Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.01.2004, Blaðsíða 2
2 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR „Mér lýst mjög vel á hann, seigur strákur“ Þórður Þórðarson hélt Árna Gauti Arasyni á bekknum þegar báðir léku með ÍA. Árni Gautur er í þann mund að ganga frá samningum við enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Spurningdagsins Þórður, hvernig lýst þér á gamla varamanninn? Björgólfur Thor orðinn billjóner Hækkanir Pharmaco að undanförnu hafa aukið eignir Björgólfs Thors Björgólfssonar verulega. Án þess að tekið sé tillit til skulda eru eignir hans varlega áætlaðar einn milljarður bandaríkjadala. VIÐSKIPTI Metin féllu í Kauphöll Ís- lands í gær. Pharmaco náði því marki að verða fyrst félaga til að verða virði tveggja milljarða doll- ara á tímabili í gær. Pharmaco var rétt við mörkinn við lok viðskipta í gær. Markaðsverð- mætið var í lok dags rúmir 138 milljarðar króna. Hækkanir síðustu daga hafa lyft verðmæti KB- banka yfir 100 milljarða króna. Bankinn er annað fyrirtæki á eftir Pharmaco til þess að ná þeim áfanga. Hækkanir Pharmaco hafa líka þau áhrif að Björgólfur Thor Björgólfsson nær því marki að verða fyrsti Íslendingur til að verða milljarðamæringur í dollur- um talið. Hann er því orðinn „bil- lioner“ í skilningi Ameríkana. Erfitt er að átta sig á öllum eignum Björgólfs Thors, þar sem töluverð- ar eignir hans eru í erlendum eign- arhaldsfélögum. Eignarhlutur hans í Pharmaco liggur fyrir og er mið- að við núverandi verðmæti um 55 milljarðar króna. Hlutur hans í sölu bjór- og drykkjarverksmiðj- unnar Bravo í Pétursborg var um 15 milljarðar króna á sínum tíma og hlutur hans í Landsbankanum um níu milljarðar. Varlega áætlað eru eignir hans yfir 70 milljarðar króna. Miðað við fjárlög þessa árs gæti hann því rekið íslenska ríkið í á fjórða mánuð án tekna. Einhverj- ar skuldir hvíla á þessum eignum, en ljóst að Björgólfur Thor er lang- ríkasti Íslendingurinn sem vitað er um. Þeir sem eiga einn milljarð bandaríkjadala eru númer 427 á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Miðað við eins millj- arðs bandaríkjadala eign er Björgólfur í góðum félagsskap. Meðal þeirra sem eiga milljarð doll- ara er sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey og William Randolph He- arst III sem er afkomandi og al- nafni þess fjölmiðlakóngs sem ríkti yfir bandarískum fjölmiðlum á síð- ustu öld. Efstur á lista Forbes er Bill Gates eigandi Microsoft en eignir hans eru metnar á 30 milljarða bandaríkjadala. Hann er því 30 sinnum ríkari en Björgólfur Thor, en mældur á vog stærðar hagkerfa Íslands og Bandaríkjanna er Björgólfur Thor miklu ríkari. haflidi@frettabladid.is Keflavíkurflugvöllur: Rukkað vegna nauðlendinga FLUGUMFERÐ „Hér er mjög há tíðni nauðlendingaraðgerða,“ segir Jó- hann R. Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, um þau tilvik sem þurft hefur að setja allt á viðbúnaðarstig á flugvellinum vegna þess að flugvélar komu inn til nauðlendingar vegna bilana eða sprengjuhótana. Gríðarleg umferð flugvéla er um íslenska flugstjórnarsvæðið sem skýrir háa tíðni nauðlendinga. Jóhann telur líklegt að upp hafi komið á annan tug tilvika síðan hann tók við embætti árið 1999. Hann segir að það fylgi því mikill kostnaður þegar setja þurfi á við- búnaðarstig. „Seinustu tvö árin höfum við innheimt þann kostnað sem fylgir því að við köllum út allan tiltækan mannskap. Kostnaðurinn sem við innheimtum er á aðra milljón króna,“ segir Jóhann. ■ SNÆFELLSÖRÆFI Kærendur telja að umhverfisráðherra hafi verið vanhæfur í úrskurði um framkvæmdir. Kárahnjúkavirkjun: Krefjast ómerkingar KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Málflutningur hefst í Hæstarétti í morgunsárið í máli sem Atli Gíslason, Náttúru- verndarsamtök Íslands og fleiri höfða gegn Landsvirkjun og ís- lenska ríkinu vegna úrskurðar Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Héraðsdómur sýknaði stefndu í maí á síðasta ári. Skipulagsstofnun, sem úrskurðaði í málinu 1. ágúst 2001, féllst ekki á framkvæmdirnar vegna umtalsverðra óafturkræfra umhverfisáhrifa, en umhverfis- ráðherra sneri þeim úrskurði við í desember sama ár. Þess er krafist að úrskurður Sivjar verði ómerktur og felst hluti af dómkröfunni í því að hún hafi verið vanhæf í málinu þar sem rík- isstjórnin var aðili að samningum Landsvirkjunar og Alcoa. Þetta er í þriðja skipti sem málið kemur fyrir Hæstarétt; í fyrsta skiptið var því vísað frá en í annað skiptið var frá- vísun Héraðsdóms Reykjavíkur felld úr gildi. ■ SAEED AL-SAHHAF Réði sig sem fréttaskýranda á arabískri sjónvarpsstöð. Spaugarinn Alí: Aftur á skjáinn DUBAI Saeed al-Sahhaf, fyrrum upplýsingamálaráðherra Íraks, betur þekkur sem „spaugsami Alí“ hefur ráðið sig til starfa hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Abu Dhabi og mun honum ætlað að sjá sérstaklega um fréttaskýringar varðandi Saddam Hussein. Ekki vantar Alí reynsluna því hann þurfti oft að koma fram sem talsmaður Saddams áður en for- setanum var steypt af stóli og eignaðist hann þá fjölda aðdáenda víðs vegar um heiminn fyrir skáldlega framgöngu sína við að boða sigur Íraka gegn innrásarlið- inu. Alí gaf sig sjálfur fram við bandaríska herinn í Írak, en var síðan sleppt. ■ ANNAR BANKARÆNINGINN Tíu hafa verið handteknir í tengslum við ránið í SPRON í Hátúni á föstudag. Vopnað rán í SPRON: Tíu verið handteknir HANDTÖKUR Tveir menn voru hand- teknir og yfirheyrðir í fyrradag í tengslum við bankaránið sem framið var í SPRON í Hátúni á föstudaginn í síðustu viku. Þeir gistu fangageymslur lögreglunn- ar en var sleppt í gær. Tveir menn grunaðir um ránið, sem handteknir voru á föstudags- kvöld, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til mánudags. Sex voru handteknir í gleðskap í heimahúsi snemma á sunnudags- morgun, þeim var sleppt seinna um kvöldið eftir yfirheyrslur. Mennirnir tveir, 18 og 26 ára, sem sitja í gæsluvarðhaldi neita sök og þýfið er enn ófundið. ■ Lést af slysförum ANDLÁT Maðurinn, sem fannst meðvitundarlaus á botni Breið- holtslaugar á miðvikudaginn 7. janúar síðastlið- inn, lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hringbraut á þriðjudag. Hann hét Hallmar Ósk- arsson, til heimil- is að Engjaseli 61 í Reykjavík. Hallmar var fæddur árið 1979. Hallmar komst aldrei til með- vitundar eftir að slysið varð en honum var haldið sofandi í önd- unarvél. ■ Leitað að ökumanni: Olli hörðum árekstri LÖGREGLAN Lögreglan leitar öku- manns sem varð valdur að hörð- um árekstri á Suðurlandsvegi, rétt fyrir ofan Litlu kaffistofuna, um klukkan hálf átta á mánudags- kvöld. Bíllinn var á leið austur þegar hann tók fram úr bílarunu, bíll kom á móti og tókst honum að smeygja sér aftur inn í rununa. Ökumaður bílsins sem kom á móti honum á vesturleið missti hins vegar stjórn á ökutæki sínu og lenti framan á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum um þann sem tók fram úr. ■ VINNUSLYS Vörubílshurð fauk á höfuð starfsmanns Flytjanda í Klettagörðum um miðjan dag í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild. BÍLVELTA VIÐ LITLU KAFFISTOF- UNA Jeppi valt á Suðurlandsvegi, rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna, í gær. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist lítið en bíllinn er nokkuð skemmdur. Hálka var á veginum og nokkuð hvasst þegar umferðaróhappið varð. TÓLF KÆRÐIR Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tólf öku- mönnum frá morgni í gær til klukkan fjögur síðdegis. Öku- mennirnir voru kærðir fyrir að hafa ekki fært bílana sína til skoðunar á tilsettum tíma. ■ Lögreglufréttir LEIFSSTÖÐ Talsvert er um að farþegavélar á leið um íslenska flugstjórnarsvæðið komi inn til nauðlendingar. BILLJÓNER Björgólfur Thor Björgólfsson hefur náð ótrúlegum árangri með fjárfestingum sínum á fáum árum. Hann er þrátt fyrir ungan aldur ríkasti Íslendingurinn og stefnir hraðbyri í hóp ríkasta fólks í heimi. ■ Þeir sem eiga einn milljarð bandaríkjadala eru númer 427 á lista tímarits- ins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Leikfélag Reykjavíkur: Borgarráð féllst ekki á aukafjárveitingu BORGARRÁÐ Sjálfstæðismenn fluttu tillögu á fundi borgarráðs um að Leikfélagi Reykjavíkur yrði veitt 33 milljóna króna aukafjárveiting vegna yfirstandandi leikárs, með- al annars til þess að hægt yrði að standa undir starfslokasamning- um við eldri leikara og aðra starfsmenn. Ekki var fallist á til- löguna á fundinum, en sjálfstæð- ismenn bentu á mjög erfiða stöðu leikfélagsins. „Leikfélagið rétt skrimtir, þrátt fyrir hagræðingu og við telj- um að til að hægt verði að reka það með sómasamlegum hætti þá verði að koma til aukafjárveit- ing,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms- son, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur að undanförnu átt fundi með forsvarsmönnum leikfélagsins um þessi mál. „Hljóðið í mönnum er nokkuð gott. Reksturinn hefur batnað og niðurstöður aðhaldsaðgerða síð- asta árs eru að skila sér. Það er samráðsnefnd að störfum sem fer reglulega yfir þessi mál og það er ljóst að rekstur leikfélagsins er í mikilli framför. Við töldum ekki ástæðu til að afgreiða málið þar sem það verður skoðað í víðara samhengi,“ segir Þórólfur. ■ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sjálfstæðismenn í borgarráði vildu veita Leikfélagi Reykjavíkur 33 milljóna króna aukafjárveitingu til að tryggja betri rekstur þess. HALLMAR ÓSKARSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.