Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Tryggvagata 8, sími: 552-3870. Fax: 562-3820. hefjast 19. janúar. Innritun í síma 552 3870 Netfang: af@ismennt.is. Veffang: http://af.ismennt.is. LÍNUDANS FYRIR BYRJENDUR h a u s v e r k / 3 7 3 2 Frábær skemmtun! Góð leikfimi! Akoges salnum, Sóltúni 3, Reykjavík Innritun og upplýsingar: www.danssmidjan.is og í síma 862 4445 ...hjá Jóa dans og vinum hans! Ég dreif mig í meistaranám íopinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands í haust. Hafði verið að horfa eftir framhalds- námi sem mér hentaði þegar ég sá þetta auglýst og sótti um,“ segir Gísli Sverrir Árnason, for- stöðumaður Menningarmið- stöðvar Hornafjarðar. Fleiri höfðu greinilega verið í svipuðum sporum því að sögn Gísla Sverris flykktist fólk í greinina og þar af voru 10 bú- settir á landsbyggðinni. Þó var þetta ekki sett upp sem fjarnám. „Þau sem hafa daglega umsjón með kennslunni hafa verið eink- ar liðleg og komið til móts við okkur landsbyggðarnemendur eins og hægt er. Við mætum í tíma annað slagið en fáum svo senda fyrirlestra og skilum verkefnum í gegn um tölvurn- ar,“ segir Gísli Sverrir. Að hans sögn eru flestir samnemendur hans úr opinbera geiranum og í fullu starfi með, breiður og reynslumikill hópur. Sérlega skemmtilegt segir hann hafa verið að vinna hópverkefni með öðrum nemendum sem voru bú- settir hringinn í kring um land- ið. „Þetta var verkefni hjá Gunnari Helga Kristinssyni stjórnmálafræðingi og fjallaði um umbætur í opinberum rek- stri. Við notuðum tæknina, héld- um símafundi og sendum tölvu- póst á milli en hittumst ekkert fyrr en að verkefninu loknu. Þá var gaman að sjá framan í fólkið sem maður hafði unn- ið svona náið með.“ Gísli Sverrir var virk- ur sveitarstjórnarmað- ur á Hornafirði árum saman en gaf ekki kost á sér í síðustu kosn- ingum. Hann kveðst ekki hafa verið í skóla síðan 1985 en verið ótrúlega fljótur að komast í námsmanna- farið. „Maður gengur þó að náminu með dálít- ið öðru hugarfari en á yngri árunum og vissu- lega kostar það aga að sitja við lærdóminn í fjar- lægð frá skólanum en það frískar mann og endurnærir að læra eitthvað nýtt.“ ■ NÁMSAÐSTOÐ Nemend- um í 9. og 10. bekk grunnskóla sem þurfa stuðning í stærðfræði gefst kostur á náms- aðstoð hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Þá mæta þeir með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Kennt verður í litlum hópum og stendur hvert námskeið í 4–12 vikur. GÍSLI SVERRIR ÁRNASON Kveðst hafa verið ótrúlega fljótur að kom- ast í námsmannafarið. Í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu: Frískar mann að læra eitthvað nýtt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.