hjálpa fólki að átta sig á hvort það er haldið þunglyndi og bent á þá fjölmörgu aðila sem veita hjálp og stuðning. Þá er sérstakur kafli um sjálfsvíg og annar sem einkum er ætlaður fagfólki. Veffangið er www.thunglyn- di.landlaeknir.is, en einnig er hægt að komast inn á vefinn af heimasíðu Landlæknisembættis- ins, www. landlaeknir.is. ■ LANDLÆKNIR Hefur opnað vef um verkefnið „Þjóð gegn þunglyndi“. EKKERT FLOGIÐ Aflýsa varð öllu flugi í gær vegna vonskuveðurs á norðanverðu landinu. 800 manns áttu pantað far á flugleiðum inn- anlands en urðu að láta sér lynda að bíða eftir því að komast á leiðarenda. ÓFÆRAR HEIÐAR Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Brattabrekk- an voru allar ófærar í gær. Eins var ófært í Víkurskarði og á Siglufjarðarvegi auk þess sem ófært var víðast á Vestfjörðum. BLÖNDUÓS Illviðri var á Blönduósi í gær. Úrkoman var það mikil að hætt var að moka seinnipartinn. KJALARNES Á Kjalarnesi fór vindhraði í hviðum mest upp í 52 metra á sekúndu. „Veðrið var alveg snælduvit- laust. Það sá ekki úr augum. AKUREYRI Veður var slæmt á Akureyri og færð sums staðar með versta móti. Veðrið gekk þó niður þegar leið á daginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Enga 43,5% Heilbrigðisráðherra: Skipar nýja stjórnarnefnd LANDSPÍTALI Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefur skipað nýja stjórnarnefnd Landspítalans-háskólasjúkrahúss til fjögurra ára. Fyrir stjórnar- nefndinni liggur að fjalla um fjár- hag Landspítalans og þær aðgerð- ir sem þarf að grípa til svo endar nái saman. Ráðherra skipaði Pálma Ragn- ar Pálmason verkfræðing, for- mann nefndarinnar án tilnefning- ar og er Birna Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri varamaður hans. Aðalmenn eru fjórir sam- kvæmt tilnefningu Alþingis og tveir voru tilnefndir af starfs- mannaráði Landspítalans. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.